Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 47
Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Fólk Viðtal 35 fyrir inntökuprófin voru námsárin henni engu að síður erfið, sérstak- lega andlega. Og oft hugsaði hún um að hætta við sönginn og snúa sér að einhverju öðru. „Þetta var svo krefjandi nám og ég hafði í raun enga grunnundirstöðu fyrir tón- listarnám, þótt ég hefði verið lengi í poppinu að syngja. Ég hafði lítið lært af viti áður en ég fór út. Þetta bar allt frekar bratt að.“ Missti heyrnina í söngnáminu Það var reyndar ekki nóg með að námið væri strembið, það háði Diddú töluvert hvað hún heyrði illa, en heyrn hennar skaddaðist þegar hún var barn. Sjálf telur hún að það hafi verið hettusótt sem skaddaði heyrnina, þegar hún var fimm eða sex ára gömul. Hún hafði þó lært að lifa með þessari fötlun sinni í dag- legu lífi, en það var erfiðara í krefj- andi söngnámi. „Ég þekkti auðvit- að ekkert annað og þetta var, þannig séð, eðlilegt ástand fyrir mér. Á fyrsta námsárinu mínu í London átti samt að reyna að laga verra eyrað, en það tókst ekki betur til en svo að ég missti alveg heyrnina á því eyra.“ Það örlar á dapurleika í rödd Diddúar þegar hún rifjar þetta upp, enda var þetta mikið áfall fyrir unga konu í söngnámi. „Ég vildi ekki trúa þessu lengi framan af. Beið alltaf eftir því að þetta lagaðist, en það gerðist aldrei.“ Diddú varð því að leggja enn harðar að sér í náminu en ella. „Þegar maður heyrir svona illa þá einbeitir maður sér mjög mikið, að reyna að ná því sem fólk er að segja við mann. Fyrir vikið var ég alltaf mjög þreytt. Ég sofnaði oft í sam- kvæmum og veislum.“ Diddú hlær þegar hún rifjar upp þegar hún, metnaðarfull konan, reyndi að taka þátt í félagslífinu af krafti þrátt fyrir að vera örmagna af þreytu. „Ég var þekkt fyrir það að sofna í veislum,“ bætir hún við sposk á svip. Uppgjöf ekki í boði Þetta ástand háði Diddú alveg þang- að til hún fékk heyrnartæki. Í dag er staðan þannig að hún er alveg heyrnarlaus á öðru eyranu, en heyr- ir ágætlega með hinu, með hjálp heyrnartækis. „Viðbrigðin voru rosa- lega mikil og ég skildi ekki hvernig ég hafði komist í gegnum samskipti við fólk fram að því. En það var einhver önnur skynjun sem tók yfir, held ég. Þetta var auðvitað ein af ástæðunum fyrir því að ég var oft komin að því að gefast upp. En mér tókst þetta með bjartsýnina að leiðarljósi. Ég horfi alltaf björtum augum á aðstæður og reyni að komast yfir erfiðleikana. Uppgjöf er eiginlega ekki til í mínum kokkabókum.“ Diddú og maður hennar, Þor- kell Jóelsson hornleikari, voru búin að vera saman í fimm ár þegar hún komst inn í skólann í London. Hann hafði verið þar í námi og hún ákvað að fylgja honum utan. Um svipað leyti og hún flutti út fékk hann hins vegar samning hjá Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Þau voru því lengst af í fjarsambandi meðan á náminu stóð. „Mér veitti reyndar ekkert af því að fá að vera í einrúmi og sökkva mér í námið. Ég var í skólanum öll- um stundum. Á þessum tímapunkti var ég oft að guggna á öllu. En ég var líklega ekki ein um það. Við vor- um 25 sem byrjuðum en aðeins átta sem kláruðum. Þannig það heltist töluvert úr lestinni,“ segir Diddú sem var elst í hópnum og fannst hún fyrir vikið gjarnan hafa móður- legum skyldum að gegna gagnvart samnemendum sínum. Hún bauð þeim til að mynda oft heim í mat til að sjá til þess að þau fengju góða næringu. Frestaði náminu vegna barneigna Diddú lauk náminu þrítug og var þá orðin ófrísk að tvíburadætrum sín- um. „Til stóð að fara strax í fram- haldsnám til Ítalíu. Ég var búin að fá pláss hjá kennara í Mílanó. En ég frestaði náminu þangað til tví- burarnir voru aðeins komnir á legg. Við fluttum með þær út til Verona þegar þær voru um eins og hálfs árs. Kennarinn sagði mér bara að slaka á og vera með börnunum, og koma þegar við værum tilbúin að flytja út,“ segir Diddú og brosir yfir skilningn- um sem hún mætti á sínum tíma. Eftir ársnám á Ítalíu fékk Diddú strax hlutverk hjá Íslensku óper- unni og þar með hófst formlega fer- ill hennar í sígildri tónlist. „Ég fór síðan árlega til Ítalíu í söngtíma. Al- veg þangað til að söngkennarinn minn var orðin mjög roskin og hætt að kenna. Söngurinn er svo sem ei- lífðarnám. Röddin breytist eftir því sem maður þroskast og eldist. Og fyrir okkur konur, sem göngum í gegnum barnsburð, þá hefur horm- ónaflæðið áhrif á röddina. Það kem- ur meiri dýpt og fylling í kvenröddina við það ferli,“ útskýrir Diddú. Á meðan hún stundaði klassíska söngnámið hvíldi hún að mestu leyti poppsönginn – fyrir utan fyrstu tvö sumrin í náminu í London. Þá söng hún inn á tvær plötur með Spilverk- inu. Hún fann að klassíska námið hafði ekki mikil áhrif á poppröddina og það var henni mikill léttir að geta gert hvort tveggja. Síðan þá hefur hún alltaf haldið poppröddinni við, þótt klassíkin hafi orðið ofan á. „Og nú ætla ég að taka þetta allt saman fyrir í haust, í tilefni afmælisins og fara í ævintýraferð með áheyrend- ur,“ segir hún glettin á svip. Elskar að standa á sviði Eins og áður sagði kemur Diddú frá mjög tónelsku heimili og áhugann á söngnum má í raun rekja bæði til móður- og föðurfjölskyldunnar. Langt aftur í ættir. „Þess vegna er þetta mér svo eðlislægt og hefur alla tíð verið. Það hefur aldrei verið neitt mál fyrir mig að standa á sviði. Og ég elska í raun að standa á sviði og syngja. Mér líður mjög vel þar. Við erum öll svona systkinin, bæði glöð og opin.“ Diddú segir sviðssjarma og persónutöfra vera óáþreifan- legt fyrir bæri, sem ekki sé hægt að kenna – það sé meðfætt. „Þetta verður að koma eðlilega innan frá og er mikil guðsgjöf.“ Diddú er fædd og uppalin í Reykjavík. Bjó fyrstu árin á Berg- þórugötunni, í húsi sem móðurafi hennar byggði. Svo flutti fjölskyldan í Vesturbæinn, á Sólvallagötuna, í hús í eigu föðurfjölskyldunnar. Hún gekk að sjálfsögðu hinn klassíska menntaveg Vesturbæingsins; Mela- skóli, Hagaskóli og MR. „Við vorum svo heppin að hafa frábæran tón- listarkennara í Melaskóla, Magn- ús Pétursson, sem samdi tónlist og stjórnaði kórnum. Ég tróð upp í fyrsta skipti í söngleik sem hann samdi, Grámann í Garðsholti, þar sem ég lék bóndakarl. Það lukkað- ist svona líka vel og eftir það var ekki aftur snúið,“ segir Diddú og brosir. Leiklistin höfðaði til Diddúar, líkt og söngurinn, og í raun var hún svo heilluð af heimi leiklistar- innar að hún skráði sig í SÁL leik- listarskólann (Samtök áhugafólks um leiklistarnám). „Ég kláraði ekki menntaskólann, ég átti eitt ár eftir þegar ég byrjaði í leiklistarkólanum. Þar kynntist ég Spilverksstrákunum, sem fljótlega buðu mér að ganga til liðs við þá.“ Diddú söng bakraddir inn á fyrstu plötuna þeirra. Með- an hún var í leiklistarnáminu mátti hún ekki koma fram opinberlega, samkvæmt reglum skólans. „En mér fannst svo spennandi tilboð Spil- verksdrengjanna, að ég hætti í skól- anum. Hætti aftur án þess að klára. Þarna var tónlistin að taka yfir- höndina.“ Höfðu lítið á milli handanna Þótt Diddú hafi verið ansi virk í fé- lagslífinu í MR þá var hún þægilegur unglingur, að eigin sögn. Hún hafði, og hefur enn, mikið jafnaðargeð sem hefur auðveldað henni að takast á við ýmsar hindranir í lífinu. „Ég hef það frá móður minni. Hún hafði mjög gott skap og tjónkaði vel við okkur systkinin, sjö í einu. En það var mik- ið fjör á heimilinu. Ég dáðist mikið að mömmu, eftir að ég komst til vits og ára, hversu yfirveguð hún var.“ Heimili fjölskyldunnar var mjög opið og börnin buðu gjarnan vinun- um með sér heim. Móðir Diddúar tók þeim öllum opnum örmum og kippti sér lítið upp við það þótt barnafjöldinn á heimilinu þrefald- aðist. „Pabbi var eina fyrirvinnan á heimilinu, hann var bankastarfs- maður og sá fyrir öllum skaranum. Við höfðum ekki mikið á milli hand- anna og það var til dæmis ekkert hljóðfæri til á heimilinu. Það kom ekki fyrr en ég var orðin 15 ára. Við áttum heldur ekki plötuspilara, það var bara gamla Gufan, þannig ég ólst upp við naumar aðstæður. En ég var alltaf glöð. Mamma var svo sterk og umvefjandi. Ég var aldrei vanþakk- lát eða að væla yfir því að hafa það ekki eins og aðrir,“ segir Diddú auð- mjúk um æskuárin í Vesturbænum. Byrjaði sex ára að vinna Það þurftu allir á heimilinu að leggja sitt af mörkum. „Ég var sex ára að verða sjö þegar ég byrjaði í vist. Tók strætó upp í Háaleitishverfi að passa barn. Ég var svo ellefu ára þegar ég tók að mér heimili. Passaði börn og sá um heimilið á meðan foreldrarn- ir unnu úti. Svo bar ég líka út blöð og vann sem sendill hjá Landssíman- um. Bara til að létta undir með for- eldrum mínum. Það þótti ekkert til- tökumál að senda mann í vinnu á þessum tíma. Ég fékk auðvitað borg- að fyrir og það kom sér mjög vel. Ég man að ég keypti mér fyrstu skólaföt- in sjálf, þegar ég byrjaði í sjö ára bekk, eftir sumarvinnuna. Fyrir minn eigin pening sem ég hafði unnið mér inn. Ég var mjög stolt af því.“ Vissi að þetta var maðurinn Diddú kynntist manninum sínum, Þorkeli, árið 1975. Árið sem allt gerðist. Árið sem tónlistin tók völdin og ástin bankaði að dyrum. Diddú telur að stjörnurnar hljóti að hafa verið hagstæðar það herrans ár. Það má í raun segja að tónlistin hafi leitt þau saman, en með krókaleið- um þó. Þorkell var í Tónlistarskól- anum með strákunum í Spilverki þjóðanna og Diddú elti þá á árshá- tíð skólans. Þar hittust þau. Hún hafði þó séð þessum unga manni bregða fyrir á götum borg- arinnar. „Ég sá hann niðri í Austur- stræti, þar sem hann labbaði hin- um megin við götuna. Ég vissi strax að þetta var maðurinn sem ég ætl- aði mér að eiga. Mér fannst hann mjög fallegur,“ segir Diddú kímin. En hún tilkynnti tilvonandi eigin- manni sínum þó ekki strax um ætl- unarverk sitt. „Ég sagði það ekki við hann á ballinu, en ég hringdi í hann skömmu síðar og bauð honum út.“ Hann þáði að sjálfsögðu boðið en það leit þó út fyrir það á tímabili að stefnumótið dytti upp fyrir. „Þetta gekk aðeins brösuglega. Hann mætti ekki á tilætluðum tíma og ég hélt hann hefði hætt við. Svo kom hann nú seint og um síðir.“ Slökkti eld fyrir stefnumótið Þorkell hafði þó góða afsökun fyrir seinkuninni. Líklega með þeim betri sem heyrst hafa – og sönn var hún líka. „Skýringin er mjög táknræn. Það kviknaði í húsi nágranna hans í Mosfellsdal og hann fór ásamt föður sínum að reyna að slökkva eldinn. Mér fannst það mjög táknrænt fyrir okkar fyrsta stefnumót. Það var mik- il brunalykt af honum þegar hann loksins mætti,“ segir Diddú og hlær sínum dillandi hlátri. Þótt Diddú hafi verið viss í sinni sök varðandi Þorkel, þá var hann aðeins varkárari í samskiptum þeirra. „Ég vissi þetta alveg. Ég hafði aldrei átt neinn kærasta áður. Þor- kell var sá fyrsti og eini,“ segir hún einlæg. „Stundum er það svoleiðis,“ bætir hún brosandi við. Diddú fylgdi svo Þorkeli upp í Mosfellsdal þar sem þau fjárfestu í litlu húsi – í sveitinni. Það var hins vegar ekki mikið um nútíma- þægindi í litla húsinu svo þau hjón- in urðu að taka það allt í gegn. „Það var ekki vatn, ekkert rafmagn og ekki neitt. Húsið var nánast ónýtt og við þurftum algjörlega að endurbyggja það. En þetta er stór lóð svo það var nóg pláss og við byggðum við hús- ið nokkrum árum síðar, þegar leyfi fékkst.“ Sér ekki eftir að hafa komið heim Þrátt fyrir að Diddú hafi að mestu leyti lifað og hrærst í íslensku tón- listarlífi á ferli sínum þá fær hún reglulega boð um að syngja í útlönd- um. Sem hún að sjálfsögðu þiggur. Hún hefur í raun gerst svo fræg að hafa sungið í öllum helstu tónlistar- höllum í heimi. „Það er alltaf svo gott að skipta um umhverfi. Syngja fyrir nýtt fólk og ný eyru. Ég hef ver- ið mjög lánsöm og hef meðal annars fengið að syngja í Carnegie Hall, sem er glæsilegasti tónlistarsalur- inn í New York, Rudolfinum í Prag, sem er álíka hátt skrifaður, í Bar- bican í London, í alls kyns höllum á Ítalíu, í Tjækovskí-tónleikasaln- um í Moskvu og í Pétursborg og í keisarahöllinni og Egginu í Beijing. Og svona mætti telja, þannig ég hef víða komið við.“ Aðspurð segir hún það vissulega hafa staðið til í upphafi söngferilsins að reyna að slá í gegn í útlöndum. „Það stóð til að námi loknu, en ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa snúið heim, og lagt mitt af mörkum til íslensks tónlistarlífs. Ég hef feng- ið gríðarlega mörg spennandi tæki- færi hjá Íslensku óperunni og sung- ið á mjög fjölbreytilegum tónleikum og uppákomum. Svo hef ég sungið inn á áttunda tug platna.“ Hún talar af einlægni um ferilinn á Íslandi þar sem hún hefur fengið að njóta sín til fulls. Hér hefur henni liðið vel og er meira en sátt við sitt. Lífið hefði orðið allt öðruvísi ef hún hefði ákveðið að reyna fyr- ir sér erlendis. „Maður verður að hafa mjög góðan umboðsmann til að slíkt gangi upp. Svo þarf mað- ur heldur betur að sanna sig, vera á réttum stað á réttum tíma. Ég dáist að krökkunum sem standa í þessu í dag, að reyna að koma sér á fram- færi. Það er alveg gríðarlegt fram- boð af glæsilegum ungum söngvur- um á markaðnum.“ Fyrir nokkrum árum síðan byrj- aði Diddú að kenna söng við Söng- skóla Sigurðar Demetz, Tónlistar- skólann í Reykjavík og LHÍ. Hún segir söngkennarastarfið bæði gef- andi og krefjandi. „Maður gefur mikið af sér og miðlar af reynslunni áfram. Þetta er mikið ábyrgðarstarf,“ segir hún og brosir. Málar og eldar Þegar Diddú er ekki að syngja sjálf eða kenna söng þá finnst henni mest gaman að dunda sér í eldhúsinu eða fikta við að mála. Þannig kúplar Missti heyrn Heyrn Diddúar skaddaðist vegna veikinda þegar hún var barn, en hún missti alveg heyrnina á öðru eyranu þegar hún var í söngnámi. Mynd SigtryggUr Ari „Ég man að ég keypti mér fyrstu skóla- fötin sjálf, þegar ég byrjaði í sjö ára bekk, eftir sum- arvinnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.