Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 66
Vikublað 8.–10. september 2015 Fólk Viðtal 45 starfsmenn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar og sjúkraflutn- ingamenn og haft hefur verið sam- band við barnavernd Reykjavík- ur. Hún segist nú vera ráðþrota en vegna yfirgangs leigusalans seg- ir hún dóttur sína hafi hlotið and- legan skaða og sé nú, þrátt fyrir ungan aldur, í sálfræðimeðferð. Fjölskyldan borgar 150 þúsund krónur fyrir íbúðina á mánuði og hófst leigutímabilið í lok síðasta árs. Síðastliðinn desember var svo gerð- ur löggiltur samningur til eins árs. Imane segir þau ávallt hafa borgað leiguna og að í upphafi hafi sam- bandið verið, að mestu leyti, gott. „Fyrst greiddum við svart. Við þurftum að ganga örlítið á eftir því að leigusamningur yrði gerður,“ segir Imane um upphaf sambands- ins. Segir hana vaða inn á heimilið Leigusalinn er enn með skráð lög- heimili í íbúðinni og segir Imane að af þeim sökum hafi leigusalinn gert sig heimakominn á heimili hennar þegar honum sýndist. „Hún opnaði bara hurðina og kom inn. Stundum gerði hún sér samloku og settist með hana í sófann í stofunni. Þegar við báðum hana að fara út, neitaði hún oft að fara,“ segir Imane. Imane og eigin- maður hennar gerðu í upphafi lítið mál úr þessum skrýtnu heimsókn- um leigusalans. Veik vegna myglu í íbúðinni Snemma á árinu komust Imane og eiginmaður hennar að því að heitavatnsofn í stofu íbúðarinnar var skemmdur og vatn lak úr hon- um. Þau gerðu leigusalanum við- vart sem kom ásamt syni sínum að skoða aðstæður. Imane skrúfaði fyrir inntakið á ofnin- um og sagði leigusalinn að hann skyldi sjá um málið en sagði við Imane að engin mygla hefði myndast. Það var hins vegar ekki rétt. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur tölu- verð mygla mynd- ast og segir Imane að hún hafi haft veru- leg áhrif á heilsu fjöl- skyldunnar. „Sjúkrareik- ingurinn fyrir síð- asta mánuð var yfir 20 þúsund krón- ur. Ég þurfti sem dæmi að hringja tvisvar á sjúkrabíl í sama mánuðinum því að ég átti veru- lega erfitt með að anda. Þá eru litla barnið mitt og eiginmaður minn einnig mikið veik vegna myglunn- ar,“ segir Imane og bætir við að leig- usalinn kenni fjölskyldunni um að hafa skemmt íbúðina. Imane hafði samband við Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur eftir að heilsu fjölskyldunnar tók að hraka. DV hefur bréf sem Imane fékk frá heilbrigðiseftirlitinu undir höndum en þar segir: „Í ljósi þess að í íbúðinni býr ungbarn er lögð aukin áhersla á að gerðar verði endurbætur nú þegar. Húsnæðið er óíbúðarhæft uns úr- bætur hafa verið gerðar.“ Bréfið er sent 13. ágúst síðast- liðinn. Ekki hafa verið gerðar þær úrbætur sem þörf er á. „Ég hata þessa helvítis múslima“ Imane segir að leigusalinn vilji losna við fjölskylduna en hafi aldrei farið fram á það með formlegum hætti. „Hún er að reyna að bola okkur burt svo við förum en þyrftum áfram að greiða leiguna þar til samningur- inn rennur út,“ segir Imane. Fyrir skemmstu var Imane tjáð að umrædd íbúð yrði boðin upp á nauðungaruppboði í september. Imane ákvað þá að hætta að borga leiguna og hefur ekki borgað síð- ustu tvær greiðslur. Í kjölfarið krafðist Imane þess að leigusalinn sýndi að hann ætti enn tryggingu, 400 þúsund krónur, sem hún borgaði við upphaf leigusamn- ings. Imane tók það samtal upp og eins og heyra má á hljóðupptök- unni hótar leigusalinn Imane og kallar hana fúkyrðum. „Mér er alveg sama hvað ger- ist fyrir ykkur. Þrír menn munu koma og henda ykkur út,“ segir leig- usalinn en stuttu síðar segir hún að mennirnir séu orðnir fimm. „Ég hef heimilisfang hérna, ég get flutt hingað og búið hér. Þetta er mitt hús,“ segir leigusalinn en þá segir Imane að hún ætli að hafa samband við lögmann og þá segir leigusalinn: „Þú ert helvítis tík. Þú hefur engan heila því að þú ert múslimi,“ en þá upphefst mikið rifrildi og kall- ar Imane leigusalann rasista og ját- ar hann því. „Já, ég er rasisti. Ég hata þetta fólk, ég hata þessa helvítis múslima, ég hefði aldrei átt að leigja ykkur húsið. Þið hafið eyðilagt líf mitt,“ segir leigusalinn en viðstödd rifr- ildið voru eiginmaður Imane og barn þeirra. Eftir rifrildið sýnir leigusalinn að hann eigi enn trygginguna. Imane biður leigusalann þá að opna reikn- inginn sem tryggingin er á. Í ljós kom að hún hafði verið lögð inn á reikninginn í ágúst, eða átta mánuð- um eftir að hún var greidd. Leig- usalinn sagðist þó aldrei hafa snert peninginn og sagði að bókari færi með þessi mál fyrir hennar hönd. Segir lögreglu að hún óttist um öryggi dóttur sinnar Alls segir Imane að hún hafi fimm sinnum leitað til lögreglu vegna ágangs og áreitis leigusalans. Í einni lögregluskýrslu, sem DV hefur und- ir höndum, vill Imane kæra leigu- salan fyrir hótanir og segir: „Mér líður mjög illa vegna þessa og er mjög óörugg í íbúðinni og einnig hrædd um dóttur okkar.“ Imane segir að lög- reglan hafi komið á vett- vang, líkt og segir einnig í skýrslunni, og rætt við leig- usalan en þar með hafi að- gerðum lögreglu lokið. Þá leitaði Imane einnig eftir aðstoð frá barnavernd þar sem hún segir að leig- usalinn hafi hótað barni hennar. „Hún tók upp dóttur mína, sem þá var níu mánaða gömul, og sagði að hún myndi henda henni í gólfið ef ég borg- aði ekki leiguna strax,“ segir Imane og bætir við að hún hafi þá orðið log- andi hrædd og sagt að hún myndi greiða hvað sem er til að fá barnið aftur. Leigusalinn notaði eigin lykil Í myndbandi sem sjá má á dv.is má sjá þegar leigusalinn reynir að komast inn í íbúðina en eiginmaður Imane heldur hurðinni til að hindra að hann komist inn. Þar segist leigusalinn vilja losna við fjölskylduna út úr íbúðinni: „Fólk er að koma að laga húsið mitt áður en þið skemmið það meira.“ Eigin- maður Imane biður hana að fara úr gættinni svo hann meiði hana „ Í ljósi þess að í íbúðinni býr ung- barn er lögð aukin áhersla á að gerðar verði endur- bætur nú þegar. Húsnæð- ið er óíbúðarhæft uns úr- bætur hafa verið gerðar. „Það var aldrei ætlunin að meiða einhvern. Gólfið Parketið í íbúðinni er farið að gliðna. Myndband á dv.is Imane tók upp myndband af því þegar eiginmaður hennar þurfti að hald a úti- dyrahurðinni svo leigusalinn kæmist ekki in n en dyrnar opnaði hann með eigin lykli. Myglusveppur Ekki er annað að sjá á þessari mynd en myglusveppur sé í íbúðinni. Frágangur er víða lélegur. „Við erum hrædd“ Imane og eiginmaður hennar, Ladislav hafa átt stormasamt samband við leigusalann sinn. Imane kvartar undan því að enginn virðist geta gert neitt í málinu. Þau hafa ítrekað leitað til lögreglu. Leigusalinn ber af sér allar sakir en viður- kennir að stór orð hafi fallið. Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Óttast leigusalann og um öryggi fjölskyldu sinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.