Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 14
14 Hafið okkar er okkar dýrmæt- asta auðlind og virðing fyrir því verður að vera okkar helsta baráttumálefni. Þið ágætu sjó- menn berið mikla ábyrgð á því að auðlindin og lífríki þess end- ist okkur vel og lengi. Milljónir tonna af plasti í hafið Núna eru blikur á lofti í málefn- um hafsins. Það eru stöðugar ráðstefnur um alls konar hættur sem steðja að lífríki hafsins og skal engan undra. Umgengni við hafið hefur ekki verið uppá marga fiska undanfarin ár og áratugi. Talið er að á hverju ári fari um 10% af því plasti sem framleitt er beint eða óbeint í hafið. Þetta eru risatölur og tal- að er um milljónir tonna. Víða eru strandlengjur svo þaktar af rusli og drasli að það sést ekki í sandinn. Svo eru heilu plast- flekkirnir fljótandi í straum- hvörfum og þar eru flekkirnir sem eru taldir stærstir á stærð við Frakkland, svo dæmi sé tek- ið. Svartsýnustu skýrslur segja að það muni ekki líða nema fáir áratugir þangað til að meira plast verði í hafinu en fiskar. Hvað er til ráða gætu sumir spurt sig. Það þarf auðvitað að finna lausnir svo ekki fari mjög illa. Meira en nóg á hafsbotinum Fyrir rúmum 20 árum hóf undir- ritaður að benda á umgengni í og við hafnir og strendur lands- ins. Í byrjun var þessi barátta mjög svo erfið og fórnarkostn- aðurinn var mikill. Alls kyns fólk, örugglega hið besta fólk, kall- aði mig klikkaðan og sjúkan mann sem greinilega vantaði athygli. Ég var menntaður sportköfunarkennari og hafði stundað köfun í hartnær 20 ár. Köfunarferill minn byrjaði þeg- ar ég var 16 ára árið 1973 og – hagur Íslands Tómas J. Knútsson, skrifar. U m h v erfism á l

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.