Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 15
15 mitt fyrsta alþjóðlega skírteini var gefið út árið 1976 sem sportkafari. Árið 1991 lærði ég til sportköfunarkennara og byrjaði á fullu að breiða út þann boðskap fyrir mínum nemend- um að virða hafið.. Þar sem ég lærði erlendis var brýnt fyrir okkur að ástunda í kennslu okk- ar að kynna fyrir nemendum umhverfisverkefni sem hægt væri að vinna að sem sportkaf- ari. Það eru mörg stig sem hægt er að læra sem sportkafari og þegar reynslan er farin að segja til sín í sportinu er hægt að fara að t.d. lyfta að hafsbotni léttum hlutum með lyftibelgjum, tína rusl í poka og fleira sem nóg er af á botninum. Allar hafnir eru stútfullar af drasli sem í flestum tilfellum kemur frá sjómönnum, því miður. Veiðarfæri eða hlutar veiðarfæra er gjarnan að finna í fjörunum. Á þeim strandlengjum sem Blái herinn hefur hreinsað reglulega á Reykjanesi hefur magnið reynst vera 1 tonn á hvern kílómetra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.