Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 12
12 Tækniþróunarsjóður Rannís hefur veitt Sæplasti ehf. á Dal- vík vilyrði fyrir 35 milljóna króna styrk til að halda áfram þróun nýrrar gerðar fiskikera sem munu lækka flutnings- kostnað verulega og fara betur með hráefnið en eldri ker. Um er að ræða svokölluð tvíburaker sem hafa verið í þróun hjá Sæ- plasti og samstarfsaðilum fyrir- tækisins undanfarin tvö ár. Þró- un keranna er vel á veg komin og miðar að því að tvö og tvö ker geti staflast hvert ofan í annað sem minnkar verulega það pláss sem þau taka þegar þau eru flutt tóm. Kerin verða grynnri en hefðbundin 460 lítra ker frá Sæplasti sem þýðir að minna farg verður á því hráefni sem liggur neðst í kerinu. „Við bindum miklar vonir við að þetta verkefni auðveldi okkur að ljúka þróun kers sem verður einstakt á heimsvísu og mun styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar á næstu árum,“ segir Hólmar Svansson fram- kvæmdastjóri Sæplasts á Dal- vík. Aukin hagkvæmni í flutningum Styrkurinn frá Tækniþróunar- sjóði nemur 18 milljónum króna fyrir árið 2017 og vilyrði er fyrir 17 milljónum króna til viðbótar árið 2018, háð fram- gangi. Björn Margeirsson rann- sóknastjóri hjá Sæplasti segir styrkinn mikilvæga viðurkenn- ingu á því þróunarstarfi sem unnið hefur verið. Nú verði haldið áfram að þróa og endur- bæta þá frumgerð sem þegar liggur fyrir og laga hana að þörfum markhópa sem kunna að meta einstaka eiginleika þessarar sérstöku lausnar. Hann segir að auk þess sem nýju ker- in auki hagkvæmni hráefnis- flutninga til mikilla muna sé til skoðunar að bjóða upp á end- urnýtanlegar umbúðir sem geti keppt við einnota um- búðir eins og frauðkassa sem notaðir eru í stórfelldum mæli við flutning á ferskum mat- vælum. Hingað til hafi menn talið hefðbundin ker of djúp fyrir slíka flutn- inga en það gæti breyst með tilkomu þessara nýju kera, sér- staklega þegar um er að ræða ofurkældar fiskafurðir. Umhverfis- og efnahagsleg skref Háskóli Íslands er samstarfsaðili Sæplasts í þessu verkefni en Björn Margeirsson er jafnframt lektor í iðnaðarverkfræði-, véla- verkfræði- og tölvunarfræði- deild skólans. Aðrir samstarfs- aðilar eru Matís sem mun rann- saka áhrif breyttra kera á fisk- gæði, Nýsköpunarmiðstöð ann- ast burðarþolsprófanir og Há- skólinn á Akureyri mun meta hagrænan ávinning af notkun keranna. Þá munu tveir af lykil- viðskiptavinum Sæplasts, kera- leigufyrirtækið iTUB og fisk- vinnslufyrirtækið Icefresh í Þýskalandi taka þátt í verkefn- inu. Þess er vænst að rannsókn- um og þróun tvíburakeranna verði lokið á næstu tveimur ár- um og að þá verði hægt að hefja framleiðslu og sölu þeirra. „Í dag er kostnaður vegna flutn- ings á tómum kerum verulegur og öll skref sem hægt er að stíga til að draga úr honum skipta máli, ekki bara efnahags- legu- heldur líka í umhverfis- legu tilliti,“ segir Björn Margeirs- son, rannsóknastjóri hjá Sæ- plasti á Dalvík. Sæplast þróar nýja gerð fiskikera Björn Margeirsson, rannsóknastjóri hjá Sæplasti. Nýju tvíbura- kerin sem nú eru í þróun eru tilbrigði við 460 fiski- kerin sem hafa verið meðal vin- sælustu ker- anna frá Sæ- plasti. V öru þ róu n

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.