Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 60
48 Lífsstíll Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 K ynlífspressunni barst skemmtileg frásögn frá konu sem nýlega fór að prófa sig áfram í drottnandi hlutverki í kynlífinu. Við skulum kalla hana Helgu. Helga á eigin- mann, en er í opnu sam- bandi og stund- ar kynlíf og rómantíska samveru með öðrum mönnum líka. Að öðru leyti er hún ósköp venju- leg þriggja barna móðir í Kópavogi – stundar líkamsrækt í World Class og bakar pönnu- kökur á sunnudögum. Fyrir Helgu snýst drottnunin um að finna eigin styrk og minna um hið kynferðis- lega. Helga hefur talsverða reynslu af valdaskiptum í kynlífi, en hef- ur fram að þessu aðallega verið í undirgefnu hlutverki. Hér lýsir hún reynslu sinni: Ég var búin að eiga samskipti við Jóhann í nokkr- ar vikur áður en ég lét verða af því að hitta hann við þessar ákveðnu kringumstæður. Við kynntumst eins og hvaða vinir sem er, fórum saman í hádegismat, bíltúra og fengum okkur vínglas niðri í bæ. Ég fann að ég gat treyst honum, og líka að hann dáði mig takmarka- laust. Það skiptir mig miklu máli. Hann er séntilmaður af gamla skólanum – alls ekki groddaleg- ur eða uppáþrengjandi. Hann er kurteisin uppmáluð og ég finn að hann tekur undir og virðir allar mínar uppástung- ur og óskir. Hann hlýðir Ég finn hvernig ég vex sem drottnandi kona við að fá að vera í þessum karakt- er stutta stund í nærveru undir- gefins manns. Ég nýt þess að vita að ég geti smellt fingrum, sent honum textaskilaboð og hann mundi að öllum líkind- um hlýða mér án þess að krefjast neins annars. Mér dettur ekki í hug að hæðast að honum og hans þörfum – niðurlæging er ekki hluti af okkar sambandi. Ég kann vel við að finna fyrir drottnunareiginleik- um mínum, og nýt þess að séntil- maður eins og Jóhann líti á mig sem gyðju og óski einskis heitar en að fá að gera mér til geðs. Ég var búin að ákveða hvaða mörk ég vildi hafa gagnvart Jóhanni og gera honum ljóst að samband okkar mundi snú- ast um leik og vináttu. Kynferðis- lega yrði leikurinn algjörlega ein- hliða. Hann samþykkti það án athugasemda. Hælaskór og svartur kjóll Kvöldið sem ég þigg heimboð til hans geri ég ráð fyrir að stoppa stutt. Hann lætur mig vita að hann ætli að hafa gangstéttina tandur- hreina og snjólausa þegar ég kem keyrandi upp að húsinu. Það gef- ur mér jafnframt til kynna að hann muni kunna að meta að ég komi á hælum. Ég ákveð strax að ég vilji klæðast fötum sem gefa mér sjálfs- traust – fallegum svörtum kjól, uppáhaldssvörtu hælaskónum mínum og varirnar eldrauðar. Ég bið hann að taka á móti mér með vínglasi. Þegar ég mæti er ég sallaróleg. Ég finn að ég er sterk, og styrkist enn frekar við vit- neskj- una um að hann muni ekki ef- ast um mig, hæðast að mér, eða reyna að tækla mig andlega. Hér má ég vera ráðandi, og á að vera Gyðjan. Kynþokkafull þjónusta Jóhann tekur vel á móti mér klæddur því sem ég bað hann um að klæðast. Vínglasið til- búið á bakka. Ég veit að hann vill fá að hlýða og uppfylla ósk- ir mínar, svo ég vanda mig við að vera passlega kræf. Ég bið um alls kyns þjónustu sem keisaraynjur og drottningar fá frá þjónustudrengj- um sínum. Eftir klukkutíma dvöl er ég uppgefin. Það tekur virkilega á andlega að dvelja í þessu ráð- andi hlutverki. Eflaust tekur leik- urinn á hann líka, en ég er þess fullviss að hann njóti þess í botn að fá að þjóna mér. Þegar ég fer er hann búinn að fá að þjóna mér á algjör- lega ókynferðislegan en þó kynþokkafullan hátt. Ég veit að leikurinn æsir hann kynferðis- lega, en ég skipti mér ekki af því hvernig hann fær útrás eftir að ég er farin. Fyrir mig snýst leik- urinn um mitt vald og minn styrk. Ég er ákaflega sátt við þessa fyrstu leikreynslu okk- ar og hlakka til að þiggja heimboð aftur. Þá held ég jafnvel að ég taki með mér svipu eða spaða! n Djörf heimsókn í hælaskóm n Aðdáun, hlýðni og vald n Drottnandi kona finnur styrk sinn Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Ég kann vel við að finna fyrir drottn- unareiginleikum mínum, og nýt þess að séntil- maður eins og Jóhann líti á mig sem gyðju og óski einskis heitar en að fá að gera mér til geðs. Þjáist þú nokkuð af Tindermyndablindu? Kynlífsorðabankinn K ynlífspressan heldur áfram viðleitni sinni til að auðga ís- lenska tungu. Málið er auðugt, en það vantar nokkuð upp á þegar kemur að ást og losta. Hér eru orð vikunnar: Handrið - sjálfsfróun, óháð kyni. Lúftrúnk - þegar annarri höndinni er sveiflað í rúnkhreyfingu, augum gjarnan ranghvolft um leið. Yfirleitt notað til að lýsa vanþóknun. Að fara suður - að veita munn- gælur. Að fara afsíðis - að stunda sjálfs- fróun. Tindermyndablinda - þegar einstaklingur skráir sig á Tinder og birtir óviðeigandi myndir – er ekki dómbær á eigin myndir. Brómantík (e. bromance) - djúp vinátta eða ást milli tveggja gagn- kynhneigðra karlmanna. Kynlífsþynnka - tómleikatilfinning eftir ríkulega ástundun kynlífs. Oft hægt að koma í veg fyrir með sam- tölum og knúsi. n Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.