Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 8.–10. september 20158 Fréttir Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ & Holtagörðum Netverslun: www.sportlif.is Sterkustu brennslu- töflur í Evrópu Nágrannaerjur á Njálsgötunni Unnur Guðjónsdóttir í Kínaklúbbnum hefur tvívegis lagt fram kæru á hendur Herði Torfasyni og eiginmanni hans U nnur Guðjónsdóttir, sem er oftast kennd við Kína- klúbb Unnar, hefur tví- vegis lagt fram kæru til lögreglu á hendur ná- grönnum sínum á Njálsgötunni, tónlistarmanninum Herði Torfa- syni og eiginmanni hans Massimo Santanicchia. Lögreglan ákvað þó að aðhafast ekkert frekar í málun- um. Hörður segir að Unnur fari með fleipur og hafi sjálf veist ítrek- að að nágrönnum sínum í mörg ár. Unnur lauk nýverið byggingu á tveggja hæða húsi að Njálsgötu 33b sem var reist á sama stað og áður stóð gamalt hús sem hún keypti og varð veggjatítlum að bráð, eins og DV greindi frá fyrir þremur árum. Húsið ætlar hún að leigja út en hún býr sjálfi í húsi sem er þar við hliðina. Lögð í einelti „Þeir hafa látið kvartanir rigna yfir byggingarnefnd Reykjavíkur, kvart- að og klagað í allar áttir en þeir hafa ekkert fengið fyrir sinn snúð,“ segir Unnur um þá Hörð og Massimo og vill meina að sá síðarnefndi hafi lagt hana í einelti, meðal annars með því að fleygja möl og sandi á lóðina hennar og yfir hana sjálfa. Einnig hafi hann borið aur og leðju upp á tröppupallinn við útidyrnar. Á dögunum hélt hún upp á 75 ára afmælið sitt og bauð kín- verska sendiherranum á Ís- landi og sendiherra Svíþjóðar ásamt fleirum í heimsókn. „Þá var Massimo að henda drasli á lóðina mína, könglum frá tré sem voru á minni lóð. Þessu hafði hann safn- að saman. Ég var komin í þjóðbún- inginn minn og var að reyna að tína þá upp áður en gestirnir komu.“ Hengdi upp tíbetskan fána Hún segir að Massimo hafi einnig á afmælisdeginum verið búinn að hengja upp tíbetskan fána á lóð sinni, en Kínverjar hafa ekki viljað viðurkenna sjálfstæði Tíbeta. Kín- verski sendiherrann mun hafa móðgast vegna athæfisins. „Gestirnir fóru að tala við hann og spurðu hvað væri að honum,“ segir Unnur en Massimo hefur að hennar sögn sett fánann upp í hvert skipti sem hún hefur haft Kínasafn sitt opið á laugardögum á sunnu- dögum, en safnið er í gömlu hest- húsi við hliðina á nýja húsinu. Bæði hefur fáninn verið settur á fána- stand en einnig límdur utan á hús- vegg þeirra. Losaði hverfið við veggjatítlur Sjálf segist hún hafa fylgt öllum reglum við byggingu nýja hússins. „Þegar þú sérð húsið þá er það ekk- ert annað en prýði fyrir hverfið. Það ættu allir að vera ánægðir með það. Ég losaði fólkið við veggjatítlurnar úr hverfinu. Þegar eitt hús er undir- lagt af veggjatítlum er mikil hætta á að þær fari í önnur hús og ég kom í veg fyrir það. Ég lét flytja burtu fleiri tonn af mold til að stoppa þessi kvikindi. Þeir hefðu getað sagt takk fyrir það,“ segir hún en ekki var þörf á því að brenna húsið á sínum tíma. Vildi kaupa sér frið Unnur ákvað að kaupa gamla veggjatítluhúsið og húsið á baklóð- inni vegna þess hve mikil læti voru þar í alls kyns fólki. Meðal annars hafi hassframleiðsla verið þar á tímabili. Hún hafi því viljað kaupa sér frið. Hún teiknaði innviði sjálf í nýja húsinu, setti upp loftljósin sjálf upp og tók ekki krónu í lán fyrir neinu. „Minn ellilífeyrir er kominn í þetta. Nú vantar mig bara góðan leigjanda,“ segir hún en tekur fram að kostnaðurinn við húsið hafi ver- ið geysimikill því dýrt hafi verið að láta grafa niður í jörðina fyrir nýj- um grunni með ýtum, vélum og fleiri tólum. Einnig segist hún hafa slétt- að út lóðina við Kínasafnið þannig að hægt væri að fara í hjólastól frá gangstéttinni inn í sal safns- ins. Einnig hjálpi til að hiti sé í allri stéttinni fyrir framan. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Hörður Torfason Unnur er ósátt við Hörð og eiginmann hans. Við nýja húsið Unnur við húsið sem hún byggði í stað þess gamla. Þormar ViGnir GUnnarsson Massimo ekki með eineltistilburði Hörður Torfason segist undrandi á því að Unnur skuli hafa farið í blöðin með málið. „Massimo hefur ekki verið með neina eineltistilburði. Unnur fer með fleipur. Það er hún sem hefur veist að ná- grönnum sínum ítrekað í mörg ár. Heilu húsfélögin geta borið vitni um það,“ segir hann og vill ekkert tjá sig meira um málið að svo stöddu. Fyrir framan gamla húsið Unnur Guðjónsdóttir þegar gamla húsið var rifið. mynd siGTryGGUr ari „Þá var Massimo að henda drasli á lóðina mína, könglum frá tré sem voru á minni lóð. Þessu hafði hann safnað saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.