Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 23
Fréttir 23 „Víetnam hefur breyst mikið, ríkið hefur þróast mjög og fullorðnast ef svo má að orði komast. Því hafa fylgt ýmis vandamál. Mikið af þeim málum sem við tökumst á við eru mjög ljót – stúlk- ur sem eru seldar í kynlífsþrælkun og drengir sem eru sendir í vinnuþrælk- un. Það er mjög hættulegt að búa á götunni í Hanoi. Nú er það algengt að börnin sem búa á götunni í borginni hafi verið misnotuð kynferðislega en áður höfðu þau fyrst og fremst upplif- að vinnuþrælkun,“ segir hann. Þurfa að læra að treysta Börnin hafa flest öll mátt þola það að einhver sem þau treystu vel brást trausti þeirra. Ungar stúlkur sem seldar hafa verið mansali þekkja oft- ast þá sem standa fyrir því mjög vel – þeir eru ættingjar, kærastar eða vinir þeirra. Þeir hafa lofað stúlkun- um spennandi ferðalögum, oftast til Kína, en ferðalögin eru dulbúin sem ævintýraferðir eða verslunarferðir. Þegar þangað er komið eru stúlkurn- ar hins vegar seldar hæstbjóðandi að- ilum eða látnar vinna í vændishúsum myrkranna á milli. Það fyrsta sem samtökin þurfa því að gera til að nálgast börnin er að byggja upp traust. En það getur verið erfitt þegar börnin hafa lært að treysta engum. „Þetta er samt það sem við gerum og þurfum að gera. Við reynum að ná til barna sem þurfa á aðstoð okkar að halda, sama hversu erfiðar aðstæður þeirra eru, og byggja upp traust. Við skipuleggjum okkur og finnum bestu leiðina til að aðstoða þau. Við breyt- um lífi þeirra – það hljómar kannski dramatískt en það er nákvæmlega það sem við gerum,“ segir hann. Senda heim Víðs vegar um Víetnam eru 1.500 börn sem tengjast samtökunum. Í Hanoi eru svo um 400 börn sem eru undir verndarvæng samtakanna og um 40 börn búa í athvörfum. Mark- miðið er ekki að vera menntastofnun eða heimili heldur að styðja börnin til að snúa aftur og byggja upp sjálfs- traust þeirra til að þau geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný á sín- um eigin forsendum. „Við reynum að senda sem flest börn aftur heim til sín, ef það er hægt. Flest fara heim. Við rekum ekki beint heimili fyrir foreldralaus börn en við erum með athvörf þar sem drengir geta verið tímabundið og við þurfum að opna annað slíkt fyrir stúlkur. Við reynum hvað við getum að aðstoða þau við að mennta sig, finna sér vinnu og stundum þurfum við að aðstoða þau sem glíma við vímuefnavanda,“ segir Michael. Árangurinn af því að sameina aft- ur börnin og fjölskyldurnar er afar góður, mun betri en ætla mætti seg- ir hann. Þau séu nú að skoða hvers vegna það hefur gengið svona vel, en ætla má að það sé erfitt fyrir börnin að snúa aftur heim eftir allt það sem þau hafa gengið í gegnum. „Ef við getum ekki fundið fjölskyldurnar eða þá ef börnin geta ekki farið heim hugsum við um þau í Hanoi. En þetta fer allt eftir þörfum barnanna og við fylgjum því í hvívetna,“ segir hann. Biðja um að vera sótt Nafn Blue Dragon-samtakanna er orðið þekkt meðal barnanna og þau vita því að það er hægt að aðstoða þau. Það getur hins vegar reynst þrautin þyngri að ná sambandi við samtökin enda fylgjast þeir sem vilja börnun- um illt vel með þeim og takmarka til dæmis aðgang þeirra að símum. „Oft fáum við samt símtöl eða þá að við höfum fengið ábendingar um börnin og við náum í þau í gegnum síma. Við þurfum að sanna okkur fyrir þeim, sýna þeim að þau geta treyst okkur og að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða þau. Við gerum ekkert sem þau vilja ekki að við ger- um,“ segir hann og bætir við: „Ef þau vilja ekki að við sækjum þau, þá ger- um við það ekki, en við bjóðum þeim það. Við neyðum þau ekki til að koma með okkur,“ segir hann. Björgunaraðgerðir Þegar samtökin komast í samband við barn frá Víetnam sem er í vand- ræðum, til dæmis í Kína, setur teymi víetnamskra starfsmanna saman björgunaraðgerð. „Ég fer ekki með,“ segir hann glettinn. „Ég myndi skera mig rækilega úr hópnum og eyði- leggja aðgerðina. Ég fæ kannski ekki að fara með en ég er með þeim allan tímann í huganum og ég er í síma- sambandi við þau allan tímann. Ég geri allt sem ég get til að tryggja öryggi þeirra og barnanna.“ Þegar neyðarkallið berst er það oftast einhver sem óskar eftir því að vera sóttur. Börnin eru hrædd og það má lítið út af bregða. Teymið fer eins fljótt og hægt er á staðinn og sæk- ir barnið. Þau hafa samband við lög- regluna til að tryggja að þeir sem rændu barninu geti ekki haldið áfram á sömu braut. „Þegar við höfum afskipti af þessu fólki tryggjum við að þau stundi ekki mansal á ný. Þau eru handtekin,“ seg- ir hann. „Það er mjög mikilvægt að börnin sjái að þeir sem brutu á þeim megi búast við refsingu og að þeir sem björguðu börnunum standi með þeim alla leið. Börnin þurfa réttlæti til að vinna úr þessu og þau eiga skilið að sjá réttlætinu fullnægt.“ Samtökin styðja því dyggilega við bakið á börnunum ef til þess kemur að þau þurfi að mæta í dómsal. Þau fá lögfræðiaðstoð en öll fá þau að auki sálfræðiaðstoð til að vinna úr þeim áföllum sem á hafa dunið. Allt er þetta þjónusta sem samtökin kosta. „Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs höfum við bjargað 56 einstakling- um, sem eru mun fleiri en við björguð- um allt árið í fyrra. Við finnum að eftir- spurnin eftir aðstoðinni eykst ár frá ári en þetta er alltaf breytilegt,“ segir hann en bætir því við að eftir því sem starfs- aldur þeirra aukist séu fleiri sem viti af þeim og fyrir vikið aukist eftirspurnin. Efast aldrei „Það er mikilvægt í okkar starfi að við bjóðum börnunum breytingar, við neyðum þau ekki í þær. Þau þurfa að velja þetta sjálf og taka skrefið, enda hafa allir keppst við að gera þau eins valdalaus og hægt er. Við bjóðum þeim taka tilveru sína í eigin hendur og breytingin á lífsgæðum þeirra er ótrúleg, vegna þess að þau völdu sjálf. Þess vegna virkar þetta,“ segir Micha- el og segist sérstaklega sjá breytingu á sjálfstrausti þeirra. „Sumir drengirnir bjuggu undir brúm og unnu í vændi. Þeir fóru með barnaníðingum því það var það eina sem þeir gátu gert til að lifa af á göt- unni. Núna fylgjumst við með þeim mennta sig og fá að njóta lífsins á sín- um forsendum. Það er svo magnað að fylgjast með þeim og metnaði þeirra fyrir lífinu og framtíðinni.“ Nú er svo komið að börn sem fengu aðstoð frá Blue Dragon starfa nú með samtök- unum og aðstoða önnur börn sem eiga um sárt að binda. Þegar blaðamaður spyr hvort Michael hafi aldrei efast um ákvörðun sína um að hætta að kenna og ein- beita sér að samtökunum er svarið á reiðum höndum. „Ég myndi aldrei mæla með þessu við nokkurn mann – en í mínum huga var þetta einfalt: Ég varð að gera þetta. Á marga vegu var ég mjög heppinn, ég átti ekki fjöl- skyldu sjálfur og hafði engan um að hugsa nema mig sjálfan og þessi börn. Ég lít á það sem ótrúlega gæfu mína að fá að starfa á þessum vett- vangi.“ n Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf 240 börn hafa farið aftur heim til fjölskyldu sinnar 410 börn hafa verið sótt til Kína þar sem þau voru seld mansali 6 börn hafa farið í gegnum vímuefnameð-ferð 180 börn hafa fengið vinnu í gegnum samtökin 79 heimili hafa verið byggð eða endur-byggð fyrir börn og fjölskyldur þeirra 233 börn hafa fengið athvarf hjá samtök-unum tímabundið eða til lengri tíma 1.500 börn eru undir verndarvæng samtakanna Komast heim „Ég þurfti að komast heim með son minn,“ segir Nga. Mynd Úr EinKaSafni Koma heim Þegar börnin hafa verið sótt til Kína er haldin sérstök athöfn í Víetnam þar sem kínversk yfirvöld færa barninu aftur gögn og pappíra. Þessi athöfn er mikilvæg fyrir börnin. Sagan af Hong Hong* ólst upp í litlum fjallabæ í Norðvestur-Víetnam. Hún hafði aldrei ferðast langt frá þorpinu, en þegar nágrannakona hennar sagði henni frá vinnu við svepparæktun í Kína ákvað Hong að láta á það reyna. Hún var mjög spennt og hlakkaði til að takast á við ný ævintýri í Kína. Raunin varð hins vegar allt önnur. Nágrannakona hennar hafði svikið hana og í staðinn fyrir starf við svepparæktun átti Hong að giftast tveimur mönnum, feðgum. Hong var föst hjá mönnunum og varð síðar barnshafandi eftir annan þeirra. Mennirnir ætluðu að neyða hana í fóstureyðingu. Þetta tók mjög á Hong sem var sjálf bara barn. Hún leitaði eftir aðstoð og komst í samband við Blue Dragon-samtökin. Þau skipulögðu hratt neyðaraðgerð sem fólst í því að sækja Hong til Kína og koma henni heim, sem þeir og gerðu. Hún er komin aftur til Víetnam, aftur í þorpið sitt þar sem son- ur hennar fæddist. Samtökin byggðu henni heimili og aðstoðuðu hana við að koma fótunum aftur undir sig. *Nafni hennar hefur verið breytt að beiðni hennar sjálfrar og Blue Dragon-samtakanna. Sagan af Thi Yngsta barnið sem Michael og Blue Dragon-samtökin hafa haft afskipti af er sjö ára telpa sem er kölluð Thi. Hún fæddist og bjó í Dien Bien-héraðinu. Fyrir um þremur vikum hitti hún konu úr þorpinu sínu sem bauð henni sætindi. Thi þekkti konuna vel, hún bjó nokkrum húsum frá henni og fór með henni. Nágranninn hafði tekið að sér að ræna barni úr þorpinu sem átti svo að selja til Kína. Telpan fór þangað, en enginn veit hversu mikinn pening nágranninn fékk fyrir söluna eða hvers vegna hún ákvað að gera barninu og fjölskyldu hennar þetta. Tæpum tveimur vikum eftir að telpan var tekin bárust fregnir af brottnámi hennar til Blue Dragon. Foreldrar hennar búa langt frá lögreglustöð og vissu ekki hvernig þeir gátu brugðist við. Það var á mánudegi sem samtökin fengu fréttirnar og á þriðjudegi höfðu samtökin sett saman aðgerðaráætlun til að ná telpunni til baka. „Á þriðjudagskvöldinu var hún komin aftur heim til Víetnam og í okkar umsjá,“ segir Michael. Samtökin tóku höndum saman með lögreglunni, settu upp gildru og sögðu kínversku fjölskyldunni að þau vildu kaupa telpuna. Málið mun að öllum líkindum fara fyrir dómstóla. Michael segir að litla telpan hafi verið afar hrædd og skelkuð enda skildi hún lítið hvað hafði komið fyrir hana. Hann segist vona að hún fái aldrei að vita hvað hefði getað gerst. Nágrannakonan verði vonandi sótt til saka sem og fjölskyldan í Kína. „Endurfundirnir voru eðlilega mjög tilfinningaþrungnir, þegar telpan rataði loksins heim,“ segir hann. „Þetta var ekki svona harður heimur og hættulegur þegar við vorum að byrja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.