Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 62
Páskablað 31. mars–7. apríl 201550 Sport Chelsea meistari og Arsenal í öðru n Miðað við árangur liðanna það sem af er ári n Manchester-liðin í Meistaradeild n Nýliðarnir falla C helsea verður Englandsmeist- ari, Arsenal í 2. sæti og Manchester-liðin í 3. og 4. sæti þegar keppni í ensku úrvals- deildinni lýkur í vor. Þá munu Leicester, QPR og Burnley þurfa að sætta sig við að spila í Championship- deildinni á næsta tímabili. Þetta verð- ur niðurstaðan haldi liðin í ensku úr- valsdeildinni áfram á sömu braut og þau hafa gert til þessa á árinu 2015. Arsenal efst eftir áramót Arsenal er það lið sem fengið hef- ur flest stig á árinu 2015, eða 27 tals- ins. Manchester City, sem í dag situr í 2. sæti deildarinnar, hefur fatast flug- ið nokkuð eftir áramót og væri í 8. sæti ef deildin hefði byrjað um ára- mót. Liðið hefur fengið 18 stig í síð- ustu 11 leikjum sínum í deildinni. Haldi liðið áfram á sömu braut munu Englandsmeistararnir þurfa að gera sér að góðu að enda í 4. sæti deildar- innar. Manchester United, sem vann gríðarlega mikilvægan sigur á Liver- pool um þar síðustu helgi, er í dag í 4. sæti deildarinnar. Liðið hefur feng- ið 23 stig á árinu og haldi liðið áfram sömu stigasöfnun mun United ná 3. sæti deildarinnar og komast á nýjan leik í Meistaradeild Evrópu. Southampton og Tottenham í Evrópudeild Það var breska blaðið Telegraph sem tók upplýsingarnar saman og þótt þær byggi ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda gefa þær ágætis vísbendingu um lokastöðu deildarinnar. Aðeins átta umferðir eru eftir og þarf að hafa í huga að sum lið eiga eftir erfiðari leiki en önnur. Ekki er lagt mat á komandi leiki liða eða möguleika þeirra á stigasöfnun í þeim leikj- um sem eftir eru. Arsenal skaust á toppinn á árinu 2015 þegar liðið lagði Newcastle á útivelli, 2–1, og Liverpool tapaði á heimavelli fyr- ir Manchester United með sömu markatölu. Miðað við útreikninga Telegraph geta stuðningsmenn Liverpool vænst þess að liðið endi í 5. sæti deildarinnar með 73 stig, tveimur minna en Man chester City sem nær 4. sætinu. Að því gefnu að annaðhvort Liverpool eða Arsenal vinni enski bikarinn munu Tottenham og Southampton leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Að öðrum kosti mun bara Totten- ham komast þangað þar sem liðið mun að óbreyttu enda í 6. sæti deildarinnar en Southampton því 7. Nýliðarnir niður Fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni er hörð og er útlit fyrir að þau lið sem nú sitja í þremur neðstu sæt- unum falli um deild. Þetta eru ný- liðar Leicester, QPR og Burnley. Aftur þarf að hafa í huga að Burnley hefur átt ótrúlega erfitt leikjapró- gramm það sem af er árinu 2015. Í síðustu sex leikjum hefur liðið mætt Southampton, Manchester City, Liverpool, Swansea, Chelsea og Man chester United. Í næstu þremur leikjum mætir liðið Totten- ham, Arsenal og Everton en eft- ir það koma leikir gegn liðum sem eru neðar í deildinni. Að óbreyttu mun Burnley þó falla með 30 stig, einu minna en Sunderland sem mun enda í 17. sæti. Leicester verð- ur á botninum með 25 stig en QPR í 19. sæti með 26 stig. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Stigasöfnun eftir áramót Lið Stig Arsenal 27 Liverpool 26 Man. Utd 23 Tottenham 22 Chelsea* 21 Crystal Palace 20 Southampton 20 Man. City 18 Stoke 17 West Brom 16 Swansea 16 Everton 13 Hull 12 West Ham 11 Burnley 9 Newcastle 9 Aston Villa 7 Leicester* 6 Sunderland 6 QPR 4 *Chelsea og QPR hafa leikið 10 leiki eftir áramót en öll önnur lið 11. Væntanleg lokastaða Lið Stig Chelsea 85 Arsenal 81 Man. Utd 76 Man. City 75 Liverpool 73 Tottenham 69 Southampton 66 Stoke 55 Swansea 54 Crystal Palace 49 West Ham 49 West Brom 45 Everton 43 Newcastle 40 Hull City 36 Aston Villa 32 Sunderland 31 Burnley 30 QPR 26 Leicester 25 Annað sætið Haldi Arsenal áfram á sömu braut mun liðið enda í 2. sæti ensku úrvals- deildarinnar í vor. Alexis Sanchez er algjör lykilmaður í liðinu. ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir · Málningavinna Múrviðgerðir · Flísalagnir · Hellulagnir · Jarðvinna Lóðavinna Tilboð þér að kostnaðarlausu. Uppl. í síma: 820 8888 7 manna bíll - Leðurinnrétting - Sjálfskiptur - 17” Álfelgur - Bakkskynjarar - Spólvörn og stöðugleikakerfi - Sæti fellanleg ofaní gólf - Miðstöð afturí - Mikið litað gler í afturgluggum - ofl. lúxus. - Eyðsla í blönduðum akstri er 7,9 L Nývirði 10.4 milljónir þennan færðu á 2 milljónum minna eða 8.380 þús. Nýr Chrysler Town & Country DIESEL eftirársbíll ←
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.