Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 70
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201562 Menning
M
ynd Spielbergs um Lincoln
fjallaði ekki um manninn
heldur um tilraunir hans
til að koma máli í gegnum
þingið. Að sama skapi er hér ekki
um að ræða sögu Jóhönnu, held-
ur lokametra stjórnarskrármálsins.
Sá munur er þó á að Lincoln tókst
að lokum að afnema þrælahald í
Bandaríkjunum en Íslendingar hafa
enn ekki fengið nýja stjórnarskrá.
Stutt yfirlit er þó yfir feril Jóhönnu,
sem hvað sem öðru líður er ein af
áhugaverðari persónum íslenskr-
ar stjórnmálasögu. Jóhanna kemur
fram sem gegnheil í því að standa
gegn einkavæðingaráformum fyrstu
ríkisstjórnar Davíðs, en síðan er
hratt farið yfir sögu þar til kemur að
síðustu orrustunni.
Sagnfræðingar munu líklega
lengi velta fyrir sér fyrstu raunveru-
legu vinstristjórninni, en ljóst var
að hún varð mörgum vonbrigði.
Kannski færðist hún of mikið í fang,
eða kannski of lítið. Jóhanna kom
satt að segja sjaldnast vel út í fjöl-
miðlum, og því veltir maður fyrir sér
hvað hún aðhafðist bak við tjöldin.
Hér er komin mynd til að svara
þeim spurningum.
Aðgangur höfundar að innvið-
um íslenskrar stjórnskipunar er
hreint ótrúlegur, og líklega höf-
um við aldrei fengið jafn nána sýn
á hana. Ef til vill vissi Jóhanna að
hún myndi tapa málinu og vildi því
skrásetja hvað hefði gerst. Margt er
reyndar eins og búist var við, enda
sjónarhóllinn hennar. Steingrímur
og Össur eru traustir bandamenn
en Ögmundur úti á kanti. Simmi og
Bjarni gera það sem þeir gera, en
það er ljóst að skúrkur verksins hér
er Árni Páll. Og Þór Saari er í hlut-
verki trúðsins.
Stjórn landsins er ótrúlega
óformleg (sumir myndu kannski
segja kæruleysisleg), eins og annars
staðar á Íslandi mæta menn seint og
illa og halda árshátíðir og spjalla við
skrifstofufólk. Þetta er hvorki West
Wing né Borgen. Og blessunar-
lega er þetta ekki eins og að horfa
á Alþingisrásina heldur, hin mikla
nærvera gerir myndina á köflum
spennandi þó að maður viti hvern-
ig fer.
Hin endanlega saga búsáhalda-
byltingarinnar, vinstristjórnarinn-
ar eða Jóhönnu er ekki sögð hér, en
sem innsýn í íslenskt stjórnkerfi og
endalok hinna sögulegu tíma sem
hófust haustið 2008 er myndin stór-
merkileg. Og sögunni er ekki lok-
ið, „raunsæisleið“ Árna Páls að láta
málið niður falla hefur ekki skil-
að honum mörgum atkvæðum, en
minnir á tilraunir Jóhönnu til að
standa gegn „raunsæisleið“ Jóns
Baldvins í ríkisstjórnartíð Davíðs.
Sagan endurtekur sig á marga vegu.
Kannski verður stjórnarskrármálið
tekið upp á ný, og líkur á að mynd
þessi sé ekki ekki aðeins heimild um
söguna heldur innlegg í hana líka. n
Sími 568-5556 www.skeifan.is
Eysteinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000
eysteinn@skeifan.is / skeifan.is
Magnús Hilmarsson
Sölumaður / Sími: 896-6003
magnus@skeifan.is / skeifan.is
Sigurður Hjaltested
Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400
sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Föst
söluÞÓKNuN
1% með vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá
Eysteinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000
eystei n@skeifan.is / skeifan.is
Magnús Hilmarsson
Sölu aður / Sími: 896-6003
magnus@skeifan.is / skeifan.is
Sigurður Hjaltested
Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400
sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Þegar þjóðin var rænd … aftur„Kannski verður
stjórnarskrármál-
ið tekið upp á ný, og líkur
á að mynd þessi sé ekki
ekki aðeins heimild um
söguna heldur innlegg í
hana líka.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Jóhanna: Síðasta
orrustan
Leikstjóri: Björn B. Björnsson
90 mínútur
H
rellirinn er fimmta
spennubók Lars
Kepler, en bak við
nafnið standa hjón-
in Alexandra og Alexander
Ahndoril. Bókin var sölu-
hæsta bók ársins í Svíþjóð
árið 2014, en bækur þeirra
hjóna hafa slegið í gegn
víða um heim.
Söguþráðurinn er í
mjög stuttu máli sá að kon-
ur eru myrtar á afar hrotta-
legan hátt og morðun-
um svipar til morðs sem var framið
allnokkrum árum fyrr. Prestur var
dæmdur fyrir það morð og situr inni,
en er einhver að líkja eftir morði
hans eða á hann sér aðstoðarmann?
Margot rannsóknarfulltrúi er með-
al þeirra sem rannsaka morðin. Erik
Maria Bark, geðlæknir og dávald-
ur, leggur sitt lóð á vogarskálar með
þeim afleiðingum að hann kemst í
stórhættu. Við sögu komu allmargar
persónur, þar á meðal lögreglumað-
urinn Joona Linna sem lesendur
framhaldsbókanna eiga að þekkja.
Eins og títt er í framhaldsbókum
af þessari gerð er fjallað um liðna at-
burði í lífi persóna. Þetta verður ansi
þvælukennt fyrir þá lesendur sem
ekki þekkja vel
til fyrri bókanna
og kann að virka
endurtekningar-
samt fyrir að-
dáendur bóka-
flokksins.
Bókin verð-
ur seint talin vel
skrifuð. Sam-
töl eru oft bein-
línis kjánaleg og
höfundar eru
óþarflega lang-
orðir. Þeir teygja
lopann um of og
eru mikið fyrir
að útskýra smá-
atriði sem litlu
máli skipta fyrir framvinduna. Þarna
er þó að finna spennandi kafla og lýs-
ingar á morðunum eru ansi hrollvekj-
andi. Eins og oft vill verða í bókum af
þessari gerð verða lokakaflarnir æði
reyfarakenndir og reyna mjög á trú-
girni lesenda. Það má þó hrósa höf-
undunum fyrir það að þeim tekst að
koma lesendum á óvart þegar kem-
ur að því að afhjúpa hinn miskunnar-
lausa morðingja. n
Lopinn teygður
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Bæk r
Hrellirinn
Höfundur: Lars Kepler
Þýðandi: Nanna B. Þórsdóttir
Útgefandi: JPV
558 blaðsíður
Hátíðin hefst
Iceland Airwaves hefst
á miðvikudag
Á miðvikudag hefst stærsta tón-
listarhátíð ársins, árshátíð og
jólaball íslenskra tónlistarmanna,
Iceland Airwaves. Íslenskar sveit-
ir rembast nú við að koma nýj-
um plötum út og æfa síðustu
hljómana áður en hátíðin geng-
ur í garð. Fimm dagar, þrettán
opinberir tónleikastaðir (þar af
fjórir salir í Hörpu) og enda-
laust margir off-venue tónleikar.
Stærstu erlendu nöfnin sem taka
þátt í ár eru líklega John Grant
(sem spilar með Sinfó), Father
John Misty, Perfume Genius,
Ariel Pink, Battles, Beach House,
Hot Chip, Sleaford Mods og rapp-
aranir Skepta & JME. Eldri tón-
listarnördar ættu svo kannast við
Mercury Rev og jafnvel breska
síðpönkbandið The Pop Group.
Það eru samt ekki alltaf
þekktustu nöfnin sem eru mest
spennandi. Ég ætla að reyna að
ná að sjá finnsku þjóðlagasöng-
konuna Mirel Wagner, skrýtiraf-
popparana SOPHIE, QT, Felicita
og R&B-tónlistarkonan Nao og
eitthvað skítugt rokk – allar hug-
myndir vel þegnar
Ég er samt líklega spennt-
astur fyrir íslenska rappinu og
þungarokkinu, þessar tvær sen-
ur eru að springa út á þessu
augnabliki. Íslenskum röppur-
um hefur að undanförnu tekist
að móta sinn eigin einstaka stíl
– Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Úlf-
ur Úlfur, Kött Grá Pjé, GKR, Lord
Pusswhip, Shades of Reykjavík
og Reykjavíkurdætur – og svart-
málmssenan hefur náð áður
óheyrðum hæðum í myrkri og
djöfulskap (tékkið á Vanagandrs-
kvöldinu á Gauknum á miðviku-
dagskvöld). n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is