Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 54
46 Skrýtið Sakamál Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Í mars árið 1999 fóru bandarísku hjónin Shelley Tyre, sem var skólastjóri á Boston-svæðinu, og David Swain, sem höndlaði með köfunartæki, ásamt vinafólki sínu í frí til Tortola. Fríinu vörðu þau um borð í snekkju og nutu þess að kafa, meðal annars niður að Twin Tugs, flökum dráttarbáta sem sökkt var við Mabouya-eyju í sept- ember 2007 og eru mjög vinsæl á meðal reyndra kafara. Á síðasta frídeginum köfuðu hjónin enn og aftur niður að flök- unum en fyrir Shelley þá yrði um síðustu köfun að ræða – í orðsins fyllstu merkingu. Einn vina hjón- anna fann lífvana líkama hennar á 80 feta dýpi, kom honum upp á yf- irborðið og kallaði á hjálp. David, sem hafði á árum áður unnið við neyðarlæknaþjónustu, brást skjótt við en eftir að hafa reynt endurlífg- un í um þrjár mínútur lét hann gott heita – Shelley var látin. Virtist borðleggjandi Lögreglu á Tortola sýndist sem ekki væru brögð í tafli og David var frjáls ferða sinna eftir að hún ræddi við hann. Honum var afhent lík Shelley og fór með það heim, til Rhode Is- land í Bandaríkjunum. David hafði samband við fjöl- skyldu sína og Shelley sem eðlilega var brugðið, en fjölskyldu henn- ar var fyrirmunað að skilja hvernig Shelley hefði getað látið lífið með þessum hætti. David virtist aftur á móti dafna vel í kjölfar slyssins að mati þeirra sem til þekktu. Don nokkur Badger hafði á orði að David væri „of léttur í lund“ og bætti við: „Þessi náungi er of ánægður.“ Lögfræðingur ráðinn Hjúskaparsáttmáli Swain-hjón- anna kvað á um að David fengi ekki einn eyri af auðæfum eigin- konu sinnar ef til skilnaðar kæmi. Shelley skildi eftir sig andvirði um 80 milljóna króna og David beið ekki boðanna eftir að hann fékk aðgang að fénu. Hann eyddi á báða bóga, fór iðulega í frí og fór að gera hosur sínar grænar fyrir hnykk- lækni að nafni Mary Basler, konu sem hann sagði vera „sálufélaga“ sinn, aðeins tveimur vikum eftir dauða Shelley. Innan tíðar var fræ grunsemda fjölskyldu Shelley orðið að fullvissu um að David væri úlf- ur í sauðargæru og ári eftir dauða hennar réð hún lögfræðing sem ásamt teymi sínu ákvað að kafa í málið. Undarlega skemmd öndunargríma Að undirlagi lögfræðingsins skoðuðu sérfræðingar köfunarbúnað Shelley og komust að þeirri niðurstöðu að skemmdir á öndunargrímunni kæmu spánskt fyrir sjónir. Engu lík- ara væri en að tekist hefði verið á um hana og leiddar að því líkur að David hefði komið aftan að Shelley og rifið með herkjum af henni grímuna. Árið 2006 lét fjölskylda Shelley slag standa og höfðaði einkamál á hendur David Swain fyrir dómstól- um á Rhode Island. Niðurstaðan var sú að David væri ábyrgur fyrir dauða eiginkonu sinnar. Hann var dæmd- ur til að greiða fjölskyldu Shelley 3,5 milljónir Bandaríkjadala en kom með krók á móti bragði, lét lýsa sig gjaldþrota og borgaði aldrei krónu. Yfirvöld á Tortola rumska En dómurinn sem kveðinn var upp á Rhode Island vakti athygli yfir- valda á Tortola sem ákváðu að leggja fram ákæru á hendur David og árið eftir, 2007, var hann framseldur frá Bandaríkjunum til Tortola. Við réttarhöldin fékk kviðdóm- ur að heyra, meðal annars, að Dav- id væri svikull eiginmaður sem hefði haldið fram hjá Shelley. Einnig kom fram að munnstykki öndunargrímu Shelley hafði aldrei fundist, önn- ur sundblaðkan fundist hálfgrafin í sandrifi á botni sjávar og að súrefn- iskútur Shelley hafði ekki verið tóm- ur. Allt var þetta talið ótvíræð stað- festing á að átök hefðu átt sér stað. Dómur fellur Hjúskaparsáttmálinn og auðæfi Shelley voru síðan rúsínan í pylsu- endanum hjá saksóknara á Tortola. Verjendur Davids héldu því fram að Shelley hefði setið að sumbli kvöldið fyrir síðustu köfunina. Hún hefði misst stjórn á sér, einhverra hluta vegna, ekki ráðið við aðstæður og drukknað. Þeir sögðu enn frem- ur að niðurstöður krufningar væru ófullnægjandi en ekki væri loku fyrir það skotið að hjartaáfall hefði orðið henni að aldurtila. Kviðdómarar lögðu ekki trúnað á orð verjenda Davids og 23. nóvem- ber var hann dæmdur til 25 ára fang- elsisvistar. Átakanleg fortíð og áfrýjun En ekki voru öll kurl komin til graf- ar og David ákvað að áfrýja dómn- um. Dóttir hans frá fyrra hjónabandi sagði við blaðamenn að kviðdómur þyrfti að heyra af átakanlegri fortíð föður síns – bróðir Davids hefði barið móður þeirra til bana og faðir þeirra hefði, áður en það gerðist, yfirgefið fjölskylduna til að verða kona. Árið 2012 var áfrýjun Davids tek- in fyrir en hvort áföll hans fyrr meir höfðu eitthvert vægi skal ósagt látið. Hins vegar komst áfrýjunardómstóll að þeirri niðurstöðu að pottur hefði verið brotinn hvað varðaði tilmæli dómara til kviðdómara í upphaflegu réttarhöldunum. Kviðdómurum hefði nánast verið sagt að hundsa málflutning verjenda og þrýst á þá um að hallast að sjónarmiði sækj- anda. Sektardómi Davids Swain var snúið og í dag er hann frjáls maður. n „Don nokkur Badger hafði á orði að David væri „of léttur í lund“ og bætti við: „Þessi náungi er of ánægður. Glöð á góðri stund David og Shelley Tyre þegar lífið lék í lyndi. Ódæði eða Óhapp n Shelley Tyre lést við köfun n Eiginmaður hennar sýndi litla sorg Í sjónvarpsviðtali David Swain hefur reynt að útskýra hvað gæti hafa orðið Shelley að aldurtila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.