Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 10
10 Margir hafa komið við sögu hjá Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum á sjötíu árum. Einn þeirra er Bubbi Morthens. Hér er gripið niður í frásögn hans í afmælisriti VSV þar sem hann rifjar upp sögur frá þeim árum þegar hann vann í Eyjum. – Sker samfélagið í Vest­ mannaeyjum sig að einhverju leyti úr þegar þú berð saman byggðarlögin á Íslandi? „Já, já, fyrst og fremst er þetta eyjasamfélag og eyjasam- félög eru sérstök. Ég kom fyrst til starfa í Vestmannaeyjum árið 1974, strax eftir Heimaeyjargos- ið, og komst fljótlega að því að ég varð að hafa þrennt á hreinu: 1. Dugnaður var dyggð, að vera nógu duglegur til að öðlast virðingu. Berserkir til vinnu öfluðu sér virð- ingar nánast sjálfkrafa. 2. Bardagaákefð þegar svo bar undir. Slagsmál voru þjóðarsport í Eyjum og fastur liður að mynda hringi utan við samkomu- húsin eftir böll til að slást. Sumir komu meira að segja beinlínis til Vest- mannaeyja til þess að tak- ast á við þekkta slags- málahunda í röðum heimamanna. Þegar loðnuflotinn var í höfn vegna brælu flykktust að- komusjómenn á böllin og tóku þátt í slagsmálum á eftir. Þetta var eins og í villta vestrinu. 3. Söngur og gítarspil. Í Eyj- um er gríðarsterk söng- hefð og ég hafði stundum á tilfinningunni að til væri gítar í hverju húsi og þar væri sungið og trallað. Ég spilaði á gítar, var vel partíhæfur og hafði meira að segja samið lög og texta í anda samfélagsins okkar í verbúðinni: Ís- bjarnarblús, Stál og hnífur, Þorskacharleston og fleiri lög sem tekin voru upp og gefin út á plötum mörg- um árum síðar. Ég tók eftir því að þegar venjulegir partíslagarar voru sungnir og spilaðir sló lítið á klið- inn í samkvæmum en þegar ég tók lögin mín sló alltaf þögn á mannskap- inn. Fólk hlustaði og sagði: Ég skil þetta, þú ert að syngja um mig og mína veröld. Þetta eru lögin mín. Ég hugsaði: Vá, þetta virkar! Hjólaði í Stebba Run en játaði sig sigraðan „Vestmannaeyingar eru af- burðaduglegt fólk. Það er mikill dugnaður í samfélagi þeirra og samheldni, sem birtist reyndar bæði sem jákvæðir og nei- kvæðir þættir. Við aðkomu- mennirnir töluðum til dæmis stundum um þöggunina í Eyj- um um hluti sem við höfðum ekki vanist að væru þaggaðir niður og gátu tengst heimilisof- beldi, kynferðisofbeldi og fleiru af því taginu. Þetta áttum við erfitt með að skilja.“ – Það liggur nú ekki í augum uppi að þú hafir verið liðtækur í lið númer tvö á listanum þínum yfir eiginleika sem æskilegt var að vera búinn í Vestmannaeyjum. – Varstu virkilega slagsmála­ hundur? „Ég slóst mikið, já, bæði í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.