Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Síða 22
22 Fréttir Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 – Vegferð fjölskyldna langveikra barna um þjónustukerfið. Málþingið 30. október kl. 14.00 á Hilton Nordica Dagskrá og skráning á www.umhyggja.is. AðgAngur ókeypis n Hagnaður Subway jókst um 100 milljónir milli ára n Skúli segir tækifæri í fjölda ferðamanna S tjarnan ehf., rekstrarfélag Subway- skyndibitastaðanna á Íslandi, hagnaðist um rúmar 174 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2014. Þannig jókst hagnaður Stjörnunnar um rúmar hundrað milljónir króna milli ára en árið 2013 skilaði félag- ið tæpum 72 milljónum í hagn- að. Félagið, sem er með einkaleyfi fyrir og rekur 23 Subway-staði hér á landi, er í eigu Skúla Gunnars Sig- fússonar athafnamanns í gegnum Leiti eignarhaldsfélag ehf. Hagnað- ur síðasta árs helgast fyrst og fremst af áhrifum frá fasteignafélagi Skúla, dótturfélagi Stjörnunnar. Bátar fyrir 1,8 milljarða Af sölutekjum Subway í fyrra má ráða að Íslendingar hafi keypt Subway-báta og aðrar veitingar á veitingastöðunum fyrir rétt rúmlega 1,8 milljarða króna. Heildarrekstrar- tekjur félagsins, upp á tæplega 1,9 milljarða króna, standa reyndar nánast í stað milli ára en rekstrar- gjöld nema 1.837 milljónum króna. Aukinn hagnaður Stjörnunnar milli ára skýrist fyrst og fremst af áhrif- um dótturfélagsins Sjöstjarnan ehf. sem er fasteignafélag Skúla. Í árs- reikningi kemur fram að hlutdeild Stjörnunnar í afkomu dótturfé- lagsins séu um 168 milljónir króna. Þetta staðfestir Skúli í samtali við DV. Hagnaður fasteignafélagsins nam á síðasta ári 206 milljónum króna en fasteignir Sjöstjörnunnar eru metnar á rúma 2,8 milljarða króna. Sterk staða félagsins Eigið fé félagsins nemur rúmum 805 milljónum króna, eignir félagsins eru metnar á rúma 1,5 milljarða króna á móti skuldum upp á samtals 758 milljónir. Fram kemur í skýrslu stjórn- ar í ársreikningnum að tillaga um arð- greiðslu verði lögð fram á aðalfundi en engar upplýsingar liggja fyrir um arðgreiðslur til eigenda undanfarin ár. Vöxtur hér á landi Samkvæmt ársreikningi störfuðu 150 starfsmenn við heilsársstörf hjá fé- laginu í fyrra. Hin alþjóðlega keðja telur 40 þúsund veitingastaði í rúm- lega hundrað löndum um allan heim. Fyrsti Subway-staðurinn á Íslandi var opnaður árið 1994 af Skúla Gunnari í Faxafeni í Reykjavík. Í dag eru 15 stað- ir í Reykjavík en 8 á landsbyggðinni, þar af eru tveir í Reykjanesbæ, tveir á Akureyri og svo eru staðir á Selfossi, í Vestmannaeyjum, Akranesi og Egils- stöðum. Skúli bjartsýnn Aðspurður hvort enn séu tækifæri til vaxtar hér á landi í ljósi þess að tekjur Subway stóðu því sem næst í stað milli ára segir Skúli svo vera. „Já, það eru tækifæri en það hefur aukist samkeppnin sem er auðvitað af hinu góða. Eins og allir vita hefur ferðamönnum fjölgað gífurlega og því fylgir aukning og fjölgun af flóru góðra veitingastaða. Við höldum ótrauð áfram. En við erum komin með 23 staði í 330 þúsund manna landi og því miður getum við ekki endalaust vax- ið og bætt við. En við erum bara bjart- sýn.“ Umsvif Skúla í veitingarekstri hér á landi einskorðast ekki við Subway því hann er einnig einn af aðaleigendum Hamborgarafabrikkunnar í gegnum Leiti og á 25 prósenta hlut á móti Sig- mari Vilhjálmssyni og Jóhannesi Ás- björnssyni sem eiga 35 prósenta hlut hvor. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Athafnamaður Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway, er eigandi Stjörnunnar ehf. rekstrarfélags veitingastaðanna. Hagn- aður síðastliðinna fimm ára nemur rúmum 620 milljónum króna. Mynd RóBeRt ReyniSSon Hagnaður Stjörnunnar ehf. undanfarin ár Ár Hagnaður í milljónum kr. 2014 174,2 2013 71,7 2012 132 2011 120 2010 124 Alls 621,9 Fasteignafélag hífir upp hagnað Subway „Við erum bara bjartsýn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.