Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 43
Páskar - Kynningarblað 9Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 H elgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu, eins og hann er best þekktur er orðinn 79 ára og hann er enn á fullu að störf- um hjá fyrirtæki sínu, sæl- gætisverksmiðjunni Góu. Sælgætis- gerðin Góa var stofnuð árið 1968 af Karli Ágústssyni og Helga, sem er enn í dag framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Páskaeggjavertíðin hefst í febrúar og upphafið að páskaeggjafram- leiðslunni má rekja til þess þegar Jó- hannes Jóhannesson í Bónus kom til Helga og sagði við Helga að hann gæti alveg gert páskaegg. Helgi sló til enda átti hann allt inn í þau. „Þig vantar bara skelina,“ sagði Jóhannes. „Það er bara gaman að páskun- um, maður hefur alltaf haft gaman af páskunum, þegar maður var sjálfur lítill strákur fengu allir nammi. Það er orðið dálítið langt síðan,“ segir Helgi og dregur aðeins seiminn. Þegar hann er spurður um fjölda tegunda sem Góa býður upp á segist Helgi ekkert vera mikið í að telja, en telur þó upp að auk hefðbundinna páskaeggja séu í boði nýtt Appolo páskaegg með fylltum lakkrís í skel- inni, hvít páskaegg, Bónusegg og Siggu Klingenberg egg svo nokkur séu nefnd. Páskaeggin frá Góu hafa kom- ið vel út í verðkönnunum og líka í bragðkönnunum, bæði hjá börnum og fullorðnum. Hreina páskaegg- ið frá Góu var valið best af krakka- dómnefnd DV í páskaeggjasmökkun þessa árs, sem fjallað var um í helg- arblaði DV 20. mars síðastliðinn, páskaeggið fékk fullt hús stiga, 10 frá öllum smökkurum. Á hverju ári kynnir Góa nýtt páskaegg til sögunnar í páskaeggja- fjölskyldu fyrirtækisins, en áhersla er lögð á að þróa ný og spennandi páskaegg, þar sem bæði er horft til þarfa í mataræði og að uppfylla drauma sælkeranna. Í ár kynnir Góa nýtt Appolo páskaegg með fylltum lakkrís í skelinni, en Íslendingar hafa lengi haldið upp á Appololakkrís- inn. Auk þess er hvítt páskaegg loks- ins í boði, hvítt Lindor egg. „Eggið er fallega rjómagult en fyllt með sams konar sælgæti og hin páskaeggin,“ segir Helgi. Í fyrra hóf Góa samstarf við spá- konuna vinsælu Siggu Klingenberg. „Páskaeggin hafa vakið mikla lukku, sérstaklega á meðal kvenna sem hrifnar eru af spá Siggu,“ segir Helgi, en í hverju Spádómseggi er að finna stjörnuspá fyrir hvert stjörnumerki fyrir árið og málshátt að hætti Siggu. Góa er einnig í samstarfi við Ein- ar Mikael töframann, en hann hefur átt miklum vinsældum að fagna hjá yngri kynslóðinni. Páskaeggin eru ætluð fyrir börnin og hafa að geyma sniðuga töfraskífu sem nota má til að búa til einfalt galdraatriði. n Góa kynnir tvö ný egg til sögunnar í ár: Apolló lakkríspáskaegg og hvítt Lindor páskaegg „Það er bara gaman að páskunum“ Spádómsegg Siggu Kling Góa hóf samstarf við spákonuna vinsælu í fyrra. Appolo páskaegg með fylltum lakkrís í skelinni. Hvítt Lindor egg. Fallega rjómagult egg sem fyllt er með sams konar sælgæti og hin páskaeggin. Helgi í Góu Hóf páska- eggjagerð í samstarfi við Jóhannes í Bónus fyrir u.þ.b. 15 árum. Valið best af krakka- dómnefnd DV Góu hreint páskaegg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.