Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 29

Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016 Ekki taka óþarfa áhættu, fáðu fagmenn í verkið Sérþjálfaðir starfsmenn og búnaður fyrir erfiðustu aðstæður Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Trjáfellingar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Of mikið stolt hefur gengið af ást- arsamböndum dauðum. Vinur þinn er ekki við eina fjölina felldur og þú veist ekki hvað þú átt að gera. Reyndu að finna tíma fyrir gönguferð eða sundsprett. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhvern veginn æxlast mál alltaf svo að þú stendur ein/n eftir í því að sjá um hlutina fyrir hópinn. Njóttu samvista við börn og reyndu að nýta öll tækifæri sem gefast til skemmtana. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú ert að pæla í hvort einhver sakni þín er svarið já. Þú slærð tvær flugur í einu höggi í dag og ferð létt með það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur tekið á að starfa með öðr- um. Bestu upplýsingarnar sem þú færð gætu í fyrstu virst ómögulegar. Reyndu að leggja einhvern pening fyrir í hverjum mánuði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Farðu vandlega yfir öll loforð sem vinnufélagarnir hafa gefið þér og minntu á þau. Samstarfsfélagarnir þurfa að skilja for- gangsröðunina hjá þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er eitt og annað sem hvetur þig til varfærni þótt þig langi mest sjálfan til að láta skeika að sköpuðu. Taktu gagnrýni ekki of alvarlega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Íhugaðu vandlega allar beiðnir sem þú færð um aðstoð. Dragðu djúpt andann og snúðu málunum þér í hag. Ástarsamband þitt er í góðum farvegi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert nú full/ur orku til að tak- ast á við það sem lífið færir þér. Hver veit nema nýr aðdáandi bíði handan hornsins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki gott að láta tilfinn- ingarnar hlaupa með sig í gönur. Hver segir að maður þurfi alltaf að vera að gera eitt- hvað? Hvíldu þig og gerðu ekki neitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki hlusta á þá sem segja að draumar þínir geti aldrei ræst. Þú átt hauk í horni í vinnunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hlustaðu vandlega á það sem aðrir segja. Reyndu að halda stillingu þinni í stað þess að rjúka upp. Passaðu þig á að láta fólk ekki nota þig. Æfðu þig í að segja nei. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það hefnir sín að slá slöku við í vinnunni og eyða þar tíma í vangaveltur um persónuleg mál. Vinátta er þér mikils virði – sinntu þeim góðu vinum sem þú átt. Magnús Halldórsson yrkir áBoðnarmiði af því tilefni, að í lögreglufréttum næturinnar í höf- uðborginni „var eyra sagt vanta á árásarþola“: Sennilega sviðasnauðir fantar, sem að valda tjóni á glasaþingum. Þegar jafnvel annað eyrað vantar eftir gleðinótt hjá Reykvíkingum. Ágústa Ósk Jónsdóttir bætti við og kann ég ekki þessa sögu lengri: Margur eitt og annað veit – er má telja lítils virði – öld er síðan eyra beit ungur prestur í Skagafirði. Þetta rifjaði upp fyrir mér gamla vísu sem séra Matthías orti til kunningja síns: Ég veit að þú átt harla góðan haus, en hræðist samt, að skrúfan enn sé laus, því skap þitt er svo fjarskalega feyrað, þú frændi þess, sem Pétur hjó af eyrað! Ragnar Ingi Aðalsteinsson segir á Boðnarmiði að sér hafi dottið í hug, að einhver hefði áhuga á sultugerð. Embla Rún Hakadóttir hefði sent sér uppskrift, sem hann birtir með hefðbundnum hætti matreiðslubóka, – en þegar betur er að gáð má lesa uppskriftina þannig: Rabbarbarasulta Emblu – Upp- skrift. Ágæt sulta. Einstök. Rauð. Uppskriftin er spari. Með kvöldmat & í kökur, brauð: Kíló rabbarbari. 600 gr af sykri. (Já! sultan endist vikur!) 200 gr (en meira má) mjúkur púðursykur. Vanilludropar (velfull skeið. Vandar keiminn pínu. Sumir sleppa samt í neyð!) Safi úr appelsínu. Rabbarbarann reynist gott að rista í litla bita. Saman allt er sett í pott og soðið. (Vægan hita.) Dagbjarti Dagbjartssyni leist vel á: Prýðis hefur uppskrift ort afritað með penna. Hún er alveg sérstök sort sultugerðarkvenna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af afhoggnu eyra og rabbarbarasultu Í klípu SÍÐUSTU ORÐ HANS VORU: „ÉG HÉLT ÞAÐ VÆRI SYLLA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG VAR AFRÍKA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá hvers hann er virði í raun. MÁS! MÁS! MÁS! MÁS! MÁS! MÁS! MÁS! MÁS! MÁS!KETTIR ERU VERALDARVANIR HUNDAR, EKKI SVO LÚTUR HEFUR VERIÐ Í MARGAR VIKUR Á TÓNLEIKA- FERÐALAGINU SÍNU ÞAÐ ER SAGT AÐ FJARVERA GERI HJARTAÐ MEYRARA! HÚN GERIR ÞAÐ! ÉG MEINTI FYRIR LÚT! HLIÐ 7 Víkverji fylgdist með því af mikilliathygli þegar kanadíska „stór- stirnið“ Justin Bieber kom til lands- ins á Reykjavíkurflugvelli, en að mati Víkverja var þar um að ræða nánast vandræðalega uppákomu. Með töfr- um snjallsímans gátu vinnufélagar Víkverja nefnilega kallað upp beina útsendingu frá vellinum, þar sem sí- fellt var „zoomað“ inn og út á inn- gang einkaþotunnar sem flutti popp- goðið til landsins. Minnti atgangurinn Víkverja nokkuð á hurðarhúninn fræga á Höfða. x x x Það dró heldur ekki úr kjánahrolliVíkverja þegar myndavélin færðist aftur með vélinni þangað sem verið var að taka út farangur söngv- arans. Alþjóð gat fylgst með því þeg- ar hokkíkylfa Biebersins var borin frá borði, ásamt skautunum að sjálf- sögðu, enda hokkí þjóðaríþrótt hans. Einnig voru með í farteskinu skíði og hjólabretti. Átti Víkverji alveg eins von á því að grafið yrði upp hvað Bie- ber hefði fengið að snæða um borð í vélinni, svona rétt á meðan fylgst var með starfsfólki ISAVIA ráfa í kring- um vélina. x x x Eftir langa bið birtist svo Justinsjálfur, með þykka húfu, sólgler- augu og einn sjóðheitan latte. Það dugði þá ekki minna en að láta myndavélina vera í svo mikilli nær- mynd að nánast var hægt að telja na- sahár söngvarans. Gleðin var þó skammvinn, því að hann steig nánast um leið um borð í myndarlegan jeppa með skyggðum rúðum. Í örfáar sek- úndur höfðum við pöpullinn fengið að vera í návist dýrðarinnar sjálfrar. x x x Víkverja skilst að enn sé hægt áfrekar auðveldan hátt að verða sér úti um miða á tónleika Biebers, en boðað var til sérstakra auka- tónleika vegna vinsælda mannsins. Hann veltir fyrir sér hvort að það sé ekki eðlilegri leið til að sýna aðdáun á verkum mannsins en það að norpa á Reykjavíkurflugvelli í von um að geta barið hann augum í fimm sek- úndur? Það er allavegana líklegra að það verði hlýtt í Kórnum. víkverji@mbl.is Víkverji Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur (I.Kor. 13:13).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.