Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir S tærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins leita fjárfestingar- kosta í öðrum greinum. Sum þeirra hafa á undanförn- um misserum eignast fjölda fyrir tækja sem annast innflutning og framleiðslu á matvælum og annarri dagvöru. Víðtæk umsvif á dagvöru- markaði Kristinn ehf., félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu henn- ar í Vestmannaeyjum (Ísfélagið), keypti innflutnings- og framleiðslu- fyrirtækið Íslensk-Ameríska, ÍSAM, síðastliðið vor. Samkvæmt heimild- um DV staðgreiddi Kristinn ehf. á fimmta milljarð króna fyrir ÍSAM. ÍSAM flytur inn mörg af þekkt- ustu vörumerkjum landsins í mat- vöru og annarri dagvöru. Það hefur auk þess haslað sér völl í matvæla- og dagvöruframleiðslu innanlands. Hjá fyrirtækinu starfa hátt í 400 manns. ÍSAM á og rekur brauðgerðina Mylluna, niðursuðuverksmiðjuna Ora, kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna. Meðal erlendra vöru- merkja sem ÍSAM er umboðsaðili fyrir eru Pampers, Gillette, Head & Shoulders, Ariel, Pringles, Always, BKI, St. Dalfour, Hersheys, Sacla, Dececco, Finn Crisp og Dr. Oetker. Síðastliðið haust festi ÍSAM kaup á fyrirtækinu Fastusi ehf., en það flytur inn tæki og búnað fyrir heil- brigðisþjónustuna og tæki og rekstr- arvörur fyrir hótel og veitingastaði. Útgáfa og prentiðnaður Þar með eru uppkaup Kristins ehf. á fyrirtækjum ekki upptalin. Síðla árs 2013 keypti Kristinn ehf. meirihlutann í Kvos ehf. sem er móðurfélag Prentsmiðjunnar Odda, Gutenbergs, Kassagerðarinnar og Plastprents. Félögin eru nú öll rekin undir merkjum Odda. Starfsmenn eru um 300 og var áætluð velta þess árið 2013 um 6 milljarðar króna. Þess má einnig geta að Kristinn ehf. á tæpan þriðjungshlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, í gegnum annað félag. Af þessu má vera ljóst að umtals- verður hluti hagnaðar félaga undir hatti Ísfélagsins í Vestmannaeyjum hefur runnið til fjárfestinga í öðrum greinum, svo sem matvælainnflutn- ingi og matvælaframleiðslu, prent- iðnaði og útgáfu og innflutningi á rekstrarvörum fyrir heilbrigðisþjón- ustu, hótel og veitingastaði. FISK og búvörurisinn í Skagafirði Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga er einnig talinn í milljörðum á undanförnum árum, en hann má að umtalsverðu leyti rekja til sjávar- útvegsfyrirtækisins FISK á Sauðár- króki sem kaupfélagið á og rekur. FISK hagnaðist til að mynda um nærri 1,4 milljarða króna fiskveiði- árið 2012 til 2013. Það á 75 prósenta hlut í OLÍS ásamt Samherja. KS er þungavigtarfyrirtæki í fram- leiðslu á búvörum. Ælta má að félag- ið sé með um 35 prósenta hlutdeild í slátrun og vinnslu í landinu. KS á 60 prósenta hlut í Sláturhúsinu á Hellu og Kjötbankann í Hafnarfirði á KS nú að öllu leyti. KS á einnig helm- ingshlut í sláturhúsinu á Hvamms- tanga og afurðastöð á Sauðárkróki. KS á auk þess nærri tíunda hluta Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, í gegnum Íslenskar sjávar- afurðir ehf. Ítök og yfirráð Kaupfélags Skagfirðinga í búvöruframleiðslu og –vinnslu hafa ratað inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Það gerð- ist til dæmis þegar KS keypti Mjólku árið 2009. Samkeppniseftirlitið setti fyrir sig augljós eignatengsl, þar sem KS átti þá 7,5 prósenta hlut í Mjólkur samsölunni (MS) auk þess sem Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri var og er varaformaður stjórnar MS. Taldi Samkeppniseftirlitið enga goðgá að ætla að allt að fimmtung- ur þeirrar upphæðar, sem heimilin í landinu greiddu fyrir matvæli, rynni til kaupa á mjólkurafurðum. Skert samkeppni á þessum markaði gæti haft skaðleg áhrif fyrir neytendur. Aðrir stórir Samherji hefur enn sem komið er ekki verið jafn áberandi í uppkaup- um á fyrirtækjum í öðrum greinum og Ísfélagið og tengd félög. Samherji og Kaldbakur ehf., fjárfestingarfé- lag þess, á þó hlut í þekktum fyrir- tækjum á borð við Olís, Sjóvá, Jarð- boranir og Árvakur, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Umsvif Samherja og tekjur eru mun meiri en til dæm- is HB Granda sem fær úthlutað hátt í 11 prósent allra aflaheimildanna innan íslensku lögsögunnar á móti 6,45 prósenta hlutdeild Samherja. Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslun- ar námu tekjur Samherja tæpum 90 milljörðum króna á árinu 2013 en tekjur HB Granda voru um 32 millj- arðar króna á sama tímabili. Munur- inn stafar af miklum umsvifum Samherja erlendis. Hagnaðurinn, yfirráðin og völdin Af fyrirliggjandi gögnum má ætla að tekjuafgangur sjávarútvegsins undanfarin ár hafi verið um 80 milljarðar króna á ári. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri og fyrrverandi þingmaður, segir í grein á vefsíðu sinni 27. mars síðastliðinn að út- gerðin hafi á sama tíma verðlagt veiðiréttinn í gegnum leiguverð. Fyrir þorsk greiði leigjendur kvóta, 236 krónur fyrir kílóið. Veiðigjald til ríkisins sé 13,3 krónur fyrir kílóið eða aðeins um 6 prósent af markaðs- verðinu. Kristni telst til að nú þegar hafi nærri 11.000 tonn af þorski verið leigð og greitt fyrir það ríflega 2 milljarðar króna. Ef fram haldi sem horfir hafi stórútgerðin leigt frá sér um 45.000 tonn og fengið fyrir það 8 til 9 milljarða króna í árslok. „Veiði- gjaldið í sameiginlegan sjóð lands- manna verður hins vegar bara 600 milljónir króna. Fyrir þá sem borga leigugjaldið kemur það í sama stað niður þótt stærri hluti leiguverðsins renni til eiganda auðlindarinnar og minna til stóru útgerðarfyrirtækj- anna sem eru fyrirferðarmest í leigu- viðskiptum. En það eru einmitt út- gerðirnar sem í dag fá leigutekjurnar sem hagnast af örlætisgerningi ríkis- stjórnarflokkanna. Þær halda eftir 94 prósentum af leigutekjunum og þessir peningar renna svo til fárra eigenda fyrirtækjanna.“ Kristinn telur að auðsöfnun stór- útgerðarinnar sé nú um stundir að skapa tiltölulega fámennum hópi afar sterka valdastöðu á Íslandi. Auk- in ítök sumra þessara fyrirtækja, eins og Ísfélagsins og KS, í innflutningi og framleiðslu á búvöru og annarri mat- vöru undirstrikar þessi auknu umsvif. Nálgast þau lífeyrissjóðina? Þótt beinn tekjuafgangur sjávarút- vegsins sé 80 milljarðar króna á ári er eftir að telja þann tekjuafgang sem dótturfyrirtæki og hlutdeildarfyrir- tæki sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum skila. Má þar benda á áður- nefnd fyrirtæki eins og Íslensk-Am- eríska (ÍSAM), OLÍS, Fastus, Odda, Mylluna, Ora og Frón. Í góðu árferði geta slík fyrirtæki skilað góðum af- gangi frá rekstri. Til samanburðar má geta þess að samanlögð iðgjöld lífeyrissjóða landsmanna ár hvert eru um 140 milljarðar króna. Úr lífeyriskerfinu leita með öðrum orðum 10 til 12 milljarðar króna á mánuði ávöxtun- ar á markaði. n Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Innrás á matvælamarkaðinn Sjávarútvegsfyrirtæki auka umsvif í matvöruframleiðslu og innflutningi Jóhann Hauksson johannh@dv.is „Síðla árs 2013 keypti Kristinn ehf. meirihlutann í Kvos ehf. sem er móðurfélag Prent- smiðjunnar Odda, Guten- bergs, Kassagerðarinnar og Plastprents. Milljarðafjárfesting Íslensk-Ameríska, Fastus, Oddi, Myllan, Ora og fleiri framleið- endur og innflytjendur matvöru eru nú í eigu félaga sem tengjast veldi Ísfélagsins og Guðbjargar Matthíasdóttur. Skagafjarðarveldið FISK í eigu KS á Sauðárkróki á OLÍS ásamt Samherja. KS, undir stjórn Þórólfs Gíslasonar, er einn umsvifamesti eigandi og stjórnandi búvöru- framleiðslunnar í landinu. Leigja kvóta fyrir 9 milljarða Kristinn H. Gunnarsson segir að stórútgerðin hafi við árslok leigt frá sér kvóta fyrir allt að 9 milljarða króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.