Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 24
24 upp undir 30 tonn í lest. Bátur- inn verður gerður út á land- beitta línu og handfæraveiðar. Alfarið með leigukvóta Freyr Steinar hóf útgerð árið 2006, keypti þá bát og kvóta á Siglufirði og skýrði í höfuð á afa sínum, Oddi á Nesi, sem einnig var sjómaður á sínum tíma. Hann lét síðan smíða nýjan bát 15 tonna bát hjá Bátasmiðju Siglufjarðar árið 2010, með sama nafni, og þann bát seldi hann í lok síðasta árs ásamt öll- um kvóta sem Freyr hafði kom- ið sér upp. „Hugmyndin er að byggja al- farið á leigukvóta enda hef ég sagt að það sé í raun lítill mun- ur á því að borga einhverjum úti í bæ fyrir kvótann eða bank- anum í formi fjármagnskostn- aðar. Oft er jafnvel hagstæðara að byggja á leigukvóta og tím- inn verður svo að leiða í ljós hvernig þetta gengur. Með stærri bát get ég róið í verri veðrum, þegar líklegt er að betri verð fáist á mörkuðunum. Þetta gengur út á að reyna að sjá út hvernær líklegast er að verðið sveiflist upp. Þegar veð- ur er gott um allt land þá lækka verðin vegna mikils framboðs en ef hér er sjóveður en verri veður víðast annars staðar þá er líklegra að hægt sé að fá betra verð. Sveiflurnar geta verið mjög miklar á fiskverðinu, allt Freyr Steinar Gunnlaugsson, útgerðarmaður og skipstjóri, í brúnni á Oddi á Nesi. Gert klárt fyrir túr. Í lestina á Oddi komast 30 ker.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.