Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 19
19 Dr. Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Markó Partners, segir að langt sjómannaverk- fall og sú truflun sem því fylgir á afhendingu sjávarafurða á er- lenda markaði geti orðið afdrifaríkust í Bandaríkjunum. Þar hafi Ís- lendingar að undanförnu byggt upp markað fyrir ferskan fisk, sam- band við marga viðskiptavini eigi sér því ekki langa sögu og því sé hættara við að kaupendur snúi sér annað þegar þeir fái ekki afurðir frá Íslandi. Ægir ræddi við dr. Jón Þránd um þróun og stöðu útflutn- ings hvítfiskafurðanna og áhrifin af löngu sjómannaverkfalli. Fyrirtækið Markó Partners er ráðgjafarfyrirtæki í sjávarútvegi, starfrækt hér á landi. Það safnar saman og miðlar upplýsingum um sjávarútveg um allan heim, vinnur markaðsupplýsingar og rekur upplýsingaveitu um sjáv- arútveg fyrir viðskiptavini, bæði hérlendis og erlendis. Jafnframt vinnur fyrirtækið ýmsar sjávar- útvegstengdar greiningar og býður viðskiptavinum í sjávar- útvegi fjölbreytta sjávarútveg- stengda ráðgjafaþjónustu. Afhendingaröryggi lykilþáttur Sú þróun á undanförnum árum að sjávarútvegurinn framleiðir í vaxandi mæli ferskar afurðir til útflutnings gerir um leið ríkari kröfur um öryggi í framleiðslu og afhendingu. Frá því þessi þróun hófst hefur aldrei orðið jafn mikil truflun í afhendingu afurða og nú í löngu sjómanna- verkfalli. Þar af leiðandi hafa margir áhyggjur af því að hún geti sett mark sitt á markaði um langan tíma. Í einhverjum tilfell- um rofni viðskiptasambönd að fullu þar sem kaupendur velji aðrar vörur og birgja. Skýringar á því að hlutfall út- fluttra sjávarafurða hefur aukist umtalsvert á síðustu árum segir dr. Jón Þrándur liggja að hluta í því kerfi og veiðimynstri sem ís- lenskur sjávarútvegur byggi á. Lykilatriðið sé að tryggja kaup- endum afhendingu á vörum. „Þá erum við að tala um bæði reglubundna afhendingu, öryggi hvað varðar stærðir og fleira. Um getur verið að ræða beiðnir frá kaupendum með stuttum fyrirvara og í þeirri vinnslutækni sem við höfum séð þróast þá sjáum við þetta einmitt gerast. Beiðni berst frá kaupanda að morgni um til- teknar bitastærðir, unnið er samkvæmt því eftir hádegi og varan send af stað síðdegis,” segir Jón Þrándur og bætir við að það kerfi sem við búum við í sjávarútvegi leiði af sér veiði- mynstrur og stýringu á sókn sem sé með öðrum hætti en t.d. í Noregi. „Þar sjáum við miklu meira þessa vertíðarhugsun, strax og fiskveiðiárið byrjar kemur mikið hráefni inn á markaðinn sem oft er lakara að gæðum þar sem menn eru að einblína á magnið. Og þá fellur verðið á markaði í framhaldinu meðan hávertíðin stendur. Sannarlega eru því kerfislegar ástæður að baki þeirri þróun sem orðið hefur hjá okkur en líka breyttur hugs- unarháttur og önnur viðhorf til hráefnis og meðhöndlunar þess en áður. Allt hefur þetta verið að þróast í nokkuð langan tíma.“ Fleiri valkostir í flugi – fleiri markaðir – Nú berjum við okkur gjarnan á brjóst og tölum um að árangur Íslendinga í sölu sjávarafurða skýrist fyrst og fremst af gæðum fisksins sem við höfum að bjóða. Er afhendingaröryggið að þínu mati stærri breyta í þessu en al­ mennt er talað um? „Já, afhendingaröryggið er í raun lykiþátturinn. Ferskar sjáv- arafurðir eru vara með takmark- aðan líftíma og hún þarf að hreyfast mjög hratt úr kæli- borðum smásöluverslananna erlendis. Annað mjög mikil- vægt atriði í þessu er framboð í fluginu og möguleikar sem það opnar útflytjendum. Staðreynd- in er sú að aukin fjölbreytni í flugi frá landinu hefur gert að verkum að útflytjendur hafa getað sent ferskar sjávarafurðir á markaði sem áður voru ekki inni í myndinni þar sem flutn- ingskerfið bauð ekki upp á það. Þetta á við um markaði bæði í Bandaríkjunum og Evrópu en skýrasta dæmið um þetta eru markaðir fyrir ferskan íslenskan fisk í Kanada og Bandaríkjun- um. Með öðrum orðum; ef við hefðum ekki þessar miklu flug- samgöngur vestur um haf þá væri enginn markaður þar fyrir ferskan íslenskan fisk,“ segir dr. Jón Þrándur og vekur athygli á að hér sé ekki aðeins um hvíta fiskinn að ræða heldur einnig eldisfiskinn. „Nú er flogið til fleiri borga en áður sem færir útflytjendum tækifæri lengra inn á markað- inn. Þetta á líka við um Evrópu- markaðinn og til dæmis höfum við íslenskt fyrirtæki sem flytur ferskar sjávarafurðir til við- Rætt við dr. Jón Þránd Stefánsson, yfirmann greininga hjá Markó Partners

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.