Morgunblaðið - 08.09.2016, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
» Snorri Helgason kom fram á fyrstu tónleikumtónleikaraðarinnar Blikktrommunnar þetta
haustið í Kaldalóni Hörpu í gærkvöldi. Snorri lék
lög af fjórðu breiðskífu sinni, Vittu til, sem nýverið
kom út. Að tónleikum loknum gafst gestum kostur
á að setjast niður með drykk og njóta útsýnisins
yfir smábátahöfnina.
Blikktromman hljómaði á fyrstu tónleikum haustsins í Kaldalóni Hörpu
Á tónleikum Gísli og Katrín fylgdust með í gærkvöldi.
Gaman Kristín Torfadóttir og Gísli Sveinsson létu sig ekki vanta.
Spenntir Örn Eldjárn og Jón Páll Eyjólfsson voru í Hörpu.
Morgunblaðið/Ófeigur
Norska söng-
konan Sissel
Kyrkjebø hefur
bætt við þriðju
tónleikum sínum
í desember
vegna mikillar
eftirspurnar.
Aukatónleik-
arnir verða í Eld-
borg Hörpu
mánudaginn 12. desember kl. 20.30.
Gestasöngvari verður Ari Ólafsson
sem söng „Pie Jesu“ á fyrstu tón-
leikum hennar hérlendis árið 2012.
Að þessu sinni syngja þau dúettinn
„The Prayer“.
Bætir við þriðju tón-
leikunum í Eldborg
Sissel Kyrkjebø
Réttarhöld hófust í Vestra lands-
rétti í Danmörku í vikunni yfir ljóð-
skáldinu Yahya Hassan. Í mars á
þessu ári var hann handtekinn og
ákærður fyrir að
hafa skotið 17
ára pilt í lærið í
Árósum og hefur
setið í gæslu-
varðhaldi síðan.
„Það getur vel
verið að ég hafi
brugðist of
harkalega við og
að það sé ólög-
legt að hafa hlað-
ið skotvopn undir
höndum. Ég viðurkenni það og tek
ábyrgð á því. Eftir þrjú ár með
vikulegum árásum upplifði ég mig
mjög óöruggan og óttaðist um líf
mitt,“ sagði Hassan í vitnastúkunni,
en fjallað er um réttarhöldin í öllum
helstu dönsku fjölmiðlum.
Eftir því sem fram kemur í um-
fjöllun Politiken vildi saksóknarinn
fá svör við því hvers vegna Hassan
hefði valið að ganga um með hlaðið
skotvopn og farið í tiltekinn bæjar-
hluta Árósa þar sem hann mátti bú-
ast við því að hitta fólk sem vildi
honum illt. Stuttu fyrir atvikið hafði
verið ráðist á Hassan með hníf,
kveikt var í hurðinni að íbúð móður
hans og reynt var að keyra hann
niður með þeim afleiðingum að
hann bæði handleggs- og viðbeins-
brotnaði. Í vitnastúkunni lýsti hann
því hversu hræddur hann hefði ver-
ið umrædda nótt þegar hann skaut
piltinn. Lýsti hann því að pilturinn
hefði ásamt hópi annarra ráðist að
sér með hótunum og skömmum
vegna ljóðabókar hans. „Þar sem
ég skrifaði um glæpasamfélagið
sem ég var sjálfur hluti af. Ég sagði
ekkert meðan hann reifst og
skammaðist í mér,“ sagði Hassan
og rifjaði upp að pilturinn hefði áð-
ur ráðist á sig. Þegar byrjað hafi
verið að slá til hans hafi hann reynt
að forða sér. „En þar sem ég var
með nokkur beinbrot hafði ég
hvorki möguleika á að verja mig né
hlaupa í burtu. Þá dró ég fram
skotvopnið og sagði honum að
hætta að slá mig því annars yrði ég
að skjóta hann.“
Hassan átaldi dönsku leyniþjón-
ustuna fyrir að gæta ekki betur að
öryggi hans. Sjálfur afþakkaði hann
öryggisgæslu í maí í fyrra þar sem
honum fannst gæslan ekki hafa get-
að verndað hann nóg auk þess sem
friðhelgi einkalífs hans liði fyrir.
Eftir að ráðist var að honum með
hníf, kveikt í útihurð móður hans og
keyrt á hann sá hann eftir því að
hafa afþakkað öryggisgæsluna og
óskaði eftir henni aftur en var þá
neitað um hana. Búist er við dóms-
niðurstöðu fljótlega. silja@mbl.is
Yahya Hassan segist að-
eins hafa verið að verja sig
Ógæfusamur
Yaha Hassan.
Icepharm
a
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
FÆST Í APÓTEKUM
WAR DOGS 8, 10:25
NÍU LÍF 6
HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10
SAUSAGE PARTY 10:30
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 6
JASON BOURNE 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar