Morgunblaðið - 12.11.2016, Qupperneq 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016
Á Norðurlöndunum
hefur lögreglan alla
tíð staðið jafnfætis al-
menningi og notið
trausts og tiltrúar sem
aðrir hafa öfundað
okkur af. Þetta traust
hefur ýtt undir öryggi
og verið ein grundvall-
arstoðin í hinum norrænu sam-
félögum sem einkennast af vel-
ferð, réttarríki og lýðræði.
Hvar sem fæti hefur verið niður
drepið í samfélaginu hefur það
viðhorf verið ríkjandi að líta ekki
til lögregluþjóna sem óvina, held-
ur sem einstaklinga sem njóta
trausts og virðingar og sem allir
geta leitað til og mætt skilningi
hjá, hvort sem það eru börn eða
unglingar, eldri borgarar, fíkni-
efnaneytendur eða annað fólk sem
stendur höllum fæti félagslega,
eða almennir borgarar.
Þeir tímar heyra þó brátt sög-
unni til. Í dag er lögreglan einkum
sýnileg þegar hún brunar hjá, oft í
forgangsakstri með neyðarljósin
kveikt. Það er ekki beinlínis til
þess fallið að stuðla að öryggi eða
styrkja tengsl við almenning.
Öðru nær. Erfitt er orðið að kom-
ast í samband við lögreglumenn,
þeir verja æ meiri tíma í bíl, sífellt
fleiri lögreglustöðvum er lokað,
fótgangandi lögregluþjónum fækk-
ar stöðugt og forvarnarstarf fer
að verða úr sögunni.
Það eru ekki margir meðalstórir
bæir og borgir eftir þar sem lög-
reglan nær að vera vel með á nót-
unum hvað varðar unglingamenn-
ingu og fíkniefnasölu og grípa
nægilega snemma inn í hjá ung-
mennum sem hætta er á að leiðist
út í afbrot. Í því felst einnig að
stór hluti af þeirri tölfræði sem
lögreglan gefur út um hina ýmsu
þætti afbrotastarfsemi og um til-
kynningar til lögreglu gefur ekki
alltaf rétta mynd.
Lögreglan fjarlægist
almenning
Í allri Kaupmannahöfn er nú
aðeins einn staður þar sem al-
mennir borgarar geta komist í
samband við lögregluna. Allar
persónulegar tilkynningar fara nú
fram á aðalbrautarstöðinni. Öðr-
um lögreglustöðvum hefur verið
lokað fyrir almenningi. Hæpið
hlýtur að teljast að sú ráðstöfun
stuðli að auknu öryggi borgaranna
eða hjálpi lögreglunni að fylgjast
með.
Hvernig má það vera að þvert á
aðvaranir höfum við hér á
Norðurlöndunum látið grundvall-
aratriði eins og traust og nálægð
hverfa úr einum mikilvægasta
þætti samfélagsins? Og hvers
vegna er haldið áfram á sömu
braut?
Í öllum hinum norrænu ríkjum
heldur lögreglan áfram að fjar-
lægjast almenning. Full ástæða er
til að hafa miklar áhyggjur af
þeirri þróun sem á sér stað með
misjöfnum hraða í Svíþjóð, Dan-
mörku, Noregi, Finnlandi og á Ís-
landi og fyrir hönd allra lögreglu-
manna á Norðurlöndunum viljum
við vara við henni. Þýðingarmikil
gildi samfélagsins eru við það að
hverfa vegna stefnu sem komin er
í þrot. Tími er til kominn að láta
staðar numið og stinga út nýja
stefnu.
Fyrir tæplega tveimur árum
kynntu sænsk stjórnvöld breyt-
ingar á lögreglunni sem að sögn
þeirra áttu að færa lögregluna
nær almenningi. Raunin varð önn-
ur. Breytingarnar voru illa fjár-
magnaðar og illa skipulagðar og
gerðu ekki annað en að auka fjar-
lægðina á milli lögreglunnar og al-
mennings. Á Íslandi hefur ná-
kvæmlega hið sama átt sér stað.
Fáir lögreglubílar
á stórum svæðum
Í dag eru stór svæði í bæði Sví-
þjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi
þar sem aðeins einn lögreglubíll
sinnir öllu svæðinu, þrátt fyrir að
vegalengdir geti hlaupið á hundr-
uðum kílómetra. Í Svíþjóð yfirgefa
þrír lögreglumenn lögregluna á
hverjum degi. Í Danmörku og á
Íslandi íhuga einnig margir ungir
lögreglumenn að leita á önnur mið
því lögreglustarfið reynir of mikið
á fjölskylduna og faglegt stolt.
Í Noregi stendur til að innleiða
um næstu áramót breytingar sem
svipar til þeirra sænsku. Engin
ástæða er til að ætla annað en að
afleiðingarnar verði sami glund-
roðinn og skerðing á nálægð. Í
Danmörku hefur nálægðin og hin
staðbundna löggæsla svo gott sem
verið afnumin. Í Finnlandi þarf
ósjaldan að senda slökkvibíla í út-
köll sökum þess hve fáliðuð lög-
reglan er á svæðinu. Íslendingar
hafa heldur ekki farið varhluta af
þessari afturför.
Í öllum þessum löndum er talað
um kreppu innan lögreglunnar en
þó er í engu vikið frá þeirri stefnu
sem grefur undan lögreglunni og
velferðarríkinu. Alls staðar lofa
stjórnvöld auknu fjármagni og
fjölgun lögregluþjóna en hvort
tveggja dagar uppi og hverfur í
skriffinnsku og nefndum sem eiga
að vega og meta og útbúa áætlanir
um hvernig fjármagninu skulu
varið.
Hvers vegna hafa stjórnmála-
menn ekki fyrir löngu stöðvað
þetta? Í öllum þessum fimm ríkj-
um kallar almenningur eftir auk-
inni nálægð lögreglunnar en engu
að síður heldur þróunin óhindrað
áfram. Ríkislögreglustjórar allra
Norðurlandaríkjanna hittast mörg-
um sinnum á hverju ári og bera
saman bækur sínar. Í stað þess að
læra af mistökum hver annars
virðumst við ætla að endurtaka
þau á mismunandi stigum.
Þessi þróun er afar óheppileg.
Hún ýtir undir óöryggi og þeir
einu sem hafa af henni nokkurn
hag eru einkarekin öryggisfyr-
irtæki sem yfirtaka æ fleiri verk-
efni og færa sig enn frekar inn á
svið sem áður hefðu ekki verið tal-
in eiga heima í opnum lýðræðis-
og réttarríkjum.
Hvernig stendur á því að
ástandið er orðið svona?
Hvar eru stjórnmálamennirnir?
Hafa allir sofið á verðinum?
Hvernig getur staðið á því að í
hverju velferðarríkinu á fætur
öðru hefur fagmennska, nálægð og
liðsafli lögreglunnar mætt nið-
urskurði á sama tíma og óöryggi
og ógn gegn lýðræðinu hefur auk-
ist? Hvernig getur staðið á því
lögregluembætti um alla Evrópu
séu svo fjársvelt að þau eigi í erf-
iðleikum með að inna af hendi þau
verkefni sem almenningur og
stjórnvöld ætlast til af þeim og eru
illa í stakk búin til að takast á við
flóttamannavandann, hnattvæð-
inguna og hryðjuverkaógnir?
Forréttindi Norðurlandabúa
Ástandið er slæmt alls staðar í
Evrópu, og ef til vill er það skýr-
ingin á því að lönd og ríki eru í
vaxandi mæli tekin að einangra sig
með tilheyrandi lýðskrumi þar
sem alið er á ótta.
Við Norðurlandabúar njótum þó
forréttinda. Önnur Evrópuríki búa
fæst við sama pólitíska gagnsæi og
við hvað vinnumarkað og verka-
lýðshreyfingu snertir en á Norð-
urlöndunum höfum við einföld og
árangursrík kerfi sem gera okkur
betur kleift að fylgjast með og
vara við þeirri stefnu sem þróunin
hefur tekið. Þess vegna hefur okk-
ur líka auðnast að vara yfirvöld og
stjórnmálamenn við henni jafn-
óðum undanfarin tíu ár, en því
miður hefur það ekki skilað sér út
í ákvarðanatökuna.
Ein af skýringunum nefnist
New Public Management og er
stjórnsýsluaðferð sem rutt hefur
sér til rúms á Vesturlöndum und-
anfarin ár. Hún er til í ýmsum út-
færslum en almennt felst hún í því
að kerfið er sett í fyrsta sæti og
almenningur og starfsfólk þurfa að
laga sig að því. Stjórnendur þurfa
að ná árangri samkvæmt kerfinu,
ekki samkvæmt raunverulegum
kröfum.
Með öðrum orðum nýtur al-
menningur ekki forgangs, heldur
allir þeir mælanlegu sjóðir, áætl-
anir og ráðgjafaskýrslur sem ætl-
að er að vera til grundvallar fram-
leiðslu hins opinbera. Samkvæmt
þessu á að laga rekstur lögregl-
unnar að rekstri verksmiðju sem
framleiðir vörur undir einhvers
konar kommúnískum formerkjum
þar sem gerðar eru fram-
leiðsluáætlanir til eins árs í senn.
Það er að segja, eitthvað sem unnt
er að mæla.
Reynslan af öllum þeim ríkjum
sem rekin hafa verið eftir þessari
stefnu hefur sýnt okkur að þetta
leiðir af sér skort. Í austantjalds-
ríkjunum gömlu var það vand-
kvæðum bundið að verða sér úti
um salernispappír. Það var afleið-
ingin af því að laga ekki sig ekki
að samfélaginu heldur fylgja ein-
göngu fyrirframgerðum áætlunum.
Hjá okkur er það ekki salernis-
pappír eða önnur nauðsynjavara
sem skortir, heldur er það stað-
bundin löggæsla, nálægð, forvarn-
arstarf og traust sem orðið hefur
áætlunum að bráð, þrátt fyrir að
öll rök hnígi til þess og rannsóknir
sýni að forvarnir og öflugt lög-
reglustarf séu árangursríkasta
leiðin til að takast á við óöryggi.
Það er bara ekki hægt að mæla
það.
Þess vegna þverr traustið. Þess
vegna erum við að hola að innan
þær starfsstéttir sem bera þessi
samfélög uppi. Þessi samfélög sem
alla jafna eiga að vera byggð á
trausti og öryggi og sem alltaf eru
ofarlega á listum yfir þær þjóðir
heims þar sem minnst spilling rík-
ir. Hvers vegna?
Verða að horfast
í augu við vandann
Allir hafa verið varaðir við en
þegar stjórnvöld neyðast til að
horfast í augu við raunveruleikann
er engu líkara en að þau komi af
fjöllum, réttarríkið er útþynnt og
verkefni lögreglunnar látin renna
til annarra stétta eða einkaaðila
með patentlausnum sem hægt
væri að komast hjá.
Hvar er áætlun frá stjórnvöld-
um sem miðar að því að tala niður
ótta og endurreisa traust og reisn?
Áætlun sem ætlað er að koma í
veg fyrir öfgahyggju, hjálpa ung-
mennum sem leiðast af braut,
stöðva nýliðun glæpagengja og
taka á vandamálunum af fag-
mennsku? Við höfum ekki orðið
vör við hana. Hana er ekki að finna
á meðal þeirra áætlana sem rík-
islögreglustjórarnir á Norður-
löndunum hafa hver um sig í far-
teskinu þegar þeir halda til fundar
hver við annan.
Ríkislögreglustjórar Norð-
urlandaríkjanna koma saman til
fundar í Helsinki nú í nóvember og
munu við sama tækifæri funda með
fulltrúum frá Norræna lögreglu-
sambandinu, þar sem við munum
taka þessi mál upp. Við munum
lýsa þeirri skoðun okkar að for-
gangsraða verði í þágu trausts, ná-
lægðar og fagmennsku, að öðrum
kosti muni kreppan innan lögregl-
unnar færast enn í vöxt. Við mun-
um hvetja til þess að hlustað verði
á samtök, starfsmenn og almenning
og við munum lýsa því yfir að við
séum tilbúin að axla sameiginlega
ábyrgð og taka upp samstarf til
þess að lögreglan megi komast aft-
ur á rétta braut og stuðla áfram að
öryggi. Við munum gjalda varhug
við þeirri stefnu að lögreglan sé
starfrækt á viðbragðsgrundvelli,
sem á rætur að rekja til mæl-
anleika og New Public Manage-
ment, sem einungis herðir krepp-
una. Við munum vara við því að
norræna leiðin sé í hættu.
Ákall til stjórnvalda
En við munum einnig ákalla
stjórnvöld. Hvernig getur staðið á
því að það sem fyrir aðeins áratug
þótti óhugsandi á Norðurlöndum er
nú ekki aðeins hugsandi, heldur
nánast raunin? Hvernig stendur á
því að fólk getur ekki lengur geng-
ið út frá því sem vísu að lögreglan
komi í þau tvö skipti á ævinni sem
fólk þarf á henni að halda, þegar
það verður fyrir innbroti eða öðru
afbroti? Hvaða áhrif hefur það á
traustið? Hvers vegna höldum við
áfram á braut sem fræðimenn allra
annarra þjóða vara við? Braut sem
upphafsmenn New Public Manage-
ment biðjast í dag afsökunar á og
segja að hafi brugðist?
Við höfum eitt besta kerfi heims
til að takast á við þær miklu áskor-
anir sem heimsbyggðin nú stendur
frammi fyrir. Við höfum vel mennt-
aða og öfluga lögreglumenn sem
sinna starfi sínu af einurð og eru
tilbúnir að leggja mikið á sig til að
leysa verkefni sín. Undanfarið hef-
ur þó verið grafið undan þessu
kerfi. Þess vegna tölum við um
lögreglukreppu um alla Evrópu,
einnig á Norðurlöndunum. Þess
vegna eykst óöryggi. Norræn lög-
regla er lögregla fólksins, ekki lög-
regla ráðgjafarstofanna. Engu að
síður eru ráðgjafarstofurnar látnar
stýra lögreglunni burt frá almenn-
ingi, samfélaginu og því trausti sem
felur í sér lausn vandamálsins.
Það er bilun. Þessu verður að
linna. Hlustum á starfsfólkið. Nýt-
um nálægðina og endurreisum virð-
ingu og traust á fagmennsku lög-
reglunnar. Hættum að selja hana í
bútum til hæstbjóðenda.
Eftir Lenu Nitz,
Claus Oxfeldt,
Sigve Bolstad,
Yrjö Suhonen og
Snorra Magnússon
»Norræn lögregla er
lögregla fólksins,
ekki lögregla ráðgjafar-
stofanna. Engu að síður
eru ráðgjafarstofurnar
látnar stýra lögreglunni
burt frá almenningi,
samfélaginu og því
trausti sem felur í sér
lausn vandamálsins.Lena Nitz
Lena Nitz er formaður Polis-
förbundet í Svíþjóð, Claus Oxfeldt
er formaður Politiforbundet í Dan-
mörku, Sigve Bolstad er formaður
Politiets Fellesforbund í Noregi,
Yrjö Suhonen er formaður Suomen
Poliisijärjestöjen í Finnlandi og
Snorri Magnússon, formaður Lands-
sambands lögreglumanna á Íslandi.
Ákall frá norrænum lögreglumönnum:
Öryggi, traust og nálægð heyrir brátt sögunni til
Claus Oxfeldt Yrjö Suhonen Snorri MagnússonSigve Bolstad
Morgunblaðið/Júlíus
Löggæslan Alls staðar lofa stjórnvöld auknu fjármagni og fjölgun lögregluþjóna en hvort tveggja dagar uppi og
hverfur í skriffinnsku og nefndum. Í öllum fimm ríkjunum kallar almenningur eftir aukinni nálægð lögreglunnar en
engu að síður heldur þróunin áfram, að sögn höfunda greinarinnar.