Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 36
Páskablað 31. mars–7. apríl 20152 Páskar - Kynningarblað S immi og Jói á Hamborgarafa- brikkunni kynna nú til sögunnar nýjung á veislu- borðið, Fabrikku-smá- borgara, sem setja punktinn yfir i-ið í hvaða veislu sem er. Sagan á bak við Fabrikku- smáborgarana Fabrikku-smáborgararnir eru smá ævintýri og segir Jói að í upphafi hafi aldrei staðið til að bjóða þá fram á matseðli. Gott samstarf sé við Myll- una og einn daginn hafi félagi þeirra hjá Myllunni, sem þróaði með þeim ferkantaða brauðið, komið með poka af ferköntuðum smábrauðum og spurt hvort þeir gætu ekki gert eitt- hvað með þau. „Við fiktuðum okkur áfram og buðum upp á þá á forrétta- seðlinum. Svo án þess að auglýsa þá neitt fór fólk að panta þá oftar og oft- ar, við fórum að fá fyrirspurnir utan úr bæ og áður en við vissum af var þetta komið í vélar Icelandair og fæst þar á öllum flugleiðum. Birgjarnir okkar, Ferskar kjötvörur, senda dag- lega ferskt kjöt í flugeldhús Icelanda- ir. Þar er kjötið grillað til hálfs, sett saman, innpakkað og svo eru borg- ararnir eldaðir að fullu í eldhúsinu um borð í vélunum. Smáborgararnir eru uppseldir í hverju einasta flugi,“ segir Jói. Ferðamönnum þykir fer- kantaða útlitið áhugavert og hefur þetta verið mikil kynning fyrir Ham- borgarafabrikkuna. Í byrjun árs ákváðu Simmi og Jói að taka hugmyndina á næsta stig og tóku inn þrjár tegundir til viðbót- ar og bjuggu til smáborgara af þeim, Stóri BÓ, Morthens og Forsetinn, og er nú í boði að panta þá alla fjóra sem veislubakka, tilbúna á veisluborðið. Smáborgararnir henta einstak- lega vel á fermingarveisluborðið fyrir unga sem aldna að njóta. En þeir eru líka frábærir þegar gera á sér glað- an dag í hópi góðra vina og ættingja, hvort sem um er að ræða afmælis- veislu, brúðkaupsveislu eða ein- faldlega góða kvöldstund með vina- hópnum. Einfalt að panta og stuttur fyrirvari að sækja Jói segir að ferlið við að panta sé afar einfalt. „Á vef Fabrikkunn- ar sérðu hvert heildarverðið er, fyrir hve marga magnið hentar og hvað þetta kostar á mann, þannig að maður getur leikið sér með magnið,“ segir Jói. Maður er með þetta marga í veislu og sér hvað þarf marga bakka, pantar og sækir svo daginn eftir. Spurður um hversu langan fyrir vara þarf til að panta segir Jói að miðað sé við dag „en við reddum nú öllu“. Fjórir bakkar eru í boði Fjórir bakkar eru í boði og er ein tegund af borgara á hverjum bakka fyrir sig, 30 smáborgarar á bakka. Þeir eru: Fabrikkuborgari: hágæðaungnautakjöt, bræddur ostur, kál, tómatar, rauðlaukur og Fabrikkusósa til hliðar. Stóri BÓ: hágæðaungnautakjöt, bræddur Havarti-kryddostur, beikon, kál, tómatar, rauðlaukur og BÓ-sósa til hliðar. „Það skemmtilega er að Stóri BÓ og BÓ-sósan er uppskrift frá Björgvini Halldórssyni sjálfum. Hann er eini gæinn sem á borg- aranafn í höfuðið á sjálfum sér sem á uppskriftina að borgaranum sjálf- ur,“ segir Jói. Forsetinn: hágæðaung- nautakjöt, ítölsk parmaskinka, Brie- ostur, Dijon-sinnep, kál, tómatar, rauðlaukur og Fabrikkusósa til hliðar. Morthens: hágæðaung- nautakjöt, beikon, hvítlauksristað- ir sveppir, ostur, kál, tómatar, rauð- laukur og bernaisesósa til hliðar. „Eina breytingin frá matseðlinum er að Fabrikkusósa fylgir með forsetanum í stað hvít- laukssósu, sem hentar ekki jafnvel í „take-away“,“ segir Jói. Borgararnir eru 30 grömm, þannig að 4 stk. jafnast á við einn fullvaxinn 120 gramma borgarara og verðið svíkur engan: 30 stk. Fabrikkuborgarar kosta 10.995 kr. og hinir, Forsetinn, BÓ og Morthens kosta 12.995 kr. Tilbúnir á veisluborðið „Fabrikku-smáborgararnir koma á flottum bakka sem er lokaður og þú einfaldlega smellir honum á veislu- borðið og tekur hattinn af,“ segir Jói. Hann bætir því við að ef veislan hefst ekki alveg strax, til dæmis ef bakkinn er sóttur kl. 18 en veislan byrjar kl. 20, þá eru borgararnir enn volgir og þrusugóðir þegar hattur- inn er tekinn af. „Sósan er ekki sett á borgarana og er það lykillinn að því að þeir halda sér,“ bætir Jói við. Mini-herferð Til að kynna Fabrikku-smáborgar- ana fóru Jói og Simmi í mini-herferð þar sem þeir drógu enn og aftur fram í sviðsljósið fermingarmyndir af sér. „Þetta eru rosalegar myndir, sérstaklega mín, hún er afar slæm,“ segir Jói. Að lokum nefnir Jói að þeir séu með í maganum aðra mini-herferð. „Hún gengur út á það að fá fólk til að fara í næsta hamborgara á matseðlinum, að sá sem pantar sér alltaf sama hamborgarann verði óhræddur við að prófa eitthvað nýtt,“ segir Jói. Allar frekari upplýsingar má fá hjá Hamborgarafabrikkunni, sím- inn er 575-7575 og á heimasíð- unni. Fabrikkan er í Kringlunni og Höfðatorgi, Reykjavík og KEA hóteli Akureyri. Höfðatorg: Afgreiðslutími: sunnudaga–fimmtudaga kl. 11.00– 22.00 og föstudaga og laugardaga kl. 11.00–24.00. Kringlan: Afgreiðslu- tími: sunnudaga–fimmtudaga kl. 11.00–22.00 og föstudaga og laugar- daga kl. 11.00–23.00. Akureyri: Af- greiðslutími: sunnudaga–fimmtu- daga kl. 11.30–21.30 og föstudaga og laugardaga kl. 11.30–23.00. n Veislan verður betri með ferköntuðum veislumat Hamborgarafabrikkan kynnir Fabrikku-smáborgara Tilbúnir á veisluborðið Smáborgararnir koma tilbúnir á bakka. Pöntunarform Svona lítur pöntunarformið út á vefnum. Jói Jói er ekkert svaka ánægður með ferm- ingarmyndina sína. Simmi Simmi var flottur á fermingar- daginn sinn. Smáborgara-fjölskyldan Fjórar tegundir eru í boði: Fabrikkuborgarinn, Stóri BÓ, Morthens og Forsetinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.