Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 37
Páskar - Kynningarblað 3Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 E gill Rögnvaldsson hefur rekið skíðasvæðið í Skarðs- dal á Siglufirði síðan 2008 og núna, sjöunda árið í röð, er heilmikil dag- skrá í boði á svæðinu um páskahelgina, Páskafjör. Páskafjör hófst mánudaginn 30. mars og stendur til annars í páskum, um 14.000 manns sóttu svæð- ið heim í fyrra og hef- ur gestum fjölgað ár frá ári. Mikið er um að brott- fluttir Siglfirðingar heim- sæki svæðið um páskana, en öðrum gestum fjölgar einnig. Margir skíðagesta gista á Akur eyri og keyra á milli, enda að- eins um 70 kílómetra að ræða. Fjórar lyftur eru á svæðinu og tíu brekkur, misbrattar, ævintýraleið fyrir krakkana, hólabraut, leikja- braut, bobbbraut (svigbraut fyrir alla) og pallar. Mikil dagskrá er einnig í boði um páskana, eins og t.d. lifandi tónlist, páskaeggjamót og fjölskylduþrauta- braut. Opnunartími mánudag 30. mars til miðvikudags 1. apríl er frá kl. 13–19 og yfir páskahelgina 2.–6. apríl er opið frá kl. 10–16. „Mig langar sérstaklega að minn- ast líka á að það verður opið allar helgar í maí og 2. maí fer fram al- þjóðlegt fjallaskíðamót og 16. maí verður haldið brunmót, þá er farið frá toppi fjallsins Illviðrishnjúk og niður að skíðaskála og eru þetta um þrír kíló- metrar. Brunmótið hefur verið mjög vin- sælt,“ segir Egill. Með þessu vill Skarðið lengja skíðatímabilið, enda enn nóg af snjó á þessum tíma og gott veður á svæðinu. Félagið Leyningsás ses var stofnað um uppbyggingu á svæðinu, fjórða lyftan var sett upp árið 2012 og markmiðið á næstu tveimur árum er að byggja nýjan skíðaskála og flotta og góða barna- aðstöðu með töfrateppi og barna- lyftu. Allt miðar að því að gera svæð- ið barnvænt og fjölskylduvænna. „Utanbrautarskíðun er alltaf að verða vinsælli, hópar koma og fara nokkrar ferðir í lyftunum og skíða svo utanbrautar,“ segir Egill. Á heimasíðunni má sjá kort af svæðinu og einnig má fylgjast með vefmyndavél, símsvari 878-3399. n Páskafjör er hafið í Skarðinu Siglufirði Heilmikil dagskrá í boði yfir páskahelgina Biðröð Alltaf gaman í biðröð. Á toppnum Tilbúnir að renna sér af toppnum. Páskafjör Dagskráin um páskana. Tónleikar, matur og sýning um páskahelgina Kaffi Rauðka og Hannes Boy Café Siglufirði Á Siglufirði rekur Rauðka ehf. veitingastaðinn Hannes Boy Café og kaffihúsið Kaffi Rauðku, sem skiptist í kaffi- hús og tónlistarsal, Hannes- arhúsið, sem er myndlistarsalur, og 1. júní nk. verður Siglóhótel opnað. Kaffihúsið Rauðka, sem var opn- að árið 2011, býður upp á margvís- lega rétti yfir daginn, og stóra og flotta veitingasali þar sem hægt er að halda veislur, tónleika eða halda hópsamkundur. Yfir páskahelgina er vegleg dagskrá í tónlistarsal hússins: Á fimmtudag stýra Heiða Jonna og Ægir Pub Quiz eins og þeim er einum lagið, Evanger tekur svo lagið, á föstudag eru tónleikar með AmabAdama, á laugardag verður tónlist hljómsveitarinnar Queen gerð góð skil í flutningi Magna Ás- geirssonar og félaga og á sunnudag verður Kaffi Kózý Kokteil, notaleg tónlist í flutningi tónlistarfólks úr Fjallabyggð. Í Hannesarhúsi, Bláa húsinu, mun Jón Dýrfjörð sýna brot af verk- um sínum yfir páskana, en hann hefur lengi fengist við ljósmynd- un. Sýningin verður opnuð fimmtu- daginn 2. apríl kl. 13.30. Veitingastaðurinn Hannes Boy Café var opnaður árið 2012, en staðurinn er nefndur eftir þekktum karakter úr siglfirsku bæjarlífi, sjó- ara sem setti svip sinn á bæinn og smábátahöfnina og var svolítið mik- ið fyrir sopann framan af ævi. Hann var barngóður og í góðum samskipt- um við krakkana í bænum og sendi þá gjarnan eftir blandi fyrir sig. Þann 1. júní nk. verður svo Siglóhótel, glæsilegt 68 herbergja hótel, opnað. Íbúafjöldinn á Siglufirði alla- vega tvöfaldast yfir páskahelgina og margir leggja leið sína á Kaffi Rauð- ku og hlýða á lifandi tónlist og á Hannes Boy Café að borða. „Þetta er nú yfirleitt þannig að fólk fer snemma upp í fjall, margir koma svo til okkar í mat og jafnvel á tónleika, meðan aðrir fara heim í fjölskylduhús,“ segir Kristinn Krist- jánsson, rekstrarstjóri veitingasviðs. Kaffi Rauðka og Hannes Boy Café eru á Gránugötu 19 á Siglufirði, sími Kaffi Rauðku er 467-1550 og netfang eldhus@raudka.is., sími Hannes Boy Café er 461-7734. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.