Morgunblaðið - 08.09.2016, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8:30 - 17:00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn
VINSÆLIR OG VANDAÐIR
RÁÐSTEFNUSTÓLAR
Á GÓÐU VERÐI
Hjá okkur fæst gott úrval af húsbúnaði fyrir ráðstefnur
og minni fundi. Tryggðu þér og gestum þínum gott sæti,
á vönduðum og þægilegum stólum á góðu verði.
DHEENSAY
fastus.is
Gunnar FreyrRúnarsson,starfsmaður
geðdeildar Landspít-
alans, stofnaði Vík-
ingaklúbbinn fyrir
tæpum tíu árum en
markmið hans var
að kynna íslenskt af-
brigði af skák sem
húsgagnasmiðurinn
Magnús Ólafsson bjó
til og nefndi vík-
ingaskák. Hann lést
árið 2007.
Víkingaklúbb-
urinn heldur nokkur
mót á ári í vík-
ingaskák, m.a. liða-
keppni og Íslands-
meistaramót, en
heldur líka mót í
venjulegri skák og
sér um skákæfingar í Víkinni hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi.
Gunnar kennir einnig skák í Ingunnarskóla, en hann er með skák-
kennararéttindi frá FIDE, Alþjóðaskáksambandinu (Fide Inst-
ructor). Gunnar er auk þess með BA próf í sagnfræði og heimspeki
og er einnig menntaður sjúkraliði með framhaldsnám í geðhjúkrun
og félagsliði með diplómagráðu í fötlunarfræði.
Víkingaklúbburinn heldur úti skákfélagi og það gerði sér lítið fyr-
ir og vann Íslandsmeistaratitil skákfélaga árið 2012 og 2013. „Við
erum ekki eins sterkir núna og Huginn og TR, en við náum að stríða
þeim og mætum sterkir til leiks í haust.“
Gunnar var mikið í kraftlyftingum og vann nokkra Íslandsmeist-
aratitla. „En það hefur dregið mikið úr þeim eftir að ég fór að sinna
þessum félagsstörfum í skákinni. Svo hef ég verið í golfinu síðustu
ár en árangurinn þar hefur ekki verið framar vonum.“
Gunnar hélt upp á fimmtugsafmælið á Mallorca í fyrra en ætlar
að vera heima við í dag. „Ætli maður fylgist ekki með ólympíu-
skákmótinu, það hefur verið gaman að fylgjast með kvennaliðinu
ekki síður en karlaliðinu. Svo hafa Úkraínumenn staðið sig vel og
þeir geta vel orðið ólympíumeistarar, enda kenndi ég 1. borðs manni
þeirra, öðlingnum og Íslandsvininum Pavel Eljanov, víkingaskák.“
Sambýliskona Gunnars er Bunruan Phuangphila hótelstarfs-
maður og börn þeirra eru Sigurður Rúnar 10 ára og Bergþóra
Helga 7 ára.
Formaður Víkinga-
klúbbsins í skák
Gunnar Freyr Rúnarsson er 51 árs í dag
Með börnunum Gunnar ásamt Bergþóru
Helgu og Sigurði Rúnari.
A
xel fæddist á Akureyri
8.9. 1976 og ólst þar
upp í Þorpinu: „Fjöl-
skyldan var fyrst til að
flytja í Vestursíðuna en
smám saman fjölgaði í hverfinu og
brátt eignaðist ég fjölda leikfélaga
sem margir hverjir eru enn góðir
vinir mínir.“
Axel fór fimm ára í sveit að Ey-
vindarstöðum í Sölvadal í Eyjafirði
þar sem hann var öll sumur,
páskafrí og jólafrí fram til 16 ára
aldurs: „Þar bjó Guðmundur Frí-
mannsson sjómaður, elsti bróðir
pabba, ásamt sinni konu, Ingibjörgu
Eiríksdóttur, en hún rak þar mynd-
arkúabú ásamt bróður sínum Hrólfi
Eiríkssyni.“
Axel var í Glerárskóla fyrstu tvo
bekkina í grunnskóla en síðan í
Síðuskóla og lauk þaðan grunn-
skólagöngunni. Hann stundaði nám
við Menntaskólann á Akureyri og
útskrifaðist þaðan árið 1996.
Axel flutti til Danmerkur 1997 og
fór þar í Niels Brock og einnig í
Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn
og útskrifaðist þaðan sem markaðs-
hagfræðingur og vörustjóri.
Axel Grettisson, stöðvarstjóri og oddviti Hörgársveitar – 40 ára
Myndarleg fjölskylda Ólöf Harpa, Tinna Margrét, Birta Karen, Kara Hildur, Axel, Jósef Orri, Lappi og Ugla.
Kynntist konunni á
Landsmóti hestamanna
Hjónin Axel og Ólöf Harpa sem hann hitti á Landsmóti hestamanna á Hellu.
Þórunn Lára Sigurðardóttir og María Rut Þórisdóttir héldu tombólu fyrir utan
Nettó á Salavegi. Þær söfnuðu 2.800 kr. sem þær gáfu til Rauða krossins á Íslandi.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is