Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Qupperneq 35
Umræða Stjórnmál 35 Þ ann 27. október var alþjóð- legur dagur iðjuþjálfunar og af því tilefni langar okk- ur að fjalla um iðjuþjálfun og mikilvægi þess að öll börn í landinu hafi sama aðgang að þjónustu iðjuþjálfa óháð búsetu. Markmið okkar er að hvetja bæjar- félög landsins til að efla þjónustu iðjuþjálfa við börn. Iðjuþjálfun er ung og vaxandi fræðigrein um heim allan sem á rætur sínar að rekja til fyrri heims- styrjaldarinnar. Fyrsti íslenski iðju- þjálfinn hóf störf á Kleppsspítala árið 1945. Árið 1976 var svo Iðju- þjálfafélag Íslands stofnað og hef- ur félagið verið í örum vexti síð- an. Frá árinu 1997 hefur fagið verið kennt við Háskólann á Akureyri og er námið fjögurra ára nám við heil- brigðisdeild skólans. Hvað er iðjuþjálfun? Iðjuþjálfun auðveldar fólki að taka virkan þátt í iðju sem er þeim mik- ilvæg og stuðlar að auknu sjálfræði og lífsfyllingu. Iðjuþjálfar hafa sér- þekkingu á daglegri iðju manns- ins. Þegar talað er um iðju er átt við allt það sem einstaklingur tekur sér fyrir í daglegu lífi í þeim tilgangi að annast sig og sína, vinna ýmis störf og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Iðja er t.d. það að klæða sig og snyrta, útbúa mat, aka bíl og vinna við tölvur. Skjólstæðingar iðjuþjálfa eru ýmist einstaklingar eða hópar sem vegna röskunnar á þroska, veikinda, áfalla, eða öldr- unar hafa takmarkaðan möguleika á iðju. Einnig veita iðjuþjálfar stjórnsýslu, stofnunum eða félaga- samtökum þjónustu sem hefur áhrif á heilsufar fólks og möguleika þeirra til að velja og stunda iðju. Iðjuþjálfar vinna með fólki á öllum aldursskeiðum og þarf þjónusta þeirra að vera aðgengileg innan og utan hefðbundinna heilbrigðis- stofnanna. Hlutverk iðjuþjálfa get- ur verið, þjálfari, talsmaður, ráð- gjafi, leiðbeinandi, rannsakandi fræðimaður, stefnumótandi eða stjórnandi. Iðjuþjálfun barna Vinna iðjuþjálfa með börnum er margbreytileg. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleik- um með athafnir daglegs lífs. Oft er um að ræða börn sem eru með frávik í skyn- og hreyfiþroska eða börn sem eiga í erfiðleikum með vitræna þætti og atferli. Einnig vinna iðjuþjálfar með börnum sem skortir færni í daglegu lífi vegna hreyfiþroskaröskunar eða hreyfi- hömlunar og þurfa í einhverjum tilfellum á hjálpartækjum að halda. Heilsuvernd og forvarnir barna og unglinga eru einnig hluti af starfsviði iðjuþjálfa. Iðjuþjálfi tekur mið af styrkleikum, þörfum og um- hverfi barns og vinnur að því að fyr- irbyggja eða leysa ákveðinn vanda. Iðjuþjálfi einblínir ekki einungis á styrk og þarfir barnsins heldur legg- ur hann einnig ríka áherslu á styrk- leika fjölskyldu barnsins í heild svo bæta megi lífsgæði og þátttöku þess í daglegu lífi. Hvar er þjónusta iðjuþjálfa veitt fyrir börn? Þær stofnanir sem veita börnum þjónustu iðjuþjálfa á Íslandi eru Æf- ingastöðin, Barna- og unglingageð- deild og Greiningar- og ráðgjafa- stöð ríkisins. Einnig er að finna iðjuþjálfa starfandi hjá nokkrum sveitarfélögum og skólum. Iðju- þjálfun hefur þó ekki náð sömu fótfestu innan íslenska sjúkra- og skólakerfisins líkt og víða erlendis þar sem er að finna iðjuþjálfa inn- an þeirra kerfa í auknum mæli. Örfá sveitarfélög á landinu bjóða uppá þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Oft á tíðum þurfa börn og foreldrar að fara langar vegalengdir til að sækja þjónustu iðjuþjálfa. Það er bæði kostnaðar- samt og tímafrekt. Foreldrar hafa í mörgum tilfellum ekki kost á því að aka langar vegalengdir, þar sem það þýðir að taka þarf frí úr vinnu oft hálfan eða heilann dag. Tökum dæmi um barn sem býr á Djúpavogi, þetta barn þarf að sækja þjónustu iðjuþjálfa einu sinni í viku. Til að fá viðeigandi þjónustu þarf að fara með barnið upp á Eg- ilsstaði. Það þýðir dagsferð fyrir for- eldra barnsins. Yfir vetrartímann er oft ófært og því fær þetta barn ekki þá þjónustu sem það þarf. Ef skoðað er annað dæmi um barn sem býr í Reykjanesbæ sem þarf að fara vikulega í iðjuþjálfun kemur í ljós að þar er enginn iðju- þjálfi starfandi á barnasviði. Þetta barn þarf því að fara til Hafnar- fjarðar eða Reykjavíkur til að sækja þjónustu iðjuþjálfa. Sama á við um mörg sveitarfélög úti á landi. Vegalengdir eru langar og veður óútreiknanlegt. Skortur á iðjuþjálfum starfandi í sveitarfélög- um úti á landi veldur því að börn eru ekki að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Við viljum því hvetja öll bæjarfélög til að koma á stofn þjón- ustu iðjuþjálfa við börn og ung- menni. n Heimildir: http://doktor.is/ grein/barnaidjuthjalfun, Iðja heilsa og velferð, Leikur og iðja http://staff.unak.is/not/larag/Hug- myndafraediidj.pdf. Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Iðjuþjálfun og aðgangur barna að þjónustu iðjuþjálfa Jódís Garðarsdóttir, Katrín Aðalsteins- dóttir og Thelma Karen Kristjánsdóttir 4. árs nemar í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri Aðsent „Skortur á iðju- þjálfum starfandi í sveitarfélögum úti á landi veldur því að börn eru ekki að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Ísland taki almenna afstöðu gegn efnahagsþvingunum Í sland er eitt þeirra ríkja sem eiga sérstaklega mikilla hagsmuna að gæta af því að milliríkjaviðskipti séu án allra þvingana. Ríflega 53% af þjóðarframleiðslu Íslands eru í formi útflutningstekna. Þetta er mjög hátt hlutfall í alþjóðlegum saman- burði. Í Bandaríkjunum eru útflutn- ingstekjur aðeins 12% af þjóðar- framleiðslu og líklega er hlutfall útflutnings hjá Evrópusambandinu litlu hærra. Bandaríkin og ESB fórna því hlutfallslega margfalt minni hags- munum en Ísland með því að taka þátt í efnahagsþvingunum. Þegar stjórnvöld brjóta mann- réttindi eða jafnvel alþjóðalög eru fyrstu viðbrögð alþjóðasam- félagsins yfirleitt þau að semja harðorðar ályktanir. Dugi ekki að álykta er í einstaka tilfellum grip- ið til viðskiptaþvingana til að auka þrýstinginn. Með viðskipta- þvingunum er þess freistað að fá brotleg stjórnvöld til að breyta hegðun sinni til betri vegar. Því miður skila efnahagsþvinganir mjög sjaldan tilætluðum árangri en þær valda iðulega búsifjum hjá al- mennum borgurum og gera þannig aðstöðu þeirra sem átti að hjálpa verri en hún var. Afleiðingar viðskiptaþvingana geta í sumum tilfellum haft áhrif á íslensk fyrirtæki eða byggðarlög sem reiða sig á útflutning til við- komandi ríkis. Þegar tjón leiðir af utanríkisstefnu hlýtur að vera eðli- leg krafa að stjórnvöld bæti viðkom- andi tjónið. Það er erfitt að réttlæta að tjón af utanríkisstefnu íslenskra stjórnvalda leggist tilviljanakennt og bótalaust á einstök fyrirtæki eða sveitarfélög sem hafa viðurværi sitt af utanríkisviðskiptum. Mannréttindabrotum þarf að sjálfsögðu ávallt að mótmæla harð- lega, en það bætir ekki heiminn að leggja út í viðskiptaþvinganir sem skaða fyrst og fremst innlend fyrir- tæki og almenna borgara í viðkom- andi ríki. Í dag er Ísland þátttakandi í við- skiptaþvingunum gegn fjölmörgum ríkjum. Á vegum Sameinuðu þjóð- anna tekur Ísland þátt í aðgerð- um gegn fimmtán ríkjum. Þessu til viðbótar er Ísland þátttakandi í viðskiptaþvingunum Evrópusam- bandsins gegn Hvíta-Rússlandi, Bosníu Hersegóvínu, Egyptalandi, Gíneu, Moldóvu, Mjanmar, Sýr- landi, Túnis, Úkraínu, Rússlandi, Krím og Simbabve. Íslandi ber engin skylda til að taka þátt í þess- um aðgerðum ESB því Ísland er ekki aðili að ESB og utanríkismál eru ekki hluti af EES samningnum. Íslandi er frjálst til að móta sér þá almennu stefnu að taka ekki þátt í þvingunaraðgerðum gegn öðr- um ríkjum. Undantekning frá þeirri reglu væru aðgerðir sem ákveðnar eru á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna eða NATO. Um leið væri rétt að falla frá þátttöku Íslands í öllum þvingunaraðgerðum sem eru hluti af utanríkisstefnu ESB. n Kjallari Frosti Sigurjónsson þingmaður framsóknarflokksins „Því miður skila efnahags- þvinganir mjög sjaldan tilætluðum árangri. Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.