Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 21
Fréttir 21Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Mecca Spa • Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 564-1011 Láttu þér líða vel Opið alla páskana Skírdag 10-16 Föstudaginn langa 10-16 Laugardaginn 9-18 Páskadag 10-16 Annar í páskum 10-16 meccaspa.is Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta ELDBAKAÐAR PIZZUR ÚR FIRE OFNINUM FRÁ TURBOCHEF Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Einfaldur í notkun, tekur lítið pláss og rafmagnsnotkun er í lágmarki. Þarf ekki sérstaka loftræstingu. TorTímandi einangrun n Guðmundar- og Geirfinnsmálin fylgja þjóðinni enn n Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur í viðtali við DV Löng einangrunarvist Tryggvi Rúnar Leifsson (1951–2009) sat 655 daga í einangrun meðan rannsókn Guðmundarmálsins stóð yfir. Mynd Kristín AnnA tryggvAd. síðumúlafangelsi Grunaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru mánuðum saman í einangrun í Síðumúlafangelsinu. Mynd ÞjóðMinjAsAfn í yfirheyrslum. En þarna var enginn útgangspunktur, ekkert lík, engin efnisleg sönnunargögn, og allt varð loðið og það eitt gat verið satt sem menn sögðu í yfirheyrslum. Sumt af efninu hafði auk þess verið feng- ið fram með þvingunum. Þarna voru menn ekki með staðreyndir til að vinna með. Hvað þýddi til dæm- is orðalagið „barst okkur til eyrna“? Hvernig barst eitthvað mönnum til eyrna? Yfirleitt nota menn þetta orðalag vegna þess að þeir vilja ekki að menn komist að því hvaðan upp- lýsingarnar koma eða hver gaf upp- lýsingarnar. Frá upphafi var málið sem sagt loðið og ekkert haldfast og efnislegt til að ganga út frá. Óvissan var mikil um atburðarás og í raun allt milli himins og jarðar. Þetta varð ein hringavitleysa.“ vill skoða heildarmyndina Gísli segir að Guðmundar- og Geir- finnsmálin séu merkileg og óvenju- leg mál og verðugt viðfangsefni í fræðilegu samhengi. „Nauðsynlegt er að skoða heildarmyndina, skoða gögnin í heild sinni. Eins þarf að skoða kringumstæður þegar mál- ið fer af stað. Hvað var að gerast í þjóðfélaginu á þessum tíma? Pólitík hafði blandast inn í þetta. Þarna var þorskastríð og ráðherrar undir álagi af ýmsum ástæðum. Og þegar fjór- menningunum í svonefndu Klúbb- máli var sleppt 1976 var eins og Geirfinnsmálið væri komið í öng- stræti. Í þessum tímapunkti var kall- aður til erlendur sérfræðingur Karl Schütz. Það þarf með öðrum orðum að líta á heildarmyndina. Upp var komin mikill þrýstingur á að leysa málið og þessi pressa færðist yfir á lögregluna. Fjölmiðlarnir kröfðust skýringa og fylgdu þessu fast eftir. Þetta voru hálfgerðar æsifréttir og inn í þær blönduðust smyglmál og fleira. Þrýstingurinn kom úr mörg- um áttum og lögreglumennirnir voru undir miklu álagi. Menn kröfð- ust þess að málið yrði upplýst. En það skorti öll grundvallargögn,“ seg- ir Gísli að endingu. n Ómannúðlegar aðstæður Úr skýrslu starfshóps innan- ríkisráðuneytisins 2013 Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu hefur gagnrýnt langa einangrunarvist í gæsluvarðhaldi, m.a. í Noregi árið 1993, þar sem tíðkaðist að beita einangrunarvist í allt að mánuð. Evrópunefndin gagnrýndi einnig langa einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á Íslandi og slæmar aðstæður í Síðumúlafangels- inu í heimsókn sinni til landsins árið 1993. Nefndin gagnrýndi m.a. hve litlir fanga- klefarnir væru eða aðeins 5,5 fermetrar að flatarmáli og að föngum í einangrunarvist væri einungis leyft að fara út undir bert loft eina klukkustund á dag. Niðurstaða nefndarinnar var sú að fangar í Síðumúlafangelsinu hefðu ekkert fyrir stafni meðan á vistun stæði, þeir væru þar einfaldlega í geymslu. Sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum voru vistaðir við þessar slæmu aðstæður í margar vikur og mánuði og í fjórum tilfellum (Sævar, Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar og Guðjón) í lengur en eitt ár. Nítján refir felldir daglega V eiðimenn felldu ríflega sjö þúsund refi á Íslandi árið 2013. Nákvæm tala er 7.085 dýr og byggist hún á veiði- skýrslum veiðimanna sem skilað er árlega til Umhverfisstofnunar. Í ritinu Veiðidagbók 2015 sem Um- hverfisstofnun hefur gefið út má sjá þessa tölu fyrir árið 2013, en nýrri tölur eru ekki til. Veiðiskýrslur fyrir síðasta ár eru enn að berast og heildartala liggur ekki fyrir fyrr en síðar á árinu. Í sama riti má sjá að ríflega þrjú þúsund minkar voru veiddir 2013. Að meðal- tali voru nítján refir felldir á hverjum degi ársins og átta minkar. Inni í þess- um tölum er öll grenjavinnsla bæði á ref og mink. Refastofninn í friðlandi Hornstranda varð fyrir áfalli í fyrra og sýndi stofnmæling á landsvísu að stofninn hafði hrunið um þriðjung á árunum 2008 til 2010. Refastofninn hafði þá verið í samfelldum vexti frá því að mælingar hófust, fyrir um það bil 30 árum síðan. Athuganir Esterar Unnsteins- dóttur, líffræðings hjá Náttúru- fræðistofnun, nú síðla vetrar sýna mun betra ástand á stofninum í friðlandi Hornstranda en í fyrra. „Í Hornvík var allt annað upp á ten- ingnum en í fyrra. Mikið af dýrum á ferli og pörun hafin.“ Ester telur að niðursveiflan í fyrra hafi verið ein- angrað tilvik og líklegast bundið við lítið framboð á fæðu. n Mikið veiðiálag á stofninum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.