Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 30
Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 30 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Upprisan og páskaeggin F ram undan eru bænadagar og í beinu framhaldi af þeim páskar. Hátíðin er sprottin af trúarlegum grunni en eins og allar hátíðir nú til dags er hún neysludrifin. Páskar eru í raun ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Fyrir nokkrum áratugum voru allar verslanir lokaðar á helstu helgidögun­ um. Ferðamenn sultu og börn fóru hljóðlega til að trufla ekki helgihaldið. Einkum átti þetta við um föstudaginn langa og sjálfan páskadag. Það jafn­ gilti því að fremja landráð að negla nagla í vegg á föstudaginn langa. Í það minnsta hélt amma mín sálug ávallt hátíðlegar ræður um bann við því að negla nagla á þessum heilaga degi. Ég minnist þess ekki að nokkurn tíma hafi staðið til á mínu æskuheimili að negla nagla þennan dag, en óneitan­ lega hvarflaði að manni að prófa, bara til að sjá hvað myndi gerast. Af því varð þó aldrei. Í dag er þetta bann varla í gildi. Allar búðir eru meira og minna opnar og ferðamenn tugum saman spóka sig á veitingahúsum alla helgi­ dagana. Þúsundir streyma úr landi, halda á skíði eða í sumarbústaði. Helgihaldið hefur lotið í lægra haldi. Börn í dag tengja án efa þessa hátíð miklu frekar við Nóa Síríus og Góu, en Jesúm. Krossinn fellur í skuggann af páskaeggjunum. Páskar sem trúarhá­ tíð eru á undanhaldi. Auðvitað er fullt af messum og hvers kyns trúarlegum trakteringum. En páskaeggin standa upp úr. Þessi brúnu, ljúffengu egg eru ekki á nokkurn hátt tengd trúariðkun. Talið er að þau hafi borist hingað frá Danmörku eins og margt annað gott. Fyrsta heimild um páskaegg auglýst til sölu hér á landi má rekja aftur til ársins 1920 þegar Björnsbakarí aug­ lýsti þetta fyrirbæri. Málshættir eru svo aftur séríslenskt fyrirbæri. Þó svo að við gleymum okkur í súkkulaðiátinu og vel þegnum frí­ dögum er verðugt að gefa sér augna­ blik til að minnast og rifja upp hvað páskar standa fyrir. Jesús var kross­ festur á föstudaginn langa og hann reis upp frá dauðum á þriðja degi. Páskar eru hátíð upprisunnar og einn af hornsteinum kristinnar trúar. Trúin á okkar tímum er lausari í reipunum og er það vel. Hver og einn á að geta iðkað þá trú sem sannfæringin býður. Ef sú iðkun birtist í súkkulaðiáti og fal­ legri stund með fjölskyldunni er það nóg fyrir marga. Aðrir þurfa að halda til messu og hlýða á guðs orð. Aðal­ atriðið er að við virðum þarfir og vilja hvert annars í þessum efnum. Fríið er svo aftur á móti kærkomið og enginn þarf að rísa upp fyrr en að eigin vali, þessa dagana. Gleðilega páska. n Ég var bráðger Guðrún Helgadóttir segist ekki hafa verið draumabarnið. – DV Fyrsti leiðari Kristínar Þau tímamót urðu síðastliðinn laugardag að Kristín Þorsteins- dóttir skrifaði sinn fyrsta leiðara í Fréttablaðið, átta mánuðum eftir að hún tók við sem aðalritstjóri 365. Tveimur dögum áður hafði Sigurjón M. Egilsson, sem skrifaði yfirleitt leiðara Fréttablaðsins, látið af starfi sínu sem fréttastjóri 365 en vitað var að samstarf hans og Kristínar hafði gengið brösug­ lega. Leiðari Kristínar, sem var hinn ágætasti, fjallaði um utanríkis­ mál og djarfa framkomu sænska utanríkisráðherrans. Eiginmaður Kristínar, Skafti Jónsson, hefur einmitt starfað í utanríkisþjón­ ustu Íslands um árabil, auk þess að hafa eitt sinn verið blaðamað­ ur á Tímanum. Frosti vill ríkisbanka Þau vöktu athygli ummæli Frosta Sigurjónssonar, þingmanns Fram­ sóknarflokksins, í hlaðvarps­ þættinum Hip hop og pólitík í síðustu viku þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að ríkið ætti að eiga Lands­ bankann að fullu til frambúðar. Taldi hann að slíkt fyrirkomulag væri „lang skyn­ samlegast“ þar sem ríkið gæti tryggt sem eigandi að bankinn skilaði „hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði.“ Miðað við þessi ummæli er ljóst að Frosti, sem er jafnframt formaður efnahags­ og við­ skiptanefndar, mun ekki styðja fyrirhuguð áform fjármálaráð­ herra um að selja allt að 30% hlut ríkisins í Landsbankan­ um á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að ýmsir gleðjist núna yfir ríkulegum arðgreiðslum Lands­ bankans til ríkisins er viðbúið að verulega mun draga úr hagnaði bankans á komandi árum. Össur í klípu Einhver mesti refur íslenskra stjórnmála, Össur Skarphéðins­ son, er í bobba eftir að hans eigin flokksmenn hentu olíustefnu hans út í hafsauga og báð­ ust jafnframt af­ sökunar á henni. Niðurlægingin var algjör og refurinn sleikir sárin og hugsar næsta leik. Á meðan hirtir hann forystu flokks­ ins með því að spá því að næsti forsætisráðherra verði Jón Gnarr, sem ekki er vitað til að sé í fram­ boðshugleiðingum. Athygli vek­ ur, að Össur telur engar líkur á að Árni Páll, hans eigin formaður, eigi tilkall til að vera aðal... Það er ekkert auðvelt Eiður Smári segir erfitt að vera fjarri fjölskyldunni. – DV Ég er rosalega ósátt Jórunn Sigríður Birgisdóttir vill losna við ryðgaða gáma. – DV M ig setti hljóða, þegar ég las nýja grein Kristjáns Odds­ sonar, yfirlæknis Leitar­ stöðvar Krabbameinsfé­ lags Íslands, í DV frá 17. mars 2015, en læknirinn notar „lög­ verndað starfsheiti“ stéttar sinnar til að gefa misvísandi upplýsingar. Í annað sinn heldur hann því fram, að EZ Detect­heimapróf til að nema blóð í saur sé ekki viðurkennt af Food and Drug Administration í Bandaríkjunum. Ef farið er inn á vefsíðu FDA sjást öll heimapróf sem stofnunin viðurkennir. Eitt þeirra er EZ Detect sem Blái naglinn dreifir. Prófið er einnig viðurkennt af Lyf­ jastofnun hér á landi. Rangfærslur, sem komið hafa frá yfirlækninum frá upphafi, eru því orðnar margar. Hagsmunir eða valdhroki Hefði yfirlæknirinn lesið leiðbein­ ingar með EZ Detect­heimaprófinu, hefðu þessar umræður að mestu verið óþarfar, því þar eru mikil­ vægar upplýsingar. En slíkt gerist þegar viðkomandi er undir þrýstingi um að mótmæla viðurkenndu prófi, sem hann ekki þekkir. Yfirlæknirinn virðist því ekki enn skilja, að um er að ræða einfalt heimapróf til leitar að blóði í hægðum. Reynt er að villa um fyrir fólki með því að tala um hópskimun, en Blái naglinn hefur ekki talað um skimun heillar þjóð­ ar með þessu prófi. Hvergi er gef­ ið í skyn, að þetta sé skimun af því tagi, sem Krabbameinsfélagið stefn­ ir að. Það geta hins vegar legið aðr­ ar ástæður fyrir blóði í saur en ristil­ krabbamein, sem mikilvægt er að greina. Manni dettur helst í hug, að aðrar og dýpri ástæður séu fyrir árás yfir­ læknisins á EZ Detect­prófið og um leið Bláa naglann. Árásirnar eru í mínum augum annaðhvort vald­ hroki í nafni stéttar eða hagsmuna­ legur ótti. Blái naglinn og framtak Blái naglinn fór þá leið að gefa EZ Detect­prófið til að hvetja fólk til að vera vakandi fyrir hægðabreyting­ um. Það getur verið, að Krabba­ meinsfélag Íslands hafi ekki fylgst með því, hversu útbreidd notkun á EZ Detect er í Bandaríkjunum. Síðastliðin 15 ár hefur tilfellum ristilkrabbameins farið fækkandi í Bandaríkjunum og vert að draga lærdóm af þeim sem standa sig best. Í ársskýrslum frá Rome Memorial Hospital í New York sem nálgast má á netinu, segja þeir blákalt, að þar sem erfitt hafi verið að fá fólk til liðs við sig til að skila inn saurprufum til skimunar, hafi þeir farið þá leið að dreifa frítt EZ Detect og náð þannig til margfalt fleiri, sem skimi sig sjálf­ ir. Spítalinn merkir í kjölfarið aukna aðsókn í ristilspeglun. Þeirra mark­ mið er að auka enn dreifingu EZ Detect. Nú í marsmánuði auglýsti mið­ stöð ristilspeglunar, End Line End­ orscopy í Philadelphia, frítt EZ Det­ ect í samvinnu við CBS HealthWatch og lyfjaverslun Good Neighbor Pharmacy fyrir íbúa á svæðinu. Krabbameinssamtökin Louisi­ ana Cancer Foundation og North­ east Louisana Cancer Institute aug­ lýsa frítt EZ Detect­próf, sem hægt er að nálgast hjá þeim virka daga út mars mánuð. Þetta eru aðeins fá dæmi en einnig gefa heilsugæslu­ stöðvar, sjúkrahús og félagasamtök EZ Detect­prófið líkt og nú hefur verið gert hér á landi. Allt er reynt til að fækka dauðs­ föllum og þar með lækka kostnað vegna ristilkrabbameins. Heima­ prófið EZ Detect er þar talið geta bjargað mannslífum. Þetta er Bláa naglanum vel kunnugt og hefur hann einmitt tekið þessar stofnanir og samtök sér til fyrirmyndar. Leitum sjálf Ég virði hópskimun eins og Krabba­ meinsfélagið stefnir að. Ekki er síð­ ur mikilvægt, að við gerum öll okk­ ar besta til að fylgjast með líkama okkar. Til dæmis getum við leitað að blóði í saur með EZ Detect án þess að nokkur skipti sér af því. Ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós leit­ um við til læknis til að athuga mál­ ið frekar. Þess vegna styð ég Bláa naglann í að gefa þeim prófið sem verða fimmtugir á árinu. Ég er þeirrar trúar að heimapróf sæki á í framtíðinni. Ef reynslan hér á landi verður sú sama og hjá Rome­ spítalanum í NY, að EZ Detect­próf­ ið fjölgi þeim sem fara í ristilspegl­ un, væri það jákvætt. Mottumarsmánuður helgaður ristilkrabbameini er nú senn liðinn. Eftir stendur að hugsa um það sem vel hefur verið gert og það sem mið­ ur hefur farið og læra af mistökum. Að mínu mati eru það mistök hjá Krabbameinsfélaginu, að ekki var farið í samvinnu við Bláa naglann. Hann bara negldur niður og fast. n Mistök Krabbameinsfélagsins„Að mínu mati eru það mistök hjá Krabbmeinsfélaginu, að ekki var farið í samvinnu við Bláa naglann. Hann bara negldur niður og fast. Bergljót Halldórsdóttir lífeindafræðingur Kjallari „Börn í dag tengja án efa þessa hátíð miklu frekar við Nóa Síríus og Góu, en Jesúm. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.