Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 36
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Kári í geislameðferð
2. „Ég titra, ég skelf“
3. Limurinn þveginn í hverri …
4. Væri til í að skulda ekki …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Nema fuglinn fljúgandi nefnist sýn-
ing sem Ragnhildur Þóra Ágústs-
dóttir opnar í Galleríi Gróttu í dag kl.
17. Viðfangsefni Ragnhildar á sýning-
unni eru náttúrumyndir þar sem ís-
lenskir fuglar eru í lykilhlutverki.
Fuglar skipa ríkan sess í þjóðsögum
og hjátrú Íslendinga en á sýningunni
verða þessar tengingar raktar í litlu
riti sem tekið hefur verið saman.
Nema fuglinn fljúg-
andi í Galleríi Gróttu
Þýska sveitin Ström & Wasser
kemur fram á Græna hattinum á
Akureyri annað kvöld kl. 21. For-
sprakkinn Heinz Ratz
leiðir úrval þýskra
hljóðfæraleikara
auk þess sem
Ragnheiður Gröndal
og Egill Ólafsson
syngja með sveitinni
og Haukur Gröndal
blæs í klarínett og
saxófón.
Ström & Wasser á
Græna hattinum
Tónlistarkonan
Gyða Valtýsdóttir
kemur fram á tón-
leikum í Mengi í
kvöld kl. 21. Hún
sendi nýverið frá
sér plötuna Epi-
cycle sem hefur
að geyma nýjar
útsetningar á tón-
list eftir George
Crumb, Robert Schumann, Franz
Schubert, Olivier Messiaen og fleiri
meistara tónlistarsögunnar.
Gyða Valtýsdóttir
leikur í Mengi í kvöld
Á föstudag Sunnan og síðan suðaustan 5-13 m/s og rigning, en
bjart með köflum norðanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast fyrir norð-
an.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í norðaustan 8-15 m/s, fyrst um
landið suðaustanvert með rigningu eða talsverðri rigningu, en 10-
18 norðvestanlands undir kvöld. Hiti 6 til 13 stig að deginum.
VEÐUR
Íslenska karlalandsliðið í
körfubolta tapaði fyrir Belg-
íu, 80:65, á „ferðalagi“ sínu
í átt að Evrópumeist-
aramótinu sem fram fer á
næsta ári. Afar slæm skot-
nýting íslenska liðsins gerði
útslagið. Ísland er því í 2.
sæti A-riðils þegar und-
ankeppnin er hálfnuð, en
liðið mætir næst Sviss ytra
á laugardag. Annað sæti
gæti dugað til að koma Ís-
landi á EM. 3
Slæm skotnýting
truflaði EM-för
„Haukaliðið er ógnvekjandi fyrir hin
lið deildarinnar. Það er svo sterkt,“
sagði einn viðmælandi Morgunblaðs-
ins. Í dag er fjallað um þau þrjú lið
sem blaðið spáir toppsætum Olís-
deildar karla í vetur en það eru Hauk-
ar, ÍBV og Aftureld-
ing. Haukar virð-
ast sigurstrang-
legir í upphafi
móts en ÍBV hefur
fengið mjög öfluga
leikmenn og Aftur-
elding hefur alla
burði til að vera í
toppbaráttunni
þrátt fyrir breyt-
ingar. »4
Eru Haukarnir með
ógnvekjandi sterkt lið?
Breiðablik er áfram á hælum
Stjörnunnar í baráttunni um Ís-
landsmeistaratitil kvenna í knatt-
spyrnu eftir 3:0 sigur á ÍBV á
Kópavogsvelli í gær. Framundan
er viðureign toppliðanna í Garða-
bænum á laugardaginn og sá leik-
ur getur farið langt með að skera
úr um hvort þeirra verður Íslands-
meistari í ár. »2
Breiðablik heldur í
við Stjörnuna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Lundapysjutíminn stendur nú sem hæst í Vest-
mannaeyjum. Komið er með flestar pysjurnar
sem nást á Sæheima, fiska- og náttúrugripasafn
Vestmannaeyja, þar sem þær eru vigtaðar,
skráðar og skoðaðar áður en þeim er sleppt. Í
gær var búið að koma með um 600 pysjur á Sæ-
heima sem er meira en oft áður en samt mjög
lítið m.v. þegar best lét.
Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæ-
heima, segir að þau hafi byrjað á pysjueftirlitinu
árið 2003 til að fylgjast með ástandi stofnsins.
Pysjurnar hafa síðan verið frá 10 og upp í 3.831
á ári en það var í fyrra sem þær komu flestar.
„Pysjurnar sem hafa komið í ár eru ágætlega vel
á sig komnar, feitar og pattaralegar, og ég vona
að þær spjari sig þegar út á sjó er komið,“ segir
Margrét.
Slepptu balli fyrir pysjuveiðar
Pysjurnar fljúga úr holum sínum í myrkri og í
staðinn fyrir að fljúga út á haf dragast sumar
þeirra að ljósunum í bænum og finna íbúar þær
á milli húsa og í skúmaskotum hér á þar. Það er
mikið stuð hjá krökkunum í Eyjum þegar pysjan
kemur því þá fara þau á pysjuveiðar á kvöldin
með vasaljós og kassa til að setja pysjurnar í.
Þau koma með pysjurnar í Sæheima daginn eftir
og sleppa þeim svo út á sjó. Ef pysjunum væri
ekki bjargað væru þær fljótar að drepast úr
hungri, verða fyrir bíl, mávum eða köttum. Mar-
grét segir pysjuveiðarnar mjög skemmtilegar og
það taki allir þátt í þeim, brott fluttir Eyjamenn
komi jafnvel heim á þessum tíma með
börnin sín til að þau upplifi það sama
og þeir gerðu í æsku, þó að pysju-
fjöldinn sé langt frá því sá sami.
„Krakkarnir hafa nefnt að pysju-
veiðarnar séu miklu skemmtilegri en
pókémonveiðar,“ segir Margrét og
hlær. „Þetta er mjög skemmtilegt og
fullorðnir taka líka þátt, maður sér
þá stökkva út úr bílum sínum víða
um eyjuna til að bjarga pysjum. Þá
kom hingað hópur af unglings-
stelpum um daginn sem sleppti því
að fara á ball til að fara á pysjuveiðar
um nóttina. Unglingarnir nota síðan
tækifærið á rúntinum til að bjarga pysj-
um.“ »9
Pókémon keppir við pysjur
Eyjamenn bjarga pysj-
um sem fljúga í bæinn
Ljósmynd/Sæheimar
Pysjur Auðunn Snær, Heiðmar Þór og Stefán Geir hafa verið mjög duglegir við að bjarga pysjum.
Í Sæheimum búa þrír lundar sem komu þangað
sem ungar. Ár hvert er komið með veikburða
pysjur, horaðar eða sem hafa lent í olíu eða
grút á safnið. Þurfa þær að dvelja þar um tíma
til að ná sér á strik og ef það gengur hægt er
ekki hægt að sleppa þeim aftur út í náttúruna.
Einn þessara lunda er hann Tóti sem er fimm
ára og elsti lundi safnsins. „Tóti er frægasti
Eyjabúinn, frægari en Heimir Hallgrímsson,“
segir Margrét Lilja Magnúsdóttir og hlær.
„Erlendir ferðamenn koma hingað og
spyrja eftir honum. Tóti er okkar aðal-
aðdráttarafl en það er heilmikið fjallað
um hann á erlendum ferðasíðum. Tóti er
líka einstakur fugl,“ segir Margrét og ef
Facebook-síða Sæheima er skoðuð má sjá
skemmtilegar myndir af Tóta. Margrét segir
hann og hina lundana spillta af ofdekri en
frystihúsin í bænum gefa loðnu ofan í þá og fá
þeir aðeins bestu bitana.
Tóti kom á safnið þegar hann var pínulítill
dúnhnoðri. Hann er nefndur eftir fótbolta-
manninum Þórarni Inga Valdimarssyni, köll-
uðum Tóta, sem þá spilaði með ÍBV. „Daginn
sem unginn kom á safnið var fótboltaleikur á
Hásteinsvelli og skoraði Tóti eina mark leiksins
og tryggði Eyjamönnum sigur. Starfsmaður á
safninu var mjög spenntur yfir leiknum og
nefndi hnoðrann hið snarasta Tóta. Í framhald-
inu var saumuð á hann ÍBV-treyja og í öllum
spenningnum yfir EM í sumar var auðvitað
einnig saumuð á hann landsliðstreyja. Hann
reyndar klæðist aðeins treyjunum við einstök
tækifæri,“ segir Margrét.
Frægari en Heimir Hallgríms
ERLENDIR FERÐAMENN SPYRJA EFTIR TÓTA LUNDA
Lundinn
Tóti.