Morgunblaðið - 08.09.2016, Side 27

Morgunblaðið - 08.09.2016, Side 27
Eftir að Axel flutti aftur heim hefur hann verið stöðvarstjóri N1 á Akureyri nánast öll árin og starfar þar enn. Axel hefur mikið sinnt sveitar- stjórnarmálum í Hörgársveit og er nú oddviti sveitarstjórnar. Hann sit- ur m.a. í hafnarstjórn Norðurlands, skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri, er formaður fræðslu- nefndar Hörgársveitar og situr í ýmsum öðrum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Axel æfði og keppti á skíðum er hann var yngri og varð nokkrum sinnum Akureyrarmeistari á skíð- um. „Mitt helsta áhugamál er nú samt hestamennska. Reyndar kynntumst við hjónin á Landsmóti hestamanna á Hellu árið 1994, svo að ég á hesta- mennskunni mikið að þakka. Við hjónin eigum nokkra hesta og auk þess kindur og erum m.a. að rækta okkar eigin reiðhross. Við fluttum á ættaróðal konu minnar, að Þrastarhóli í Hörgárdal, árið 2006 og byggðum okkur þar hús og búum þar í dag. Ég fer í hestaferðalög á hverju sumri og einmitt núna í ár var ég ásamt fleirum að skipuleggja ferð með 16 Sunnlendinga um Norður- og Austurland. Þetta var alveg frá- bær ferð með frábæru fólki. Mér finnst alltaf að svona ferðir sýni manni landið í réttu ljósi.“ Fjölskylda Eiginkona Axels er Ólöf Harpa Jósefsdóttir, f. 27.9. 1974, fram- kvæmdastjóri. Foreldrar hennar voru Jósef Tryggvason, f. 19.8. 1934, d. 17.2. 2007, bóndi á Þrast- arhóli, og Vilborg Pedersen, f. 29.6. 1934, d. 15.12. 2016, húsfreyja á Þrastarhóli. Börn Axels og Ólafar Hörpu eru Kara Hildur Axelsdóttir, f. 4.7. 2001, framhaldsskólanemi; Birta Karen Axelsdóttir, f. 20.11. 2003, grunnskólanemi; Jósef Orri Ax- elsson, f. 19.8. 2009, grunn- skólanemi, og Tinna Margrét Axels- dóttir, f. 6.3. 2012, leikskólanemi. Systkini Axels eru Haukur Grett- isson, f. 30.9. 1971, sjómaður á Ak- ureyri, og Jenný Grettisdóttir, f. 19.12. 1988, viðskiptafræðingur á Akureyri. Foreldrar Axels: Grettir Örn Frí- mannsson, f. 17.11. 1952, kjötiðn- aðarmaður á Akureyri, og Margrét V. Þórðardóttir, f. 9.5. 1952, d. 29.10. 2014, bókari á Akureyri. Úr frændgarði Axels Grettissonar Axel Grettisson Geirlaug Konráðsdóttir húsfr. í Bragholti Jón Kristjánsson organisti og b. í Bragholti Jenný Jónsdóttir saumak. á Akureyri Þórður Vilhelm Sveinsson forstj. á Akureyri Margrét V. Þórðardóttir bókari á Akureyri Sigurlaug Vilhjámsdóttir húsfr. á Akureyri Sveinn Þórðarson hótelstj. á Akureyri Þorsteinn Vilhjálmsson Baldvin Þorsteinsson útgerðarm. og athafnam. Þorsteinn Már Baldvinsson forstj. Samherja Gunnar Frímannsson raf- virki og kennari á Akureyri Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri á Akureyri Guðrún Frímannsdóttir félags- málastj. Fljótsdalshéraðs Guðrún Magnúsdóttir húsfr. á Syðsta-Mói Guðmundur Jónsson b. á Syðsta-Mói í Fljótum Soffía Guðmundsdóttir húsfr. og bridsmeistari á Akureyri Frímann Guðmundsson (í Alaska) deildarstjóri hjá KEA Grettir Örn Frímannsson kjötiðnaðarm. á Akureyri Sigmunda Katrín Jónsdóttir ráðsk. í Lundi í Öxarfirði Guðmundur Jónasson b. í Gunnólfsvík í N-Múlasýslu, systursonur Kristínar, ömmu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Þorleifur Guðmundsson kaupsýslum. í Rvík Þórhildur Þorleifsdóttir leikstj., og fyrrv. leikhússtj. og alþm. Bergur Þorleifsson fyrrv. skrifstofustjóri Baldvin Þór Bergsson sjónvarpsm. í Kastljósi Eggert Þorleifsson leikari Sólveig Arnardóttir leikkona Þorleifur Örn Arnarson leikari og leikskáld Vilhelm Þorsteinsson fyrrv. útgerðarm og kaupsýslum. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja Þorsteinn Vilhelmsson athafnam. Hestamaðurinn Axel kominn heim úr 16 daga hestaferð nú í sumar. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016 Jónas Svafár Einarsson, skáldog teiknari, fæddist við Suður-götuna í Reykjavík 8.9. 1925 og ólst upp í Vesturbænum. For- eldrar hans voru Einar Þor- steinsson, bóndi og síðar sjómaður og verkamaður í Reykjavík, og s.k.h, Helga Guðmundsdóttir húsfreyja. Einar var sonur Þorsteins, smiðs á Sæbóli á Stokkseyri, bróður Sig- urðar, afa Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups, en Helga var dóttir Guðmundar, bónda á Eyði Sandvík í Flóa Einarssonar, og Sesselju Jónsdóttur, bónda í Litlu-Sandvík, bróður Þóru, ömmu Guðna Jónssonar prófessors. Önnur systir Jóns var Elín, amma Ragnars í Smára. Jónas var í Miðbæjarskólanum, Kvöldskóla KFUM og Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Hann var ung- ur sendisveinn hjá Lárusi Ottesen á Laugavegi 134, við verslunina Vað- nes við Klapparstíg, var versl- unarmaður hjá Sigurbirni Þorkels- syni í Vísi á Laugavegi 1 og Fjölnisvegi 2 og síðar hjá Sveini Þorkelssyni á Sólvallagötu 9, var sölumaður og verkstjóri hjá sölu- nefnd setuliðseigna við Rauðavatn, vann þrjú sumur hjá Pósti og síma við lagningu jarðstrengs um Norð- austurland, var á togara frá Ak- ureyri á vetrum, starfaði hjá gatna- málastjóra Reykjavíkurborgar, vann í frystihúsum í Grundarfirði og á Ísafirði og hjá Pólar-rafgeymum við stofnun fyrirtækisins. Jónas Svafár hefur löngum verið nefndur hið dæmigerða íslenska at- ómskáld – jafnvel eina atómskáldið. Hann sendi frá sér eftirfarandi ljóðabækur: Það blæðir úr morguns- árinu, útg. 1952; Geislavirkt tungl, útg. 1957; Klettabelti fjallkonunnar, heildarútg. 1968, og Sjöstjarnan í meyjarmerkinu 1986, ljóð og mynd- ir. Auk þess má nefna handskrifað ljóðakver eftir Jónas sem var gefið út á vegum Listræningjans árið 1977. Jónas lést 27.4. 2004. Merkir Íslendingar Jónas Svafár 85 ára Guðbjörg Gunnarsdóttir Ottó Johan Malmberg Þóra Eyjólfsdóttir 80 ára Jörvar Bremnes Sigríður Guðmundsdóttir 75 ára Ástvaldur Guðmundsson Gylfi Baldvinsson Jón Óskarsson Reynir Bárðarson Sigurður Óli Sigurðsson Unnar Frans Mikaelsson 70 ára Anna S. Kristófersdóttir Ágúst Oddur Kjartansson Inga K. Gunnarsdóttir Jón Markússon Margrét Yngvadóttir Pálfríður Benjamínsdóttir Snjáfríður M. S. Árnadóttir Unnur Hafsteinsdóttir 60 ára Arndís Antonsdóttir Ásgeir F. Valgarðsson Bárður S. Bárðarson Bergþóra H. Hákonardóttir Birna Sigurðardóttir Eyvindur Eiríksson Guðmunda Á. Bjarnadóttir Hafsteinn Ómar Ólafsson Hannes Höskuldsson Jóna Ingibjörg Óskarsdóttir Lárus Gunnlaugsson Stanislaw Mickiewicz Zbigniew Chatkiewicz Þóroddur Helgason Þórstína B. Þorsteinsdóttir Þuríður Björnsdóttir 50 ára Árni Eiríksson Árni Esra Einarsson Ellert Jónsson Gunnar Örvarsson Helga Tatjana Zharov Hildur Halldórsdóttir Hólmfríður Sigurðardóttir Katrín Gylfadóttir Krasimir N. Saradzhaliev Margrét Elsa Sigurðardóttir María Kolbrún Gísladóttir Vladas Vilimas Þorsteinn H. Guðbjörnsson 40 ára Arndís H. Jóhannesdóttir Axel Grettisson Bjarni Jónsson Davíð Búason Elínborg Hrefna Pálsdóttir Elísa Hörn Ásgeirsdóttir Gestur K. Friðfinnsson Grzegorz Basinski Guðbjartur Sveinbjörnsson Guðni Tómasson Gunnar Örn Jónsson Ingvar Karl Þorsteinsson Jóhanna Guðmundsdóttir Jónína Einarsdóttir 30 ára Anna Sigríður Björnsdóttir Anna Thorey Hampton Bragi Snær Ragnarsson Fannar Levy Benediktsson Gígja Rós Þórarinsdóttir Guðmundur Torfi Ólason Guðrún S. Sigurðardóttir Hendrik Tómasson Hrafnhildur Magnúsdóttir Hrefna Dís Þórsdóttir Sigurður Hjaltested Siguróli Jóhannsson Til hamingju með daginn 30 ára Sunneva ólst upp á Selfossi, býr þar og er nú heimavinnandi. Maki: Karl Ágúst Matt- híasson, f. 1982, verk- fræðingur hjá DTE í Reykjavík. Sonur: Kristófer Darri, f. 2013. Foreldrar: Sólrún Ás- geirsdóttir, f. 1958, að- stoðarmaður tannlæknis, og Ásgrímur Þór Krist- ófersson, f. 1956, starfs- maður hjá Set. Sunneva Rut Ásgrímsdóttir 30 ára Ragnar lauk prófi í rafvirkjun og frumgreina- námi frá HR og er rafvirki og tónleikahaldari. Maki: Íris Jónsdóttir, f. 1984, starfar við bókhald hjá Jónsson & Lemacks. Stjúpdóttir: Snædís Sig- rún Heiðarsdóttir, f. 2006. Foreldrar: Hilmar Hreins- son, f. 1959, flugumferð- arstjóri, og Hrafnhildur Halldórsdóttir, f. 1962, hjúkrunarfræðingur. Ragnar Þór Hilmarsson 30 ára Eva býr í Ögri á Sólheimum í Grímsnesi, lauk prófi í ferða- málafræði frá Háskól- anum á Hólum og sér um Jurtastofu á Sólheimum. Maki: Ágúst Friðmar Backman, f. 1984, fiskeld- isfræðingur. Dætur: Freydís Aría, f. 2013, og Sólrún Ylfa, f. 2015. Foreldrar: Guðbjartur Ólafsson, f. 1948, og Elín Kristinsdóttir, f. 1954. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 19. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 23. sept Húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem prýða má heimilin með. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.