Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 9
9 eftir og hefur verið þar verk- stjóri alla tíð síðan þá. Starfsaldur í nær hálfa öld er nú bara þó nokkuð og Ingi unir bærilega glaður við sitt. Að minnsta kosti er ekki að heyra að hann ætli sér að skipta um starfsvettvang úr því sem kom- ið er en það datt honum hins vegar í hug 1973 eftir fimm ár í Vinnslustöðinni. Þá stóð til að læra rafvirkjun. „Sighvatur framkvæmda- stjóri fékk mig ofan af því að fara í iðnnám. Hann sagði að þeir sem væru í fiski í Vest- mannaeyjum yrðu aldrei at- vinnulausir! Líklega var nokkuð til í því hjá honum. Ég valdi fisk- inn og hef aldrei séð eftir því.“ Ingi Júl man tímana tvenna í starfsemi Vinnslustöðvarinnar og hefur meðal annars komið að vinnslu humars og bolfisks, flökun og frystingu síldar, loðnufrystingu og vinnslu loðnuhrogna. Honum er ofar- lega í huga brasið við að þróa framleiðsluferlið í loðnunni og krækja fyrir allar keldurnar sem urðu á vegi frumkvöðlanna við að flokka loðnu, hirða hrogn og þurrka þau þannig að til yrði verðmæt útflutningsvara. „Stærsta tæknibyltingin var í síldarvinnslunni en breyting- arnar eru líka miklar í loðnu- frystingunni. Starfsmönnum fækkar en afköst margfaldast með nýjum vélum og tækni.“ Með Jóhanni Svarfdælingi suður Ingi Júl er fæddur Ólafsfirðingur en fluttist með foreldrum sín- um til Vestmannaeyja þriggja vikna gamall haustið 1946. Sag- an segir að með í rútunni suður hafi verið Jóhann Svarfdæling- ur og að tekin hafi verið mynd af stærsta og minnsta Íslend- ingnum. Ingi Júl hefði ekkert á móti því að sjá mynd af sér og stórmenninu úr Svarfaðardal, hafi hún verið tekin á annað borð. Foreldrarnir, Ólafsfirðingur- inn Jakobína Jónsdóttir og Eyja- maðurinn Júlíus Sigurðsson, hófu búskap í Drífanda, fluttu þaðan að Landamótum og loks í Hólmgarð. Margir vinir Inga kenndu hann lengi við Land- mót: Ingi í Landó. Ingi vann í Fiskiðjunni í tvær vikur eða svo, tíu ára gamall, handleggsbrotnaði þá og starfsferillinn varð ekki lengri í bili. Hann átti eftir að vinna nokkrum sinnum síðar í Fiskiðj- unni, meðal annars á sumrin með skóla og í tvö heil ár eftir gagnfræðaskóla. Hann þreifaði líka fyrir sér í öðrum landshlut- um, var í fiski í rúmlega eitt ár á Eskifirði og svo í eitt ár í Reykja- vík að innrétta Lindargöturíkið sáluga, vínbúðina sem ÁTVR hafði við Lindargötu. Leið kappans á vinnumark- aði hefði reyndar allt eins legið út á sjó, enda karl faðir hans síldarskipstjóri, fyrst á Má VE g síðan Sindra VE. „Ég var fyrst á síld með pabba ellefu ára gamall og síð- ar eitt sumar á humarveiðum. Held að sjóveikin hafi orðið til þess að ég lagði sjómennskuna ekki fyrir mig. Það var helst í kolvitlausu veðri að mér leið vel til sjós! Pabbi var sjóveikur alla tíð en harkaði af sér. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir hann. Þetta var svipað hjá mér en ég kaus að fara í land og vera þar.“ Afmælisriti fagnað á afmælisdegi VSV. Fyrir miðju er Atli Rúnar Halldórsson, höfundur bókarinnar og með honum Hermann Kr. Jónsson og Þór Vilhjálmsson en þeir aðstoðuðu við öflun upplýsinga og heimildarmanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.