Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Hann segir það lítið mál, hann sé
aðeins hinum megin við hafið. Hann
er vanur löngum ferðalögum og
vann m.a. lengi með Sinfóníunni í
Brasilíu svo eitthvað sé nefnt. Um
leið og hann verður aðalstjórnandi
hérlendis er hann einnig í alls kyns
smærri verkefnum víða um heim.
„Það er engin spurning um að fara
á eftirlaun, ég mun vinna þar til ég
bara get það ekki lengur. Við erum
heppin í þessari stétt, maður gæti
stjórnað með einum fingri nánast.
Það er spurning um hversu miklu
þú hefur að miðla, hvað þú hefur að
bjóða. Mitt hlutverk er að stjórna,
til að veita andagift,“ segir hann.
Hvaða kosti og eiginleika þarf góð-
ur hljómsveitarstjóri að hafa?
„Til að vera hljómsveitarstjóri
þarf að hafa marga ólíka eiginleika,
þetta er eins og að stjórna fyr-
irtæki. Fyrst og fremst tónlist-
argáfu. Það er hægt að þróa hana
en maður verður samt að fæðast
með hana. Svo þarf að hafa djúpan
skilning á tónlist, því meir því
betra. En það er ekki nóg, þú þarft
líka að kunna að flytja tónlistina.
Reynsla, vera fær í samskiptum,
allt þetta þarf að koma saman en
auðvitað eru allir hljómsveit-
arstjórar með mismunandi bland af
þessum eiginleikum.“
Menning lífsnauðsynleg
Talið leiðir okkur að menningu al-
mennt. „Ef ég hugsa um framtíðina
þá get ég sagt, að hvort sem það er
tónlist, myndlist, ritlist, arkítektúr
eða hvað sem er, við þurfum menn-
ingu. Í víðasta skilningi orðsins. Við
þurfum á henni að halda því þrátt
fyrir það kraftaverk sem tæknin er,
þá getur tæknin ekki gefið okkur
það sem listin gerir. Í dag, í þessum
tæknilega heimi hafa hlutirnir til-
hneigingu til að verða of einsleitir. Í
gamla daga voru meiri sérkenni í
tónlistargerð en er í dag. Nú er allt
samræmt. Heimurinn hefur minnk-
að og kannski höfum við tapað ein-
hverjum sérkennum í tónlist. Ef við
töpum menningunni, erum við búin
að vera. Og sú hætta er fyrir hendi.
Mér finnst Norðurlöndin mjög dug-
leg að sinna menningunni. Því án
hennar sker maður á ræturnar. Án
hennar verður maðurinn eins og
vél.“
Harpa er algjör draumur
Tortelier segist afar hrifinn af
Hörpu. „Ég er að verða ástfanginn
af henni. Ég er kannski ekki hlut-
laus núna,“ segir hann og brosir.
„Hljómburðurinn er frábær, arkí-
tektúrinn, staðsetningin líka. Stór-
kostlegt. Ég er næmur á umhverfi
og þetta er algjör draumur,“ segir
hann og bendir á útsýnið út á haf.
„Þjóðin nýtur góðs af einhverju sem
er í hæsta klassa og eitthvað til að
vera stoltur af og njóta. Og það sýn-
ir hversu mikils virði menning er
hjá íslensku þjóðinni,“ segir Torte-
lier.
Skerpir tilfinningar
„Tónlist þróar og skerpir tilfinn-
ingaskalann hjá manni. Að ein-
hverju leyti eykur hún á viðkvæmni
og ég veit að ég er viðkvæmur á
margan hátt. En á sama tíma opnar
hún dyr til að deila einhverju, að
eiga í samskiptum og að njóta feg-
urðar saman. Og það má ekki taka
sem gefnu. Það er kjarninn í lífi
mínu sem tónlistarmaður, sem lista-
maður og sem hljómsveitarstjóri.
Tilfinningar og samskipti. Ég er í
þeirri listgrein. Það er svo gefandi
að vita að ég get komið með mína
hæfileika og látið það gerast, að fá
allar þessar tilfinningar fram, í
bland við ánægju. Ég er svo hepp-
inn að vera í forsvari fyrir slíku.
Það er það fallega við starfið, ég er
ekki að segja þér frá vandamál-
unum við starfið, við tölum um það
við annað tækifæri,“ segir Tortelier
og hlær.
r saman
Morgunblaðið/Ásdís
„Það er mikilvægt fyrir okkur konur
að geta komist frá amstri hversdags-
leikans og unnið óhindrað í tónlist á
nýjum stað, úti í sveit og með öðrum
tónlistarkonum og því í svipaðri
orku,“ segir
Harpa Fönn Sig-
urjónsdóttir,
verkefnastjóri
tónsmiðjunnar og
varaformaður
KÍTON, félags
kvenna í tónlist,
en félagið stend-
ur fyrir tón-
smiðju á
Hvammstanga
fyrir konur í tón-
list. Smiðjunni lýkur á laugardag en
á föstudagskvöldið 9. september fara
fram tónleikar á Sjávarborg kl. 21
þar sem afrakstur tónsmiðjunnar
verður frumfluttur.
Þátttakendur í ár eru með fjöl-
breyttan bakgrunn en það eru þær
Ásbjörg Jónsdóttir, tónskáld, píanó-
leikari og söngkona, Ingibjörg Elsa
Turchi, tónlistarkona með bassaleik
að fyrsta hljóðfæri, Ingunn Huld
djasssöngkona, Unnur Sara Eldjárn
söngkona, Unnur Birna, fiðluleikari,
söngkona og leikkona, og Þóra Björk
sem er djasssöngkona og hefur einn-
ig lært tónsmíðar, sem vinna saman í
pörum að þessu sinni en þetta er í
annað sinn sem smiðjan er haldin.
Samstarfið opnar á dyr
„Það er margt búið að ganga á,“
segir Harpa létt í bragði en kon-
urnar hafa unnið í pörum undan-
farna daga að tónlist en hver dagur
ber með sér nýtt par. „Þetta er því
rosaleg áskorun fyrir þær en þetta
er skemmtilegt því þær eru allar svo
ólíkar og með ólíkan bakgrunn. Það
er vandasamt að samræma þetta
sköpunarferli en þú ert kannski með
öðruvísi smekk og stefnu en hin og
því þarf mikla málamiðlun,“ bætir
hún við en á móti opni samstarfið
dyr sem hver og ein hefði aldrei séð
fyrir. „Það hefur verið gaman að
fylgjast með þeim ná því besta hver
út úr annarri.“
Þá hefur kvikmyndateymið
Freyja filmworks, sem saman-
stendur af tveimur konum, fest tón-
smiðjuna á filmu en til stendur að
gera heimildarmynd um ferlið í
smiðjunni og sýna starf tónlistar-
kvenna.
Konur í tónlist verði sýnilegri
Markmið tónsmiðjunnar er að
gera konur í tónlist sýnilegri til að
stemma stigu við mýtum í kringum
konur í greininni. „Því miður heyr-
um við allt of oft ummæli á borð við,
„en flott! – samdirðu þetta alveg
ein?“ eða „hver hjálpaði þér að taka
upp og útsetja?“ og „spilar þú sjálf á
hljóðfærin?“,“ segir Harpa en tekur
fram að þó ummælin séu ekki illa
meint beri þau merki um ákveðið
þekkingarleysi. „Við verðum því að
vera sýnilegri og sýna hvernig við
vinnum – með því verður skilningur
og virðing fyrir starfi tónlistar-
mannsins meiri,“ segir hún en
áherslan eigi að vera á jákvæða um-
fjöllun og varpa ljósi á að konur geti
gert þetta sjálfar og það sé ekkert
mál.
Á tónleikunum á föstudag verða
verk þeirra flutt en áhugavert verð-
ur fyrir áhorfendur að skyggnast inn
í hráan heim sköpunar þeirra, að
sögn Hörpu. „Þetta veður eins og að
kíkja á vinnustofuna hjá myndlist-
armanni og fylgjast með ferlinu í
stað þess að fara á sýninguna.“
Konur í tónlist
semja saman í sveit
KÍTON heldur tónsmiðju fyrir konur
Harpa Fönn
Sigurjónsdóttir
Konur í tónlist Þær Ásbjörg, Unnur Sara, Ingibjörg, Þóra, Unnur Birna og
Ingunn Huld vinna saman í pörum að tónlist og textagerð á Hvammstanga.
útgáfu popphljómsveitarinnar
Emerson, Lake and Palmer.
Upphaflega kveikjan að verkinu
var myndlistarsýning sem haldin
var í minningu arkítektsins og
myndlistarmannsins Victor Hart-
mann, sem var góður vinur höfund-
arins, Mussorgsky. Hartmann dó
úr hjartaáfalli aðeins 39 ára gamall
og hálfu ári seinna var sýning með
myndum hans þar sem Mussorgsky
var á meðal gesta. Honum tekst í
verkinu að draga upp ljóslifandi
myndir fyrir hlustandann og telst
tónlistin grípandi. Svo segir í lýs-
ingu á verkinu í tilkynningu.
„Það var ekki orgelið sem dró
mig í þetta starf heldur meira
áhuginn á kirkjustarfinu – fjöl-
breytnin í tónlistarstarfinu og að
vinna með fólki,“ segir Guðný sem
menntaði sig upphaflega sem tón-
menntakennari en lærði á orgelið
samhliða því. Hún hélt svo til Dan-
merkur í frekara kirkjutónlist-
arnám en í dag starfar hún sem
organisti og kórstjóri í Hjallakirkju
í Kópavogi.
Kynnir orgelið fyrir börnum
Guðný hélt til Gautaborgar í gær
á Norræna kirkjutónlistarmótið
þar sem hún flytur tónlistar-
ævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi
ásamt Bergþóri Pálssyni, sögu-
manni. Guðný samdi söguna, Mich-
ael Jón Clarke samdi tónlistina,
Fanney Fizemore myndskreytti og
Margrét Guðjónsdóttir er
verkefnastjóri. „Vonandi fellur
þetta vel í kramið hjá fólki en það
hefur verið skemmtilegt að flytja
þetta heima – við höfum aðallega
verið með skólasýningar um landið
og þetta hefur gengið vel,“ segir
hún en sagan miðar að því að
kynna orgelið fyrir börnum. „Þetta
er í raun og veru skemmtileg
barnasaga þar sem falinn er fróð-
leikur um orgelið. Persónurnar eru
pípurnar í orgelinu og þetta er tól-
istarævintýri – þar sem tónlistin er
hluti af sögunni,“ segir hún.
Sagan varð til þegar Guðný hóf
að kenna börnum á orgel og þurfti
að útskýra hljóðfærið á einfaldan
hátt. „Þetta víkkar sjóndeild-
arhringinn hjá þeim en þegar ég
kynni hljóðfærið fyrir þeim þá er
það eins og þau séu að skoða geim-
skip – þau eru algjörlega heilluð,“
segir hún en hingað til hafi vantað
sögur þar sem orgelið sé í aðal-
hlutverki.
Morgunblaðið/Eggert
Orgel Guðný Einarsdóttir, organisti í Hjallakirkju, vill miðla mismunandi
orgeltónlist og gefur því út tvo geisladiska. Annar er með verkinu „Myndir
á sýningu“ eftir Mussorgsky og hinn með öllum verkum Jóns Nordal.
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 9/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Lau 8/10 kl. 20:00
Lau 10/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00
Sun 11/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Fim 13/10 kl. 20:00
Fös 16/9 kl. 20:00 Lau 1/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00
Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 2/10 kl. 20:00 Lau 15/10 kl. 20:00
Sun 18/9 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 Sun 16/10 kl. 20:00
Fös 23/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn
Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn
Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar
Sending (Nýja sviðið)
Lau 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn
Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Lau 24/9 kl. 20:00 6. sýn
Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00