Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 64
56 Lífsstíll Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR Drullubolti, kastali, hrafnsungi og nekt n Nokkrir einstaklingar lýsa sérkennilegum draumförum sínum F yrir marga eru draumar inn- blástur og uppspretta hug- mynda, þeir geta glatt og þeir geta hrætt og þeir geta fyllt okkur af alls konar til- finningum, allt frá örvæntingu til losta. Í raun vitum við voðalega lítið um ástæður þess að okkur dreymir í svefni. Við vitum þó að alla dreymir, en fólk man mismikið af draumun- um þegar það vaknar. Draumar eru virkastir í svokölluðum REM- svefni, þegar virkni heilans er líkust því sem gerist í vöku. Enn er deilt um hvers vegna okkur dreymir og ýmsar tilgát- ur um ástæður drauma hafa litið dagsins ljós. Ein tilgátan gerir ráð fyrir að draumar séu leið heilans til að flokka og vinna úr öllu því áreiti sem hefur dunið á skynfærunum í vöku. Því hefur verið haldið fram að þegar við erum virk í að læra eitt- hvað nýtt, dreymi okkur meira – og því megi ætla að draumar hafi eitt- hvað að gera með minnið. Aðrir hafa nefnt tilfinningalega úrvinnslu og enn aðrir halda því fram að draumar séu ekkert nema bull sem heilinn framkallar til að slaka á. Hvað svo sem ástæðunum líður eru draumar heillandi fyrirbæri og alltaf gaman að heyra um það sem fólk dreymir. Við fengum nokkra einstaklinga til að segja fá eftir- minnilegum draumum sínum. n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is  Hrafnsungi í fataskáp Jón Örn Loðmfjörð skáld „Ég bjargaði litlum hrafnsunga sem ég faldi í fataskápnum heima hjá mér. Svo fór ég með hann í göngutúr á kvöldin og gætti þess að enginn sæi hann. Hann stækk- aði og stækkaði og ég man hvað mér þótti hann orðinn fallegur og hve stoltur ég var af honum. Skildi alls ekki hvers vegna fólki þætti hrafnar almennt ljótir.“  Linda Pé í drullubolta Þorgrímur Þráinsson rithöfundur „Mig dreymir reglulega, sem mér þykir dásam- legt, en oftar en ekki hverfa draumarnir eins og dögg fyrir sólu um leið og ég rumska aftur inn í raunveruleikann, sem getur reyndar verið draumi líkastur! Ég nýt mín sérstaklega á næturnar því mér finnst fátt notalegra en að hverfa inn í veröld sem er okkur hulin en þó æsispennandi. Þar eiga ýmis ævintýri sér stað sem þola ekki dagsljósið! Síðustu nótt dreymdi mig fótboltaleik í hellirign- ingu á velli sem var eitt drullusvað. Eini samherjinn sem ég man eftir var Linda Pé og ég gaf boltann upp kantinn og hljóp síðan sjálfur fyrir markið. Linda ætlaði aldrei að komast upp kantinn til að gefa boltann fyrir, jafnvel þótt ég væri í dauðafæri. Ég beið og beið og Linda hljóp og hljóp, skæl- brosandi, skítug upp fyrir haus en eins og í öllum draumum er ómögulegt að hlaupa hratt. Að lokum, þegar Linda nálgaðist boltann sem beið hennar við endalínuna, var ég algjörlega tilbúinn að taka við draumasendingu frá henni. En Linda hitti ekki boltann, flaug á hausinn, stakkst enn og aftur á kaf í drulluna en reis samstundis upp, sigri hrósandi, skellihlæjandi og naut þess út í ystu æsar að reyna að taka þátt í leiknum, með engum árangri.  Nakinn í leikaramartröð Sumarliði V. Snæland leikari „Ég var baksviðs í Borgarleikhúsinu og verið var að sýna Mary Poppins. Það er ekki frá- sögur færandi nema fyrir þær sakir að ég hef aldrei unnið þar né tekið þátt í uppfærslu á þeirri sýningu. Nema hvað, nafnið mitt er kallað og ég á að fara á svið. Ég vissi ekkert hvað ég átti að fara að gera eða segja en mér var bara ýtt út á svið. Fjöldi annarra leikara og dansara kemur á sviðið og einhver tónlist byrjar. Ég stend þarna og veit ekkert hvað ég á að vera að gera á meðan restin af fólkinu er að dansa á fullu og syngja eitt- hvað óskilgreint. Ég stend þarna og byrja að hreyfa mig einhvern veginn og muldra einhverja vitleysu til að gera mig ekki að fífli. Þá átta ég mig á að ég er nakinn.“  Kemst ekki í kastalann Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona „Ég er stödd í þykkum skógi sem ég giska á að sé lengst inni í Rúmeníu. Hinn möguleikinn er að hann sé ekki í þessum heimi. Það er dimmt, loftið er hlaðið spennu og ég veit að ég þarf að komast að voldugum kastala sem stendur á dramatískum kletti talsvert langt frá mér. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég á að gera í þessum kastala en það er nánast ómögulegt því skógurinn tefur mig. Hann er hann erfiður yfirferðar og í honum búa ýmsar furðuverur sem reyna að stöðva mig, til dæmis refamaðurinn sem er maður sem heldur að hann sé refur og lifir lífi sínu þannig. Ég hef átt marga mismunandi drauma í þessum skógi út frá ýmsu sjónarhorni en aldrei komist að kastalanum.“  Hugguleg lestarferð Bergljót Björk Halldórsdóttir, sælkeri og skrifstofudama „Ég sat í lest á leiðinni til staðar sem ég hef ekki komið á áður. Ég var eitthvað ringluð í draumnum yfir því hvort ég væri þarna í vinnuferð eða í fríi. Tilfinningin var góð og ég hlakkaði til að komast á áfangastað. Þegar ég vaknaði leið mér vel, en ég spáði ekki í það fyrr en seinna hvað draumar um lestar eru taldir tákna!“  Amma og rauðu blómin Teitur Atlason, starfsmaður Gistiskýlisins við Lindargötu „Einn draumur sem hefur fylgt mér lengi gerist í fjölbýlishúsi. Fjölbýlishúsið er blokk með bakgarði og ég horfi inn um einn glugg- ann frá annarri íbúð. Veggir byggingarinnar eru ómálaðir en hvítar kalkútfellingar leka niður veggina sem eru blautir. Nýafstaðin rigning hefur skilið eftir sig polla og það glansar á steypuna því sólin skín skært. Það er logn og það er alveg kyrrt. Fyrir innan gluggann er amma mín. Hún tekur ekkert eftir mér og ég fæ mjög sterkt á tilfinninguna hversu leiðinlegt sé að hún búi þarna í þessari ömurlegu og niðurníddu blokk. Ég get lítið gert annað en að horfa og sé að hún tekur fram blómapotta og setur í grind sem fest er við gluggasylluna. Hún er að laga til og skreyta og reynir að fegra þessa niðurdrepandi stöðu. Blómin eru rauð. Ekki rósir heldur valmúi eða eitthvað þvíumlíkt. Hún sinnir þeim og setur í sólina. Amma er ekkert sár. Ekkert fúl og augljóslega í daglegu hlutverki án beiskju. Mér finnst þetta sorglegt. Þessi draumur var mjög litríkur og tilfinningaríkur. Hann virkaði sterkt á mig og gerir enn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.