Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 H E I L S U R Ú M 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ROYAL-HEILSUKODDUM GILDIR MEÐAN BYRGÐIR ENDAST 10 DAGA AFSLÁTTUR Í50% Í DAG ER ÞAÐ ROYAL LAYLA PLUSH FULLT VERÐ 275,268 Kr. NÚ 137,654 Kr. MEÐ 50% AFSLÆTTI TILBOÐIÐ GILDIR MEÐAN BYRGÐIR ENDAST VIÐ GERÐUM ÞETTA Á SÍÐASTA ÁRI OG GERUM AFTUR NÚNA KOMDU STRAX AF ÞVÍ AÐ ÞETTA TILBOÐ GILDIR BARA Í DAG ROYAL LAYLA PLUSH Queen size (153X203 cm) Á HVERJUM DEGI - Í TÍU DAGA - VELJUM VIÐ EINA TEGUND AF RÚMI OG SELJUM MEÐ 50% AFSLÆTTI Foreldrar eiga ekki að labba um og mynda Prestar mæla ekki með því að foreldrar myndi börnin sín meðan á fermingarathöfn stendur M isjafnt er hvort foreldrar fái að taka eigin ljósmynd- ir við fermingar barnanna sinna eða ekki. Stundum er fenginn ljósmyndari til að mynda, annaðhvort athöfnina sjálfa eða hópinn að henni lokinni. Engar reglur til staðar Séra Árni Svanur Daníelsson hjá Biskupsstofu segir að engar form- legar reglur hafi verið settar varð- andi það hvort foreldrar megi taka ljósmyndir í fermingum. „Ég held að þetta sé yfirleitt í höndum hverr- ar kirkju. Kirkjan hefur ekki sett alls- herjarreglur um þetta. Þetta fer oft eftir aðstæðum, hvort maður vill að fólk sé að taka myndir í athöfninni,“ segir Árni Svanur. „Myndir ljúka upp minningum“ Sjálfur hefur hann ekki gert athugasemdir við myndatökur for- eldra þegar hann er að þjóna. „Fólk smellir bara myndum. Ég þekki ekki til vandamála í kringum þetta. Myndir ljúka upp minningum og fólk vill eiga góðar minningar frá athöfn- inni. Við gerum það bæði með því að smella af sjálf og með því að taka formlegri myndir,“ segir Árni. Ljósmyndari myndar athöfnina Í Digraneskirkju myndar einn ljós- myndari athöfnina sjálfa og foreldrar fá aðeins tækifæri til að mynda börn- in sín að henni lokinni. Ef foreldrar vilja geta þeir keypt myndirnar sem ljósmyndarinn tekur við athöfnina og kostar það 8.000 krónur. Í kringum 20 til 25 foreldrar hafa nýtt sér þessa þjónustu á ári hverju undanfarin ár. Stilla sér upp fyrir myndastund Í Laugarneskirkju fá foreldrar einnig eingöngu að mynda eftir athöfnina. „Við biðjum fólk um að vera ekki að taka myndir meðan á athöfninni stendur en eftir athöfnina er sérstök myndastund. Þegar krakkarnir eru búnir að ganga út koma þeir aftur og stilla sér upp. Fyrst í hóp og svo eins og fólk vill. Sumir vilja mynda sitt barn, eins og gengur og gerist,“ segir séra Kristín Þórunn Tómasdóttir. Hún segir ekki hafa komið til tals að fá sérstakan ljósmyndara til að mynda börnin. „Það er góð reynsla af þessu og það hafa engar athugasemdir verið gerðar.“ Myndatakan má ekki trufla Í Grafarvogskirkju eru myndatökur leyfðar í athöfninni en ekki þannig að þær séu truflandi. Að henni lok- inni tekur ljósmyndari hópmynd af krökkunum og í framhaldinu geta foreldrar myndað hópinn eða börn- in sín ein og sér, ef þeim sýnist svo. Myndin sem ljósmyndarinn tekur kostar 3.500 krónur. Labbi ekki um kirkjuna Í Bústaðakirkju var ákveðið eftir for- eldrafundi að biðja fólk um að labba ekki um kirkjuna og mynda með- an á athöfninni stendur. Í lagi er að mynda í sætunum en best er að stilla myndatökum í hóf. „Svo kemur ljós- myndari í lokin og tekur hópmynd. Þegar hann er búinn að því geta allir tekið mynd af hópnum eins og þeir vilja,“ segir séra Pálmi Matthíasson sóknarprestur. Fólk getur keypt myndina af ljós- myndaranum og kostar hún 2.500 krónur. Hann myndar aftur á móti ekki meðan á athöfninni stendur. Óþægilegt að horfa inn í linsu Pálmi segir engan vera settan út af sakramentinu þótt hann gangi um kirkjuna og myndi við sjálfa athöfn- ina. „Fólk verður að ráða því sjálft en það áttar sig fljótt á því að það er truflandi og krökkunum finnst held- ur ekkert mjög þægilegt að horfa inn í einhverja linsu. Þau missa svo- lítið fókus á athöfninni sjálfri,“ seg- ir hann. „Svo kemur líka á móti að margir vilja eiga þetta „móment“ og þá mynda menn úr sætinu sínu ef þeir vilja. Þeir hafa öll tæki og tól til þess. Við óskum bara eftir því að fólk sé ekki labbandi, allavega upp að og í kringum altarið, að mynda.“ n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Dreifði nektarmyndum Dæmdur fyrir að dreifa myndum af 17 ára unnustu sinni K arlmaður var í síðustu viku dæmdur í 60 daga skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að setja fimm nektarmyndir af fyrrverandi unnustu sinni á Facebook. Stúlk- an var sautján ára þegar brotið var framið. Fram kemur í dómnum að svo virðist sem maðurinn, sem var 18 ára þegar brotið var framið, hafi ver- ið fúll yfir því að stúlkan hafi haldið framhjá honum. Birti hann í kjölfarið fimm nektarmyndir af henni á Face- book-síðu sinni undir yfirskriftinni. „Takk fyrir að halda framhjá mér sæta.“ Myndirnar tók hann síðan út nokkrum mínútum síðar en skað- inn var skeður. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og var hann sakfelld- ur fyrir brot gegn barnaverndarlög- um, blygðunarsemi og fyrir stór- felldar ærumeiðingar. Manninum var gert að greiða stúlkunni 250 þús- und krónur í skaðabætur og allan málskostnað, 616 þúsund krónur. n mikael@dv.is Séra Pálmi Matthíasson Segir að mynda- tökur fólks í miðri athöfn geti verið truflandi. Laugarneskirkja Myndastund er haldin eftir fermingarathöfnina. Mynd Sigtryggur Ari „Krökkunum finnst heldur ekkert mjög þægilegt að horfa inn í einhverja linsu. Þau missa svolítið fókus á athöfninni sjálfri. Jón Gnarr á „stóra svið stjórnarráðs“? Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir að Jón Gnarr, fyrrverandi borgar- stjóri Reykjavíkur, sé tilvalið ráð- herraefni fyrir þingflokk Pírata. Þetta sagði Össur í færslu á Face- book-síðu sinni á mánudag. Eins og greint var frá fyr- ir skemmstu mældist þingflokk- ur Pírata stærsti flokkur landsins í skoðanakönnun MMR. Össur hefur pistilinn á þeim orðum að honum þyki miður að Jón Gnarr hafi tilkynnt að hann vildi ekki lengur verða forseti Ís- lands. Össur segir að Jón hefði getað frelsað embættið úr þeirri stöðu sem það sé nú í. „Jóns Gnarr geta þó enn beðið mikil örlög. Sem kunnugt er hafa Píratar siglt beggja skauta byr í mörgum síðustu skoðanakönnun- um og virðist ekkert lát á. Þeir eru í dag með langmest fylgi allra flokka,“ segir Össur og bætir við að hann hafi enga trú á að núverandi ríkisstjórn haldi velli. Ef kosið yrði núna yrðu, samkvæmt skoðana- könnunum, Píratar stærsti stjórn- málaflokkurinn. Það myndi þýða að forsætisráðherra kæmi úr röð- um Pírata. Össur telur í því sam- hengi að þar gæti Jón Gnarr kom- ið inn með sína reynslu: „Píratar hafa margsinnis sagt að þeir vilji fara ótroðnar slóðir, og að það kæmi vel til greina að sækja ráðherraefni út fyrir raðir þingflokksins. Enginn í seilingar- fjarlægð við Pírata hefur meiri reynslu til að stýra landinu en sá sem hefur stýrt höfuðborg með farsælum hætti. Það tókst Jóni Gnarr sannarlega. Passi hann að fara ekki í framboð til þings yrði hann nánast sjálfkjörinn sem reynslubolti utan þings til að fara með aðalhlutverkið á stóra sviðinu í Stjórnarráðinu.“ Skilorð fyrir hefndarklám Maðurinn birti fimm nektarmyndir af fyrrverandi unnustu sinni, sem þá var 17 ára, á Facebook í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.