Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Þau eru áhrifamest á netinu Time Magazine afhjúpaði á dögunum lista yfir fólk sem blaðamenn og ráðgjafar þeirra telja vera áhrifamest á netinu um þessar mundir. Farið var yfir stöðu fólks á samfélagsmiðlum og áhrif þess þar, aðsókn á heimasíður, áhorf á myndbönd og hæfileika fólksins til að koma efni á framfæri. Á listanum leynast 30 lista- menn, embættismenn og svo sjálfskapaðar netstjörnur. astasigrun@dv.is  Taylor Swift Söngkonan Taylor Swift þykir nýta samfélagsmiðla sérstaklega vel til að ná til aðdáenda sinna. Á liðnu ári skrifaði hún athugasemd við Instagram-mynd hjá einum aðdáanda, sendi öðrum lagalista sem átti að koma honum í gegnum ástarsorg og svo bauð hún aðdá- endum sínum heim til sín að hlusta á nýjustu plötuna hennar, áður en hún kom út. Þeir sem fengu að koma í heimsókn voru einstaklingar sem hún hafði sjálf fundið og fylgst með á samfélagsmiðlum. Þó að Swift sjálf láti ekki mikið á þessum samskiptum bera vekja aðdáendur hennar sífellt á þeim athygli og fyrir vikið tryggir stjarnan sér mikinn velvilja og tryggð aðdáenda.  Kim Kardashian Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur fullkomnað tæknina á bak við „selfie“ eða sjálfsmyndina og birtir oft á dag af sér sjálfsmyndir á hinum ýmsu miðlum. Hún státar af flestum einstökum notendum á Instagram, eða 27 milljónum notenda og nýtur mikillar hylli bæði á Facebook og Twitter.  Barack Obama Barack Obama ákvað snemma í fyrri kosningabaráttu sinni að sterk staða á samfélagsmiðlum væri mikilvægur þáttur þegar kæmi að kosningunum. Eftir að hann tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur hann ekkert slegið af og er virkur á Instagram og Facebook en sló að auki öll met þegar hann sat fyrir svörum á Reddit.  Beyoncé Tónlistar- og athafnakonunni Beyoncé tókst að senda frá sér hljómplötu án nokkurs fyrirvara og platan seldist þrátt fyrir það í einni milljón eintaka á einni viku í fyrra. Þakka má klókri og snarpri markaðssetningu á vefnum þessar vinsældir. Hún notar Instagram-aðganginn sinn sérstaklega vel til að vekja athygli á sér og gefa innsýn í líf sitt, eitthvað sem aðdáendur hennar þrá að fá. Þegar sögusagnir eru um bresti í hjónabandi hennar birtir hún iðulega myndir af þeim hjónum saman, án orða og þaggar þannig niður í gagnrýnisröddum.  Justin Bieber Segja má að Justin Bieber sé fyrsta stórstjarna samfélags- miðlanna, en hann hefur ekki gefið út plötu í þrjú ár en nýtur þrátt fyrir það álíka vinsælda og þegar hann vann sem mest. 23 milljónir aðdáenda fylgja honum á Instagram, 78 milljónir á Facebook og 61 milljón á Twitter.  The Jester Sumir kalla hann glæpamann en aðrir hylla hann sem hetju. The Jester, eða hirðfíflið, er einn af mörgum nafnlausum aðilum á netinu sem þekktir eru fyrir grasrótarstarf og aktívisma. Hann segist sjálfur beina spjótum sínum að hryðjuverkamönn- um og á þeim fimm árum sem hann hefur starfað hefur hann lagt af velli 180 heimasíður, meðal annars síður sem tengst hafa hryðjuverkasamtökunum ISIS. Þá hefur hann gert samtökum eins og Westboro Baptist-kirkjunni grikk. Hann hefur aldrei verið ákærður eða handsamaður og er einn umfangsmesti hakkari í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.