Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 63
Páskablað 31. mars–7. apríl 2015 Sport 51 Skraut- legur félagSSkapur n Liðsfélagar Johns Terrys á löngum ferli hjá Chelsea Alex Hjá Chelsea: 2004–2012 Spilaði með Terry: 94 sinnum Brasilíumaðurinn Alex var í átta ár hjá Chelsea, frá 2004 til 2012. Alex fékk fá tækifæri undir það síðasta og svo fór að hann yfirgaf klúbbinn og gekk í raðir PSG. Er ástæðan rak- in til samskiptaörðugleika hans og Andres Villas-Boas. Alex leikur nú með Milan á Ítalíu. Tal Ben Haim Hjá Chelsea: 2007–2008 Spilaði með Terry: 11 sinnum Ísraelsmaðurinn kom á frjálsri sölu til Chelsea en spilaði bara eitt tímabil. Hann var ósáttur þegar landi hans Avram Grant var ráðinn sem stjóri félagsins en José Mourinho hafði fengið Ben Haim til félagsins skömmu áður en hann hætti. Tal Ben Haim spilar nú með Charlton. Winston Bogarde Hjá Chelsea: 2000–2004 Spilaði með Terry: 6 sinnum Bogarde hafði átt góðu gengi að fagna áður en hann gekk í raðir Chelsea, meðal annars með Barcelona og Ajax. Bogarde spilaði sárasjaldan fyrir Chelsea en þáði svimandi há laun með glöðu geði þar til samningur hans rann út 2004. „Allt snýst um peninga. Kaupin á mér eru kannski þau verstu í sögu úrvalsdeildarinnar en mér er alveg sama,“ lét hann hafa eftir sér. Khalid Boulahrouz Hjá Chelsea: 2006–2008 Spilaði með Terry: 16 sinnum Þó að Boulahrouz hafi stundum verið kallaður „Mannætan“ var ferill hans heldur litlaus hjá Chelsea. Hann yfirgaf félagið árið 2008 en var oftast í aukahlutverki hjá Chelsea-liðinu. Í dag spilar hann með Feyenoord í Hollandi. Jeffrey Bruma Hjá Chelsea: 2009–2013 Spilaði með Terry: 7 sinnum Bruma kom til Chelsea þegar hann var 15 ára og áttu margir von á því að hann yrði framtíðarleikmaður hjá Chelsea. Það gekk ekki eftir og var hann seldur til PSV í Hollandi árið 2013. Chelsea á þó forkaupsrétt á Bruma ákveði þeir að kaupa hann aftur. Gary Cahill Hjá Chelsea: 2012– Spilaði með Terry: 93 sinnum (enn hjá Chelsea) Fáir leikmenn hafa spil- að oftar við hlið Terrys en Gary Cahill sem kom frá Bolton árið 2012. Cahill er líka einn uppá- haldssamherji Terrys í vörninni og hefur fyrirliðinn farið lofsamlegum orðum um félaga sinn á undanförnum árum. Ricardo Carvalho Hjá Chelsea: 2004–2010 Spilaði með Terry: 158 sinnum Portúgalinn Carvalho var einn þeirra sem fóru með José Mourinho frá Porto til Chelsea árið 2004. Hann og Terry áttu ákaflega góðu gengi að fagna í vörn Chelsea og eru þeir líklega eitt besta miðvarða- par í sögu Chelsea. Carvalho er í dag á mála hjá Monaco. Marcel Desailly Hjá Chelsea: 1998–2004 Spilaði með Terry: 96 sinnum Franski heimsmeistarinn gekk í raðir Chelsea sumarið 1998 og þá var Terry að stíga sín fyrstu spor með aðalliði Chelsea. Terry hefur sagt að hann sé ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að læra af Desailly og segir að Frakkinn hafi hjálpað honum að bæta sig. Michael Duberry Hjá Chelsea: 1993–1999 Spilaði með Terry: 6 sinnum Segja má að Terry hafi verið arftaki Duberrys en hann yfirgaf Chelsea um það leyti sem Terry var að brjóta sér leið inn í aðalliðið. Terry hefur farið lofsamlegum orðum um Duberry, líkt og Desailly, og segir að hann hafi gefið sér mikinn tíma til að hjálpa Terry að bæta leik sinn. William Gallas Hjá Chelsea: 2001–2006 Spilaði með Terry: 187 sinnum Gallas og Terry spiluðu lengi saman og mynduðu frábært par í miðri vörninni. Með þá saman fékk Chelsea ekki á sig mark í 16 leikjum í röð. Árangur sem erfitt er að toppa. Jes Hogh Hjá Chelsea: 1999–2001 Spilaði með Terry: 4 sinnum Líklega ekki þekktasti samherji Terrys. Hogh er Norðmaður sem lék um skamma hríð með Chelsea og var hugsaður sem varaskeifa fyrir Desailly og Frank Leboeuf sem einnig varð heimsmeist- ari með Frökkum. Hann þurfti að leggja skóna á hilluna árið 2001 vegna meiðsla. Joel Kitamirike Hjá Chelsea: 2001–2004 Spilaði með Terry: 1 sinni Kitamirike fæddist í Úganda en flutti ungur að árum til Englands. Hann náði einungis að leika einn leik með Chelsea, gegn Hapoel Tel Aviv þegar helmingur leikmannahóps Chelsea neitaði að ferðast af öryggisástæðum. Hann yfirgaf Chelsea 2004. Árið 2008 var hann dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir að selja og hafa undir höndum fíkniefni. Spiluðu líka með Terry Robert Huth Hjá Chelsea: 2002–2006 Spilaði með Terry: 50 sinnum Branislav Ivanovic Hjá Chelsea: 2008– Spilaði með Terry: 232 sinnum (enn að spila) Tomas Kalas Hjá Chelsea: 2010– Spilaði með Terry: 1 sinni Bernard Lambourde Hjá Chelsea: 1997–2001 Spilaði með Terry: 10 sinnum Frank Leboeuf Hjá Chelsea: 1996–2001 Spilaði með Terry: 21 sinni David Luiz Hjá Chelsea: 2011–2014 Spilaði með Terry: 80 sinnum Michael Mancienne Hjá Chelsea: 2006–2011 Spilaði með Terry: 5 sinnum Emerson Thome Hjá Chelsea: 1990–2000 Spilaði með Terry: Tvisvar Kurt Zouma Hjá Chelsea: 2014– Spilaði með Terry: 15 sinnum (enn að spila) V arnarmaðurinn John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur ákveðið að framlengja samning sinn við topplið ensku úrvalsdeildarinn- ar og mun hann því spila með blá- liðum á næsta tímabili. Óhætt er að segja að Terry hafi marga fjöruna sopið á ferli sínum hjá Chelsea sem spannar hátt í tvo áratugi. Breska blaðið Daily Mail tók á dögunum saman upplýsingar um afdrif allra þeirra leikmanna sem spilað hafa við hlið Terrys í hjarta varnarinnar hjá Chelsea. Þar kennir ýmissa grasa; þar eru tveir heimsmeistarar, einn sem var fangelsaður fyrir að selja eit- urlyf og leikmaður sem reglulega fer á lista yfir verstu kaupin í sögu úr- valsdeildarinnar. n einar@dv.is Leiðtogi John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur spilað með ýmsum leikmönnum á löngum og farsælum ferli. HALTU HÚÐINNI GÓÐRI Dagleg notkun veitir sjáanlegan árangur Derma Wipes hreinsar húðina. Hentar vel fyrir feita húð og húð sem hættir til að fá bólur Fæst í apótekum um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.