Morgunblaðið - 08.09.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
„Hvað get ég sagt, þetta lofar
góðu,“ segir Tortelier hlæjandi þeg-
ar blaðamaður spyr hvernig starfið
gangi. „Þetta er annar dagurinn
minn, ég á þrjú ár eftir! Annars er
þetta alveg sérstakur tími árs til að
heimsækja þetta einstaka land með
einstöku fólki. Þegar þú spyrð
svona get ég sagt þér hversu lán-
samur ég hef verið í lífinu; ég hef
hitt svo marga mismunandi hópa
fólks sem hljómsveitarstjóri,“ segir
Tortelier sem hefur unnið víða um
heim. „Það eru mikil forréttindi að
vinna sem hljómsveitarstjóri og
vinna með öllu þessu ólíka fólki.
Ekki bara á sviði tónlistar, heldur
einnig hvað varðar mannlega þátt-
inn. Í grunninn erum við að skapa
tónlist en það er ekki hægt að gera
það ef ekki næst góð mannleg teng-
ing við fólkið. Og hingað til hef ég
unnið með fólki sem hefur verið í
takt við mig og það er mín reynsla
hér, en ég byrjaði jú bara í gær,“
segir Tortelier sem er nú á Íslandi í
fjórða sinn.
Hef verið báðum megin
„Ég kom hingað fyrst fyrir 18 ár-
um. Mér fannst sinfóníuhljóm-
sveitin framúrskarandi þá, en auð-
vitað hefur henni farið gífurlega
fram á öllum sviðum. Svo var mér
boðið núna að koma og mér finnst
það mjög spennandi þróun í mínu
lífi, en ég er ekkert unglamb leng-
ur. Ég hef átt tvö líf sem tónlist-
armaður; ég eyddi 40 árum með
fiðlu í höndunum. Og svo sem
hljómsveitarstjóri þannig að sinfóní-
an er minn heimur. Og ég hef verið
þar báðum megin. Það hjálpar að
hafa verið það en um leið og þú
stígur í pontu er allt breytt. Það er
ekki hægt að skilja það nema maður
geri það sjálfur; að axla ábyrgðina,
að þurfa að keyra áfram þetta
hljóðfæri, af því að það er mannlegt.
Maður þarf að fást við allt þetta
fólk og öll hafa þau sína hæfileika
en ég þarf að samstilla alla. En auð-
vitað með hjálp nótnanna á blaði,
við gerðum ekkert án þeirra. En
þegar allt smellur saman er það
stórkostlegt.“
Mjúki maðurinn
Ertu harður stjórnandi?
„Ég get sagt þér frá innstu
hjartarótum að ég hef aldrei álitið
mig harðan kall. Ég held ég sé mjög
mjúkur. Og ég held að til að búa til
góða tónlist þurfi maður að hafa
þessa mjúku hlið. En ef maður þarf
jafnframt að fá níutíu hljóðfæraleik-
ara til að spila saman og ná góðum
árangri verður maður að vera
ákveðinn. Ekki harður, en ákveðinn.
Þannig að ég er að reyna að finna
rétta jafnvægið,“ segir hann.
Tortelier segir Sinfóníuhljómsveit
Íslands vera í hæsta gæðaflokki.
„Ég vissi það fyrirfram. Og í þess-
ari viku spilum við verk sem er
krefjandi en ég veit hvers megnug
þau eru,“ segir hann. Verkin sem
spiluð eru í kvöld eru Píanókonsert
nr. 3 eftir Sergej Rakhmanínov, þar
sem Nikolai Lugansky leikur ein-
leik, og Dafnis og Klói eftir Maurice
Ravel. „Og ég er mjög stoltur að
hefja vegferð mína hérlendis og
koma með nýja útgáfu, nýja hug-
mynd að Dafnis og Klói. Mér tekst
að þétta verkið og setja það í kons-
ertbúning. Bjóða Reykjavík upp á
það í fyrsta sinn í sögunni. Venju-
lega er verkið annað hvort spilað í
heild sinni, sem að sjálfsögðu er
meistaraverk en aðeins of langt, eða
spilað í styttri dansútgáfu,“ segir
hann. „Þessi tvö verk eru með því
besta sem hefur verið skrifað á tutt-
ugustu öldinni en þau eru gjörólík, í
stíl og tjáningu.“
Fæddist inn í tónlist
„Það er eitthvað alþjóðlegt við
tónlist sem getur sameinað okkur,“
segir Tortelier sem segist ætla að
flytja verk eftir ýmis tónskáld á
næstu þremur árum með Sinfóní-
unni. „Ég vil koma víða við og ekki
bara spila verk eftir frönsk tón-
skáld. Kannski tek ég franskri tón-
list sem gefnum hlut, af því ég
fæddist inn í hana. Mamma var
sellóleikari og þegar hún var ólétt
að mér árið 1947 var ég meir en ná-
lægt franskri tónlist! Og það er gott
og blessað, en líkt og í pólitík er al-
þjóðleg hlið á tónlist og ég vil um-
faðma eins mikið af henni og ég get.
Ég reyni að gera mitt besta,“ segir
hann og hefur í hyggju að fara með
Sinfóníuna út fyrir landsteina auk
þess að taka upp og gefa út tónlist
með henni.
Hlutverkið að veita andagift
Tortelier býr í London og hyggst
fljúga á milli landanna næstu árin.
Að njóta fegurðar
Yan Pascal Tortelier nýr aðal-
hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands Hann mundar
sprotann í fyrsta sinn í Hörpu í kvöld
Ánægður Yan Pascal
Tortelier er nýr aðal-
hljómsveitarstjóri Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands.
Hann segist ánægður að fá
tækifæri til að fá að vinna
með Sinfóníunni sem hann
segir í heimsklassa.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Í tilefni af því að Jón Nordal er ní-
ræður á árinu þá var ekki annað
hægt en að gefa þetta út. Ég dró þá
líka fram þessa eldri upptöku og
sló tvær flugur í einu höggi,“ segir
Guðný Einarsdóttir organisti, en
hún gaf út tvo geisladiska á dög-
unum með orgeltónlist en þeir eru
báðir teknir upp í Hallgrímskirkju í
Reykjavík og flytur hún öll verkin.
Annar diskurinn inniheldur öll
orgelverk Jóns Nordal tónskálds
og á hinum má hlýða á verkið
„Myndir á sýningu“ eftir Modest
Mussorgsky en það er flutt í umrit-
un fyrir orgel eftir Keith John.
„Mér finnst það vera hlutverk mitt
sem organisti að miðla mismunandi
orgeltónlist og halda íslenskri
orgeltónlist á lofti,“ segir Guðný en
margir þekki ekki orgelið sem
hljóðfæri enda sé það mjög stað-
bundið. Verkið „Myndir á sýningu“
gefi til dæmis mikla breidd og sýni
orgelið frá öðrum hliðum en vana-
lega.
Verk Jóns eru frá árinu 1945 til
2001 og segir Guðný mikla heild
vera í verkunum sem gefi góða
mynd af tónskáldaferli hans.
Fann elsta verkið á bókasafni
Orgelverk Jóns eru fimm talsins
en fyrsta verkið er sálmforleik-
urinn „Kær Jesú Kristí“ frá árinu
1945 en það verk gaf Jón Páli Ís-
ólfssyni, fyrrverandi dómorganista,
og hefur lengi verið týnt. „Ég fann
eitt af hans verkum, elsta verkið, á
Landsbókasafninu í fyrra og svo er
ég líka með eitt af hans síðustu
verkum, sem hefur ekki áður verið
gefið út,“ segir Guðný en hún hélt
tónleika fyrr á árinu með öllum
verkum Jóns en það verkefni hafi
svo leitt hana að upptöku geisla-
disksins.
Á disknum er einnig verkið
„Sálmforleikur um sálm sem aldrei
var sunginn“ fyrir Ragnar Björns-
son, fyrrverandi dómorganista, en
síðasta verk Jóns, „Postludium“ frá
2001, er samið í minningu Ragnars.
Þekktasta orgelverk Jóns, „Tok-
kata“ frá árinu 1985, má finna á
geisladisk Guðnýjar en það var
samið í tilefni af vígslu nýja dóm-
kirkjuorgelsins og í minningu Páls
Ísólfssonar.
Jón hefur sjálfur verið Guðnýju
innan handar við gerð geisla-
disksins og hefur hún að eigin sögn
ekki gert neitt án þess að spyrja
hann fyrst. „Hann hefur verið mjög
sáttur með þetta, enda skemmtileg
viðbót við afmælisárið.“
„Myndir á sýningu“ er einnig
verk sem Guðný hefur áður spilað
og tók upp árið 2010 en gerði ekki
meira úr því á sínum tíma. „Ég
hafði spilað þetta víða og fannst
svolítið annar vinkill á þessu en
verkið er upphaflega skrifað fyrir
píanó og því skemmtilegt að gera
þetta á orgel,“ segir hún en verkið
hefur verið flutt í ýmsum útgáfum.
Það hefur áður verið umritað fyrir
sinfóníuhljómsveit en varð frægt í
Vill halda íslenskri
orgeltónlist á lofti
Guðný Einarsdóttir organisti gefur út tvo geisladiska
Þó leikskáldið William Shake-
speare hafi verið snjall ber hann
samt ekki ábyrgð á mörgum þeirra
orða og orðatiltækja sem forsvars-
menn enskrar orðabókar Oxford
(Oxford English Dictionary eða
OED) hafa gegnum tíðina eignað
honum. Þetta er niðurstaða rann-
sókna Davids McInnis fræðimanns
við Melbourne-háskóla í Ástralíu. Í
frétt The Guardian um málið kem-
ur fram að í fyrstu útgáfu OED,
sem prentuð var á árunum milli
1884 og 1928, megi finna 33.000 til-
vitnanir í verk Shakespeare og því
haldið fram að í 1.500 tilvika sé um
ný orð að ræða sem skáldið hafi
fundið upp og í um 7.500 tilvika sé
Shakespeare fyrstur til að nota orð
og orðatiltæki með tilteknum
hætti.
„En OED er hlutdræg, sér-
staklega á upphafsárum sínum.
Starfsmenn orðabókarinnar vildu
nota dæmi úr prentuðum textum
og helst eftir fræga höfunda. Iðu-
lega er vitnað til heildarútgáfunnar
á verkum Shakespeare sem fyrstu
rituðu heimildar, þrátt fyrir að orð
og orðatiltæki hafi verið notuð af
minna þekktum einstaklingum áð-
ur,“ skrifar McInnis og nefnir fjöl-
mörg dæmi máli sínu til stuðnings.
Þeirra á meðal eru „it’s Greek to
me“ sem þýða mætti sem „þetta er
hreinasta latína fyrir mér“. Shake-
speare notar orðatiltækið í leikriti
sínu um Júlíus Caesar frá árinu
1599, en McInnis bendir á að rit-
höfundurinn Robert Greene hafi
notað orðatiltækið í verki sem
prentað var á árabilinu 1590-1598.
„Áhorfendur Shakespeare urðu að
skilja hvað sagt var, þannig að orð-
færi hans var þekkt fyrir og orð
samsett úr kunnuglegum orðum.“
The Guardian hefur eftir tals-
manni OED að hún sé stöðugt til
endurskoðunar. „Í þeirri vinnu höf-
um við komist að því að mörg
þeirra orða og orðatiltækja sem
eignuð hafa verið Shakespeare má
finna í eldri heimildum.“ Að sögn
Edwins Battistella málfræðings
hefur skráningum OED á orðum
og orðatiltekjum sem áður voru
eignuð Shakespeare þegar verið
breytt í um helmingi tilvika þar
sem eldri dæmi hafi fundist.
silja@mbl.is
Shakespeare ekki eins
frumlegur og talið var
Starfsmenn orðabókar hlutdrægir
Skáld William Shakespeare.
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS
Verð
1.690.000 kr.
án vsk.
1.363.000 kr.
Til á lager
Sportman® 450 H.O.