Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 26
Páskablað 31. mars–7. apríl 201526 Fréttir Erlent Varasöm viðskipti með brjóstamjólk n Fleiri kaupa brjóstamjólk á netinu n Getur verið lífshættulegt K oma þarf böndum á við- skipti með brjóstamjólk á netinu enda er hún til þess fallin að stefna börnum og þeim sem hennar neyta í stórhættu. Þetta er mat fræðimanna við University School of London sem vöruðu við viðskiptum með brjóstamjólk í grein sem þeir rituðu og birt var í British Medical Journal á dögunum. Hætta á HIV og lifrarbólgu Rannsókn vísindamannanna á gæðum brjóstamjólkur sem seld er á netinu og hver sem er getur nálgast stendur nú yfir. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að vís- indamennirnir hafi séð ástæðu til að vara við viðskiptunum áður en rannsókninni lauk þar sem öll gögn bentu til þess að verið væri að stefna neytendum í stórhættu. Vinsæld- ir vefsíðna þar sem seld er brjósta- mjólk – og ekkert eftirlit er haft með – hafa vaxið undanfarin misseri, þá sérstaklega í Bretlandi og í Banda- ríkjunum þar sem talið er að tug- þúsundir einstaklinga stundi þessi viðskipti. Gallinn er sá að engin trygging er fyrir gæðum mjólkurinn- ar þar sem engin skimun fer fram á henni. Þannig gætu þeir sem neyta mjólkurinnar átt á hættu að smit- ast af lifrarbólgu, sárasótt, HIV og öðrum sjúkdómum. Sarah Steele, meðhöfundur greinarinnar í British Medical Journal, segist óttast að börn muni deyja verði ekkert gert. 30 millílítrar á 550 krónur Í umfjöllun The Guardian kemur fram að vefsíður sem þessar hafi upphaflega verið settar á laggirn- ar til að aðstoða mæður sem ein- hverra hluta vegna eiga erfitt með að mjólka sjálfar. Þessum mæðrum stendur til boða að kaupa mjólk sem búið er að skima og hafa því tryggingu fyrir því að hún sé í lagi. Staðreyndin er samt sú að þessi mjólk er dýrari en mjólkin sem hægt er að nálgast á netinu. Að sögn The Guardian er algengt verð á 30 millílítrum af brjóstamjólk á netinu tæpar 550 krónur. Fullorðnir sækja í mjólkina Það eru ekki bara mæður sem eiga erfitt með að mjólka sjálfar sem keyra eftirspurnina eftir brjóstamjólk á svörtum markaði áfram. Færst hef- ur í vöxt að líkamsræktarfólk, sem stendur í þeirri trú að brjóstamjólk sé hin fullkomna ofurfæða, kaupi brjóstamjólk á netinu. Þá kemur fram í grein The Guardian að fólk með blæti fyrir brjóstamjólk sé einnig í hópi viðskiptavina. Þá eru þess dæmi að krabbameinssjúklingar kaupi brjóstamjólk í von um að hún geri þeim gott í baráttunni við sjúkdóm- inn illvíga. Fíkniefnaneytendur selja líka „Þegar seljendur senda frosna brjóstamjólk þá bráðnar hún á leiðinni. Þá fá bakteríur kærkomið tækifæri til að vaxa og dafna og það stofnar fólki í hættu, sérstaklega ung- börnum,“ segir dr. Sarah Steele. Hún segir að margir átti sig eflaust ekki á hættunni og það sé meðal annars ástæða þess að greinin var rituð áður en rannsókninni lauk. „Þegar við byrjuðum rannsóknina gerðum við það af einskærri forvitni. En öll gögn bentu til þess að hættan væri yfir- gnæfandi og við töldum einfaldlega ekki rétt að bíða í nokkur ár,“ segir hún. Í greininni kemur fram að dæmi séu um það að konur sem neyta fíkniefna bjóði mjólk til sölu á netinu. Ofmetin áhrif Í grein Söruh og vísindamannanna sem standa fyrir rannsókninni er kallað eftir því að öflugra eftirlit verði haft með sölu brjóstamjólkur á ver- aldarvefnum. Þá segir hún að ávinn- ingur þess að drekka brjóstamjólk á fullorðinsárum sé stórlega ofmetinn. „Hún er allavega pottþétt ekki það sem þú þarft eftir erfiða æfingu,“ segir Sarah og vísar í aukna eftirspurn fólks í líkamsræktargeiranum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Hún er allavega pottþétt ekki það sem þú þarft eftir erfiða æfingu. Brjóstamjólk Það getur verið varhugavert að kaupa brjósta- mjólk á netinu. Vísindamenn vara sterklega við slíkum viðskiptum enda getur það stofnað heilsu fólks, sérstaklega ungbarna, í stórhættu. Fundust látin í faðmlögum Bresk hjón fundist látin í ein- býlishúsi á Benidorm á Spáni á sunnudag. Þau voru með skotsár á höfði og höfðu verið látin í nokkra daga þegar þau fundust. Hjónin voru 77 ára að aldri og lágu í faðmlögum í sófa í húsinu þegar þau fundust. Lögregla var kvödd til þegar fólk, sem ætlaði til hjónanna í matarboð, knúðu dyra og hringdu án þess að fá svar. Sky News greinir frá því að sjónvarpi hafi verið stolið og að tölva hafi fundist í sundlauginni við húsið. Fólkið hafði verið bú- sett á Spáni í 18 ár. Fundu leifar flugmannsins Frönsk yfirvöld hafa fundið lík- amsleifar Andreas Lubitz, flug- mannsins sem grandaði Airbus A320-farþegaþotunni í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Daily Telegraph greindi fyrst frá þessu. Erfitt hefur reynst að bera kennsl á líkamsleifar þeirra 150 sem fór- ust í slysinu en Lubitz er talinn hafa grandað vélinni viljandi. Réttarmeinafræðingurinn Mich- ael Tsokos, sem rannsakar lík- amsleifar þeirra sem fórust, hef- ur staðfest að líkamsleifar Lubitz hafi fundist. Aðeins hefur tekist að bera kennsl á líkamsleifar 78 einstaklinga til þessa. Handtekinn 30 árum síðar Grunaður um morð á sex ára dreng F immtíu og þriggja ára karl- maður, Kenneth Rasmuson, hefur verið handtekinn vegna gruns um morð á sex ára dreng sem framið var í Kaliforníu þann 3. júlí árið 1981. Drengurinn, Jeffrey David Vargo, hafði verið kyrktur og þrátt fyrir umfangsmikla lögreglurannsókn sem spannaði mörg ár tókst ekki að finna morðingjann. Í lok síðasta árs hljóp á snærið hjá lögreglunni þegar nýjar upplýs- ingar bárust um málið. Það var svo á föstudag að Rasmuson var hand- tekinn en hann hefur meðal annars setið í fang- elsi fyr- ir kyn- ferðisbrot gegn börn- um. Árið 1987 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á þriggja ára dreng en hann hlaut einnig dóm sama ár og Jeffrey var myrtur, árið 1981. Rasmuson var handtekinn í Idaho en verður framseldur til Kali- forníu þar sem hans bíður ákæra fyrir manndráp. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.