Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Qupperneq 17
Fréttir 17Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Sviðin jörð svikula veitingamannsins grein um Grím þar sem meðal annars kemur fram að hann sé orðinn 100% öryrki eftir vinnuslys í skipasmíða­ stöð í Noregi. Þann 3. september 2011 birtist viðtal við Grím í sænska dag­ blaðinu Tidningen Ångermanland þar sem hann fer yfir sögu sína. Í dramatískri frásögn segir hann að slysið hafi átt sér stað sex árum fyrr, árið 2003, um borð í bát í hans eigu sem var við veiðar í Norður sjó. Þó að tímasetning og atburðarás séu á reiki þá er engum blöðum um það að fletta að Grímur lenti í alvarlegu slysi. Sam­ kvæmt sænska dagblaðinu voru fæt­ ur hans byggðir upp með einhvers konar silíkonefni og í líkama hans er rafhlaða sem gerir honum kleyft að hreyfa útlimi sína. Í viðtalinu grínast Grímur með að hann sé „stærsta gervityppi veraldar“. „Slysið átti sér stað árið 2003. Það eru til læknaskýrslur um það,“ segir Grímur og kemur af fjöllum varðandi fréttaflutning DV fjórum árum fyrr. Hundeltur af barna- verndaryfirvöldum Grímur bjó í Noregi og Svíþjóð í tæp tuttugu ár, með hléum. Áður en hann flutti endanlega út var hann hins vegar undir eftirliti barnaverndar­ yfirvalda sem gekk afar hart fram gegn honum vegna gruns um líkam­ legt og kynferðislegt ofbeldi gegn eigin börnum. Þann 12. sept­ ember 1994 birtist umfjöllun í DV um meintan kynferðisafbrotamann sem framvísaði fölsuðum prófgráð­ um þegar hann falaðist eftir störf­ um við menntastofnanir úti á landi. Í fréttinni kom fram að maðurinn væri grunaður um kynferðisafbrot gegn eigin börnum og hefði verið úr­ skurðaður í 28 daga gæsluvarðhald í Noregi vegna málsins. Skömmu síð­ ar birtist viðtal við Grím í dagblaðinu Eintaki þar sem hann bar harm sinn á torg varðandi fréttaflutning DV og sagði að um „skipulagðar persónu­ legar ofsóknir“ væri að ræða. Stormasamt samband við tengdafjölskylduna Grímur á þrjú börn með fyrri eigin­ konu sinni, Birgittu Huld Birgis­ dóttur. Þau giftust í Noregi þann 17. júní árið 1985 en þar bjuggu foreldrar hennar. Í viðtalinu lýsir Grímur stormasömu sambandi sínu við tengdafjöl­ skyldu sína og segir að hún hafi aldrei tekið sig í sátt enda voru þau 7. dags aðventistar sem fordæmdu meðal annars notkun hans á áfengi og sígar­ ettum. Tvíburasystir Birgittu, Alda Líf, lagði meðal annars fram kæru til Félagsmálastofn­ unar Hafnarfjarðar sem snerist um að Grímur beitti elsta son sinn andlegu og líkamlegu of­ beldi sem og að báðir foreldr­ ar vanræktu son sinn. Á þeim tíma var elsti sonur þeirra hjóna í fóstri hjá foreldrum Gríms í Hafnarfirði. Í greinargerð um málið á sínum tíma voru Grím­ ur og Birgitta hreinsuð af ásök­ ununum. „Slyppur og snauður, rúinn mannorði“ Grímur flutti svo til Íslands 9. júní 1989 þegar hann fékk starf við Menntaskólann á Egilsstöð­ um. Hann starfaði við skólann í eitt skólaár en yfirgaf bæinn vegna „of­ sókna félagsmálayfirvalda“ og þess að „bærinn var byrjaður að tala um að ekki væri allt með felldu“. Grímur sótti um störf um allt land, meðal n Svikið tugi manna um laun n Kveikt í húsi hans í Svíþjóð og hann barinn með hafnaboltakylfu n Tvívegis tekið við viðurkenningu úr hendi forseta Íslands Tvær viðurkenningar úr hendi forseta Þrátt fyrir stuttan en vafasaman feril í veitingarekstri hérlendis þar sem hvorki eru greidd laun, staðið í skilum við leigusala né birgja þá vekur það óneitanlega athygli að Grímur Vilhelmsson hefur tvisvar fengið viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís­ lands. Verðalaunin heita „Fyrirtæki mannúðar“ og eru veitt árlega. Í svari frá forsetaembættinu kemur fram að Fjölskylduhjálp Íslands beri alfarið ábyrgð á því hverjir séu tilnefndir og forsetinn afhendi aðeins viðurkenningarnar fyrir samtökin. Anna Valdís Jónsdóttir, verkefnisstjóri útibús Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ, segir að Grímur hafi boðið skjólstæðingum samtakanna í nokkur skipti í mat á veitingahúsi sínu og að mikil ánægja hafi ríkt með framtaks. „Hann hefur reynst okkur vel,“ segir Anna Valdís og bendir á að yfirleitt fái allir þeir sem styrki sam­ tökin um ákveðna upphæð mannúðarverðlaunin. „Viðmiðið er 100 þúsund krónur. Við höfum ekki burði til þess að fara í ítarlega bak­ grunnsskoðun á gjöfum til Fjölskylduhjálpar,“ segir Anna Valdís. „Sagði að um „skipu­ lagðar persónu­ legar ofsóknir“ væri að ræða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.