Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Page 59
Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Sport 51 Keppnismanneskja Þegar Ragna meiddist ákvað hún að hugsa vel um sig, andlega og líkamlega, og koma sterkari inn á völlinn en andstæðingar hennar. Það gekk eftir og hún fór á Ólympíuleikana 2008. sín fyrstu skref inni á vellinum gekk Íslendingum afar vel og áttu afreks- menn í badminton. Hún hafði fyr- ir vikið sterkar íslenskar fyrirmynd- ir til að líta upp til og má nefna að þau Árni Þór Hallgrímsson, Broddi Kristjánsson og Elsa Nielsen kepptu þá um allan heim og meðal annars á Ólympíuleikunum. „Ég var frekar ung þegar ég var að sýna að ég hefði mikla hæfileika og gat fylgst með þeim og séð fyrir mér að það væri framtíð í sportinu. Þegar ég var sextán ára komst ég svo í úrslit á Íslandsmótinu á móti Elsu í fyrsta sinn. Þetta var þess vegna gott um- hverfi fyrir mig til að alast upp í. Ég gat alltaf keppt við þá sem voru eldri en ég og þegar þau fóru að heltast úr lestinni þá hafði ég strákana til að keppa við,“ segir Ragna. „Ég spilaði alltaf mjög mikið við stráka og ólst í rauninni upp við að spila við þá. Fyrir vikið hafði það talsverð áhrif á minn leikstíl. Hann varð „strákaleg- ur“ – mjög sóknarlegt spil – og er- lendir þjálfarar höfðu oft orð á því við mig.“ Heimakær Ragna kaus að æfa hér heima enda voru aðstæður hér á landi kjörnar fyrir hana, TBR studdi vel við bakið á henni og hún gat því búið og æft heima. Það var henni mikilvægt, enda afar heimakær. „Þjálfararnir mínir, Jónas Huang, sem er fædd- ur í Kína – Mekka badmintonsins, og Árni Þór, eru alveg frábærir. Að- stæðurnar sem ég hafði hér voru fyrir vikið mjög góðar,“ segir Ragna sem ferðaðist þó mjög víða á ferlin- um, yfirleitt tvisvar í mánuði. Hún fór í æfingabúðir erlendis og keppti reglulega. „Mig langaði ekki að flytja eitthvert út þess eins að æfa, ég vildi hafa eitthvað annað með bad- mintoninu og geta hitt fjölskyldu mína þegar mér hentaði. Ég er mjög heimakær og er fegin að ég tók þá ákvörðun að fara ekki ein út til að æfa. Stuðningurinn hér var svo mik- ill og mikilvægur,“ segir hún og því fer enda fjarri að hún hafi verið föst hér heima. Hún fór mjög víða, bæði í keppnis- og æfingaferðir, klifraði upp heimslistann og vakti verð- skuldaða athygli. Ferðalög og einmanaleiki „Ég fór mjög oft út. Ég var til dæmis í Evrópuhópi sem hittist mjög reglu- lega og æfði saman. Ég keppti svo í öllum heimsálfum, fékk að fara til staða sem ég hefði annars aldrei far- ið til. Svo var það auðvitað þannig að þegar að ég kom á þessa staði var ég fyrst og fremst að einbeita mér að keppninni. Ef mér gekk vel þá gat ég auðvitað ekkert skoðað þá en ef ég datt út snemma gat ég fengið að skoða mig um. Þessum ferðalög- um fylgdi mikil gleði, að fá þessi tæki- færi,“ segir hún. Ferðalögin gátu þó orðið ein- manaleg, sérstaklega í fyrstu, þegar hún var mjög ung og fór á öll mót einsömul. „Þegar ég stefndi að Ólympíuleik- unum árið 2004 ferðaðist ég ein í tvö ár og fór út um allt. Mér fannst það mjög erfitt, enda var þetta stundum þannig að ég talaði ekki við neinn í tvo sólarhringa – ekki orð! Þetta voru löng ferðalög, ég fór meðal annars til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Ég sagði við Badmintonsamband Íslands og TBR að ég gæti ekki gert þetta ein aftur, þegar stefnan var tekin á leikana 2008. Þetta var bara allt of erfitt,“ segir hún. Það var einnig í hennar höndum að panta flug, sjá um gistingu, nær- ingu og að halda utan um æfingar, mót og æfingadót fyrir öll ferðalög- in. „Ég eyddi mörgum klukkutím- um á dag í að leita mér að sem ódýr- ustu flugi, hótelum, ferðum til og frá hótelum og íþróttavöllum. Þá ákvað TBR að senda þjálfarann minn með mér,“ segir hún og næstu árin voru þau í raun óaðskiljanleg. „Hann fór alltaf með mér og setti eiginlega sitt líf á bið til að vera með mér að keppa í útlöndum og æfa tvisvar á dag þess á milli. Við vorum nánast eins og hjón – alltaf saman. Ég var mjög heppin að TBR var tilbúið til að koma til móts við mig á þennan hátt,“ segir hún. „Það var svo mikil- vægt að hafa einhvern til að tala við, fara yfir stöðuna og geta reitt sig á einhvern. Ég sá ennþá um skipulag- ið, gekk frá flugi og öllum bókunum, en ég var ekki lengur ein,“ segir hún. Sigraði krossbandið Fyrsta tilraun Rögnu við Ólympíuleik- ana var árið 2004, en þegar það gekk ekki upp setti hún strax stefnuna á leikana í Peking árið 2008. Allt hafði gengið vel þar til kom að sjálfu Ólympíuárinu, árinu sem ákvarðar hvort badmintonspilarar fá að taka þátt. Föstudaginn 13. apríl 2007 sleit Ragna krossband í hnénu á móti í Hollandi þar sem hún var ein á ferð. „Ég var í hörkuleik við stelpu sem var á svipuðum stað og ég á heimslist- anum. Aðstæðurnar voru ekki góð- ar, ég rann til og sleit krossbandið. Ég heyrði þegar það slitnaði. Í mörg ár á eftir heyrði ég þetta hljóð – þegar það slitnaði – á kvöldin þegar ég var að fara að sofa, og ég þurfti að fá hjálp hjá íþróttasálfræðingi til að komast yfir það,“ segir hún. Hún gekk á milli lækna sem sögðu allir að hún myndi ekki fara á Ólympíuleikana. „Ég trúði því ekki. Ég hugsaði með mér að mér væri ætlað að fara á þessa leika. Ég hafði misst af leikunum 2004 og allt sem ég gerði miðaðist við að ég færi til Peking. Ég gekk á milli lækna sem voru allir svartsýnir – skiljanlega – þetta voru þannig meiðsli. En svo sagði einn þeirra mér að 30 prósent þeirra sem væru með slitið kross- band gætu haldið áfram án þess að fara í aðgerð. Ég ákvað að taka slaginn og treysta honum, enda sjálf tilbúin til þess að leggja mjög mikla vinnu á mig til að komast þangað,“ segir hún. Við tóku miklar æfingar þar sem hún styrkti alla litlu vöðvana í hnénu og lærði að spila „með“ meiðslun- um en ekki á „móti“ þeim. Hún hélt sér inni á topp fimmtíu á heims- listanum og topp 16 í Evrópu þetta ár með því að æfa vel; bæði líkama og sál. „Ég ákvað að æfa hugarfar- ið betur en allir aðrir og vera sterk- ari andlega en andstæðingar mínir á vellinum,“ segir hún. Sem hún og gerði. Hún keppti meðal annars á heimsmeistaramóti og í Ástralíu þar sem hún náði öðru sæti á gríðar- sterku móti þar sem hún vann með- al annars þá sem hún var að keppa við þegar hún sleit krossbandið. Þetta gerðist allt á innan við þremur mánuðum eftir meiðslin. „Þegar litið er til baka má segja að þetta ár hafi verið það næstbesta árangurslega séð á mínum ferli. Mér gekk mjög vel og ég fann það á mér að mér væri ætlað að fara á þessa leika,“ segir hún. Það var því stór stund þegar hún steig loksins inn á leikvanginn í Peking og fékk að upplifa leikana í fyrsta sinn, eitthvað sem hún hafði stefnt að í fjöldamörg ár. Pressan var mikil og hún var mjög stressuð. Allt í kringum leikana var íburðarmikið og hún hafði aldrei keppt fyrir framan eins marga áhorfendur. Hlutirnir gengu ekki sem skyldi og hún meiddist. En hún var reynslunni ríkari eftir þá og setti sér strax það markmið að komast á Ólympíuleikana árið 2012, í London. „Ég fór svo í aðgerðina fljótlega eftir leikana 2008,“ segir hún. Annað tækifæri Ólympíuleikarnir 2012 voru allt önnur upplifun. Ragna hafði staðið í þessum sporum áður og núna gekk allt eins og best var á kosið. Hún vann frækilegan sigur í sínum fyrsta leik. Hún tapaði öðrum leik sínum gegn sterkum andstæðingi og til- kynnti öllum það að óvörum í sjón- varpsfréttunum um kvöldið að þetta hefði verið hennar síðasti leikur. „Ég vildi hætta á toppnum. Ég var búin að ákveða að hætta eftir Ólympíuleikana þó að það væri ekki opinbert. Ég hafði æft í 21 ár, þar af 11 sem atvinnumaður og hafði þjösnast algjörlega á líkama og sál. Mér fannst ég vera á toppnum á mínum ferli og ég var tilbúin til þess að hætta. Þetta áttu alltaf að verða tvennir Ólympíuleikar og ég var ekki tilbúin til þess að skuldbinda mig fram að næstu leikum í Rio. Ég veit ekki hvort ég hefði haldið það út líkamlega heldur. Svo var ég búin að kynnast stráknum sem ég vissi að ég vildi alltaf vera með, mig langaði að fara að stofna fjölskyldu,“ segir hún. „Ef einhverjum hefði tekist að sannfæra mig um að spila í fjögur ár í viðbót hefði það ekki verið gert af jafn mikilli gleði og ánægju eins og öll hin árin. Ég var búin að fá mig fullsadda,“ segir hún. Ragna fór í kjölfarið tveggja mánaða frí erlend- is þar sem hún og maðurinn hennar tóku sér góðan tíma til þess að taka ákvörðun um framtíðina. Margir höfðu sterkar skoðan- ir á þessu og var hún meðal annars tekin fyrir í áramótaskaupinu. „Mér dauðbrá þegar brandari um mig birtist á skjánum í áramótaskaup- inu. Það var það síðasta sem ég hélt að myndi gerast,“ segir hún og skellihlær. „Fólk áttaði sig kannski bara ekki á því að ég hafði verið að spila mjög lengi og var orðin 29 ára. Það eru örugglega mjög margir sem ekki skilja hvers vegna ég hætti, en þetta var hárréttur tími fyrir mig.“ Öðruvísi líf Lífið breyttist mikið eftir þessa ákvörðun. Ragna á von á öðru barni sínu í janúar, er í fullri vinnu, fær föst laun og lífið er í öðrum skorðum. „Nú er maður kominn í þann pakka – allt öðruvísi líf,“ segir hún. „Ég er mjög ánægð með að hafa upplifað þessi þrjátíu ár og gert það sem mig langaði til og farið svo í þetta hlut- verk,“ segir hún. Hún hefur þó ekki sagt skilið við badmintonið endan- lega þó að hún spili fyrst og fremst golf þessa dagana og sýni þar mikla hæfileika. Lengi sá hún sjálf um hóp hjá TBR fyrir unga og efnilega badmin- tonspilara sem höfðu tekið ákvörðun um að snerta ekki áfengi né önnur vímuefni. Hópurinn hittist reglulega, æfði eða gerði eitthvað skemmtilegt saman. Hann er enn starfræktur og Ragna segir að það sé mikilvægt að viðhalda svona hópi og hvetja ung- menni til að velja það sjálf að halda sig frá vímuefnum. Hún gerði það sjálf og telur það hafa veitt sér mik- ið forskot. Það ferst henni líka vel úr hendi að styðja við ungt afreksfólk og miðla þekkingu sinni til þeirra, bæði í starfi sínu hjá ÍSÍ en einnig persónulega, enda þekkir hún vel til þess hvað þarf til að ná árangri. Leitin að næstu Rögnu Ingólfs- dóttur í badminton stendur þó enn yfir. „Það hefur verið frekar mikið kynslóðabil á eftir mér. Ég veit að með minni innkomu í badminton fjölgaði stelpum sem æfa, en það er samt eins og það hafi myndast stórt bil. Næsta góða badmintonkonan – ég veit ekki alveg hvar hún er en ég bíð eftir henni,“ segir hún. n Lagði allt í sölurnar Allt annað fékk að lúta í lægra haldi fyrir badmint- oninu. Mynd Sigtryggur Ari „Ég var alveg tilbúin til þess að leggja til hliðar allt annað fyrir badmintonið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.