Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 62
Afmælisblað 8. september 2015 40 ára 5 „Afrugluðu“ fréttirnar En hvernig var fréttaflutn- ingurinn öðruvísi? JBP: Við vildum hafa almennar fréttir og skrif­ uðum mikið fréttir sem hin blöðin höfðu sagt en „af­ rugluðum“ þær. Færðum þær yfir á mannamál. Og við vorum alltaf á móti ríkisstjórninni, sama hver var við völd. Við vildum segja erfiðar fréttir um siðlausar athafnir og aðr­ ar ánægjulegri í bland. Allar fréttir okkar voru skrifaðar eftir góðum heim­ ildum. Blaðið þurfti ekki að standa í stappi við dómstóla. Við vorum harðir þjóðfélags­ bætar, en réttlátir. SRE: Blaðið var líka vand­ lega yfir lesið af íslensku­ fræðingum og við lögðum mikla áherslu á gott málfar. JR: Svo helltum við okkur í neytendamálin og vorum frum­ kvöðlar á því sviði. Lesendabréfin urðu fræg, barst alltaf nóg af þeim? JBP: Við sömdum sum þeirra í byrjun, en þau fóru fljótlega að flæða inn. MH: Og smáauglýsingunum hnupluðum við frá Vísi. Mest urðu það fjórar síður. Við bjugg­ um til flokka í smáauglýsingun­ um sem var nýlunda. SRE: Við fengum konu inni á Laugalæk til að auglýsa barna­ vagn til sölu og birtum síðan frétt um að örtröð hefði verið hjá henni að skoða vagninn. Ýmsar nýjungar En dreifingin út um landið, hvernig gekk hún? MH: Blaðið var frá fyrsta degi öfl­ ugt alls staðar úti um land og við urðum stærri en Vísir alls stað­ ar, nema á Ólafsfirði og Akureyri. SRE: Ég hafði áður verið sölu­ stjóri hjá Skeljungi og fékk umboðs­ menn Shell úti um land til að sjá um dreifingu Dagblaðsins. Við höfðum líka viðburði úti um land til að vekja athygli á blaðinu. Sjórallið var mjög vinsælt og þá var komið við í kaup­ túnum hringinn í kringum landið. JR: Það voru búnar til ýmsar uppákomur. Þar á meðal var stjörnumessan, sem haldin var á Hótel Sögu, en þá voru poppurum veitt verðlaun í 10 til 12 flokkum. Ásgeir Tómasson sá um poppsíðuna. JBP: Þetta varð mjög vinsælt og við náðum vel til unga fólksins. Skömmu áður en blaðið leit dagsins ljós uppgötvaðist að myndasögurnar vantaði. Fara þurfti utan til að semja um kaup á myndasögum, en á þess­ um tíma var flugmannaverkfall. Ég heyrði því í Guðna í Sunnu sem var með leiguflugvél á leið til sólar­ landa sem hafði viðkomu í Kaup­ mannahöfn. Ég dreif mig utan með þeirri vél, fór úr sólar ferðinni í Kaup­ mannahöfn og fékk keyptan bunka af myndasögum í Kaupmannahöfn og enn meira efni í Stokkhólmi. Þetta voru flottustu myndasögurnar, heil opna, og í fyrsta blaðinu létum við fylgja með umfjöllun um höfundana. JR: Blaðamenn skiptu á milli sín að þýða sögurnar og setja textann inn, en það var mikil vinna. Ég var með ljósborð heima og konan mín sá lengi um að setja inn texta í mynda­ sögurnar. JBP: Ég þýddi Mumma meinhorn, skemmtilegt hrekkjusvín. Eru fleiri viðburðir minnis stæðir? JBP: Eitt sinn var það apríl­ gabb hjá okkur að tékkneski stórmeistarinn, Vlastim­ il Hort, léki fjöltefli síðar um daginn. Ég stakk upp á því hvort við ættum ekki bara að gera alvöru úr þessu. Hort var heldur betur til í að koma og haldið var 500 mann fjöltefli Dagblaðsins í Mýrarhúsa­ skóla. Fjölteflið stóð frá því snemma morguns og fram á nótt. Ég held að afrekið hafi ratað í metabók Guinness. JR: Fleiri uppákomur voru skipulagðar, til dæmis svifdreka­ flug. Við vorum líka frumkvöðlar um margt, til dæmis í umfjöllun um bíla. Við gáfum út 12 blaðsíðna bíla­ blað og ég átti eftir að skrifa um bíla næstu 30 árin. SH: Bílaumfjöllunin varð sérstök stofnun innan DV. Einu sinni gáfum við út sérblað um vinnubíla sem endaði í 56 blaðsíðum. SRE: Svo var líka efnt til áskrif­ endagetraunar þar sem var bíll í verðlaun, einn bíll dreginn út mánaðarlega í heilt ár. Við vorum líka með heimsreisu í verðlaun í áskrifenda getraun. JR: Og auglýsendur komu fljótt. Ásgeir Hannes Eiríksson var líka sölumaður af Guðs náð. Albert skrifar tékka Hinu nýja blaði var vel tekið og hlaut á skömmum tíma mikla útbreiðslu. Næstu árin ríkti hörð samkeppni milli Dagblaðsins og Vísis. Segja má að Dagblaðið hafi haft yfirhöndina í þeim bardaga og varð næststærsta blað landsins. Dagblaðið skilaði jafnan hagnaði og reksturinn taldist orðinn tryggur eftir fyrstu þrjú rekstrarárin. SRE: Fjárhagurinn var mjög erf­ iður í byrjun og fyrstu mánaðamótin voru ekki til peningar fyrir launum. Ég fór því út á Hótel Sögu og hitti mann sem skrifaði út ávísun upp á eina milljón króna. Þetta var Albert Guðmundsson. JR: Þetta var mikil vinna. Sér í lagi á föstudögum. Þá mætti ég á skrif­ stofuna klukkan átta að morgni og var kominn heim sólarhring síðar, því klára þurfti hvort tveggja föstu­ dags­ og laugardagsblaðið. Svona gekk þetta í mörg ár. Flestir starfsmenn voru jafnframt hluthafar í útgáfufélagi blaðsins. Hvernig gengu aðalfundirnir fyrir sig? JBP: Aðalfundirnir voru mjög stuttir. Yfirleitt um sjö mínútur. Ein­ hverju sinni kom Albert Guðmunds­ son of seint á aðalfund og þá var fundurinn búinn! Bisnessmenn framtíðarinnar En dreifingin? JBP: Dagblaðið kom út klukkan 12.00 um líkt leyti og Vísir, en þeir voru prentaðir á undan okkur í Blaðaprenti. JR: Blaðsöludrengirnir komu strax og ákveðnar sjoppur voru með forgang á dreifingu, sér í lagi sjoppur þar sem margir komu við í hádeginu. MH: Við gáfum blaðsöludrengj­ unum popp og kók meðan þeir biðu, svo þeir færu ekki beint að selja Vísi. Fyrsta daginn var upplag blaðsins fjórfalt og sumir blaðsöludrengir komu aftur og aftur að sækja auka­ skammt af blaðinu og sturtuðu pen­ ingunum á borðið. JBP: Konan mín hringdi um hádegis bil fyrsta útgáfudaginn og sagði mér frá því að Austurstræti væri fullt af fólki að kaupa blaðið og lesa svo við sendum ljósmyndara snarlega á staðinn sem náði þessum frægu myndum. SRE: Við ólum upp bisnessmenn framtíðarinnar. Margir hafa sagt mér síðan að þeir hafi hafið sinn feril sem blaðsöludrengir eða ­stúlkur hjá okkur. JBP: Í byrjun gengu blaðsölu­ drengirnir líka í hús og seldu blöð­ in, en áskrifendum átti eftir að fjölga hratt. SRE: Þeir voru um 4.500 í byrjun og fóru brátt í 16 þúsund. JR: Já, urðu rétt innan við 20 þús­ und. Dreifingin gekk mjög vel. Verkföll prentara voru árlegur viðburður á þessum tíma. Hvernig gekk að koma blaðinu út á meðan? JBP: Í verkföllum var blaðið prentað í Kassagerðinni og á fjöl­ ritunarstofum, en það var minna blað og minna upplag. SRE: Verkfallsverðir prentara reyndu eitt sinn að stöðva offset­ prentun blaðsins á fjölritunarstof­ unni í Ármúla. Við brugðum því á það ráð að fá fíleflda júdókappa til að standa vörð við innganginn. Og í einu verkfallinu betrektum við pylsu­ vaginn í Austurstræti með blaðinu. JR: Það var í tvöfaldri stærð og fólk þusti að til að lesa. Því var líka komið fyrir í glugga í Bankastræti. SRE: Við gáfumst aldrei upp. Varð aldrei stofnun Prentarar héldu enn einu sinni í verk­ fall haustið 1981 og blöðin hættu að koma út. Þeir Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Dagblaðsins, og Hörður Einarsson, stjórnarformaður Vísis, notuðu tímann í verkfallinu til að undirbúa sameiningu blaðanna. Dagblöðin komu aftur út að verk­ falli loknu, 25. nóvember 1981, en það varð síðasti útgáfudagur Vísis og Dagblaðsins. SRE: Ef við hefðum haldið áfram hefði Vísir hugsanlega orðið gjald­ þrota. Mig langaði ekki til þess. MH: Vísir var þá búinn að tapa smáauglýsingamarkaðnum. JBP: Við höfðum alltaf betur. MH: Samheldni starfsmanna var líka mikil. Við fórum í sumarferðir á hverju sumri með fjölskyldunum út á land og svo voru á hverju ári haldin vegleg jólaböll – líka fyrir blaðberana. JR: Dagblaðið varð aldrei stofnun. SRE: DV verður síðan framhald af Dagblaðinu. JR: 70% efnislega. Ég starfaði samfleytt með Jónasi frá 1971 til 2000 og aldrei kastaðist í kekki milli okkar. SRE: Við Jónas höfum þekkst mun lengur, eða alveg frá því að við vorum að vinna saman í Soginu við byggingu Steingrímsstöðvar fyrir bráðum 60 árum. Og við höfum aldrei rifist í öll þessi ár. SH: Á Vísi vantaði vinnugleðina. Þetta var aftur á móti svo gaman hjá okkur á Dagblaðinu og þarna mynd­ aðist þéttur vinskapur. JBP: … enda fengust menn oft ekki til að fara heim. Það lá við að næturvörður á skrifstofunni fengi slag eina nóttina er hann gekk fram á blaðamann nokkurn sofandi á rit­ stjórnarskrifstofunni. Það var alltaf gaman hjá okkur á Dagblaðinu. JR: Já, það var mikið brallað. n BJB Hópmynd af starfsmönnum Dagblaðsins, tekin í október 1975 Talið f.v. Björgvin Pálsson (sitjandi), Ásgeir Tómasson blaðamaður, Hallur Hallsson blaðamaður, Erna V. Ingólfsdóttir blaðamaður, Helgi Pétursson blaðamaður, Bjarnleifur Bjarnleifsson ljósmyndari, Þráinn Þor- leifsson gjaldkeri, Bolli Héðinsson blaðamaður, Atli Steinarsson blaðamaður, Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ásgeir Hannes Eiríksson auglýsinga- stjóri, Jón Birgir Pétursson fréttastjóri, Jóhannes Reykdal útlitsteiknari, Ómar Valdimarsson blaðamaður og Hallur Símonarson blaðamaður. Tekið á móti áskrifendum Heimilissýning í Laugardalshöllinni 1975. „Við vorum alltaf á móti ríkisstjórn- inni, sama hver var við völd. m y n D þ o r m A r V ig n ir g u n n A r ss o n samfellt ævintýri Auglýsingaturn Honum var komið fyrir utan Laugardalshöll meðan heimilissýningin stóð yfir. Aprílgabb varð að heimsmeti Eitt sinn var það apr- ílgabb Dagblaðsins að tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Hort léki fjöltefli síðar um daginn. Dagblaðsmenn ákváðu að gera alvöru úr þessu. Hort var heldur betur til í að koma og haldið var 500 manna fjöltefli Dagblaðsins í Mýrarhúsaskóla. Með fjölteflinu var sett heimsmet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.