Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 21
21 kaupendum. Fiskur frá sam- keppnisaðilum, kjúklingur eða eitthvað annað. Öll truflun á stöðugu vöruflæði héðan hefur áhrif en hversu mikil og hversu langvarandi þau verða er of snemmt að segja til um. Á þess- um svokallaða „high end“ mark- aði sem íslenskir framleiðendur eru að sækjast mest eftir skipta gæðin og afhendingaröryggið mestu máli. Það verður því mik- ið verk að vinna fyrir sölufólkið að byggja traustið upp aftur að verkfalli loknu.“ – Eru einhverjir markaðir okk­ ar sem eru öðrum viðkvæmari fyrir þessari truflun af verkfall­ inu? „Um það finnst mér erfitt að fullyrða en ég tel þó líklegra að ferskafurðamarkaðirnir í Banda- ríkjunum séu viðkvæmari fyrir þessu en aðrir. Þann markað höfum við Íslendingar byggt upp hvað fersku hvítfiskafurð- irnar varðar og þarna keppa hvorki Norðmenn né Kanada- menn við okkur. Vegna þess hversu ungur þessi markaður okkar er gæti orðið erfitt að byggja upp traust og vinna hann aftur. Tíminn verður því að leiða þetta í ljós en almennt er svona truflun á vöruframboði í langan tíma mjög óheppileg út frá markaðslegu sjónarmiði.“ Íslendingar hafa að undanförnu byggt upp markaði fyrir ferskar sjávarafurðir í Bandaríkjunum og kunna þeir að vera hvað viðkæmastir til lengri tíma fyrir áhrifum sjómannaverkfallsins. www.matis.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5- 20 76 Hugsaðu inn í boxið ... Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta. Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir ölbreyttu rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.