Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Síða 4
Vikublað 17.–19. nóvember 20154 Fréttir Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... „AlgjörlegA mín eigin sAnnfæring“ Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Tilraun til að skaða Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir umhugsunarvert að þingmaður beiti valdi sínu í von um að skaða fyrirtækið. T ölvuhakkarahópurinn Anonymous stærir sig af því að hafa borið ábyrgð á árásum á nokkrar íslenskar vefsíður í síðustu viku. Meðal þeirra vef- síðna sem urðu fyrir barðinu á árásunum voru mbl.is, vef- ur HB Granda, vefur forsætis- ráðuneytisins og fleiri. Árás- irnar voru gerðar til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Fram kom í Vísi að Sensa, dóttur- fyrirtæki Símans, hafi sent viðskipta- vinum tölvupóst fyrir helgi þar sem greint var frá að um skipulagðar netárásir á vegum Anonymous væri að ræða. Anonymous hefur staðið fyrir margvíslegum tölvuárásum til stuðnings málefnum eða í baráttu gegn tilteknum öflum. Hópurinn hef- ur lýst yfir stríði á hendur ISIS vegna árásanna í París fyrir helgi. Í mynd- bandi sem birtist á sunnudag var því lýst að hakkararnir myndu svífast einskis við að afhjúpa og skaða hryðjuverkasamtök- in. Árásir Anonymous á ís- lensku síðurnar munu hafa valdið talsverðum truflunum. Á Twitter-síðu hópsins voru birtar myndir sem sýna áhrif árásanna, en þar kom meðal annars fram að mbl. is, stærsta fréttasíða landsins, hefði tvisvar farið niður og verið óaðgengi- leg. Tæknimönnum Sensa tókst þó að koma upp fullnægjandi vörnum gegn frekari árásum. n Tölvuhakkarar réðust á íslenskar síður Hvalveiðar Íslendinga ástæða netárásanna F lokkurinn minn stendur ekki við bakið á mér í þessu máli og það þýðir ekkert að blanda honum í þetta. Þetta er algjör- lega mín eigin sannfæring og ég fæ ekkert „backup“ í þinginu held- ur, þannig að ég er svolítið hissa á því,“ segir Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann teldi að Sjálfstæðisflokk- urinn ætti að hætta að þiggja fjár- framlög frá Símanum í ljósi þess að hann hvatti þing og þjóð til að snið- ganga og hætta viðskiptum við fjar- skiptafyrirtækið úr ræðustól á Alþingi í síðustu viku. Ásmundur gagnrýnir harðlega umdeilda sölu Arion banka á 5 prósenta hlut sínum í fjarskipta- fyrirtækinu. Hann hvatti þó fólk ekki til að ganga úr viðskiptum við bankann. „Það er kannski líka hægt að segja það. En ég vorkenni þessum mönn- um ekki mikið sem haga sér svona, en Arion banki má eiga það að hann hefur þó viðurkennt mistök.“ „Óforskammað“ Ásmundur segir að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá almenn- ingi við gagnrýni sína á söluna, þar sem hann telur „óforskammað“ að yfirmenn og stjórnendur Símans hafi fengið vildarkjör við kaup á hlut Arion banka umfram aðra starfs- menn fyrirtækisins. „Það finnst mér mjög óheppilegt og hef látið það í ljós. Þeir hefðu get- að, eins og mér er sagt að mörg fyrir- tæki geri, tekið frá ákveðið magn hlutabréfa ætlað starfsmönnum. Setja bréfin svo á markað þar sem myndast verð og segja síðan að starfs- menn fái 10 prósenta afslátt á mark- aðsvirði af þessum pakka. Ég hugsa að fáir hefðu sagt eitthvað við því, ég hefði ekki gert athugasemdir við það ef allir hefðu setið við sama borð. Það er mjög mikilvægt í þessu máli.“ Umhugsunarverð framganga Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að hafa beri í huga að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í Símanum og að það hafi verið ákvörðun Arion banka hvern- ig hann seldi meginþorra hlutar síns í fyrirtækinu. Umhugsunarefni sé þó að þingmaður nýti vald sitt til að hvetja til að einstaka fyrirtæki sé sniðgengið. „Það er umhugsunarvert að þing- maður beiti því valdi sem hann hefur til þess að hvetja fólk til að hverfa frá viðskiptum við þetta fyrirtæki í von um að skaða framtíð þess. Það er dapurlegt að hugsa til þess að hafi orð hans áhrif skerðist ekki að- eins hagur lífeyrissjóða í eigu lands- manna heldur einnig þeirra 800 starfsmanna sem vinna hjá sam- stæðunni og fjölskyldna þeirra,“ segir Gunnhildur í skriflegu svari við fyrir- spurn DV þegar leitað var viðbragða við ummælum Ásmundar. Boðið á fund með forstjóranum Aðspurður hvort hann hafi fengið einhver viðbrögð frá forsvarsmönn- um Símans segir Ásmundur að Orri Hauksson, forstjóri Símans, hafi haft samband við hann fyrir helgi og boð- ið honum til fundar við sig. Segir Ás- mundur að sá fundur muni fara fram á næstu dögum. Styrkt Sjálfstæðisflokkinn Fáheyrt er að þingmenn hvetji al- menning til að hætta í viðskiptum eða sniðganga tiltekin nafngreind fyrirtæki í ræðustól Alþingis en benda má á að Síminn, og þar áður móðurfélags fyrirtækisins Skipti hf., hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn með fjárframlögum undanfarin ár. Árið 2014 fékk flokkurinn 400 þúsund króna hámarksframlag frá Símanum og árin 2012 og 2011 styrkti Skipti hf. flokkinn um sömu fjárhæð. Alls hef- ur samsteypan því styrkt flokkinn um 1,2 milljónir króna á síðustu fjór- um árum. Kosningaárið 2013 styrkti þar að auki Arion banki flokkinn um 350 þúsund krónur. Persónulega fékk Ásmundur ekki framlög frá þessum fyrirtækjum fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna þingkosninganna 2013. En eins og hann segir sjálfur þá er aðeins um að ræða hans persónulegu skoðun, sem flokksbræður hans eru ekki sam- mála. n Sannfæring þingmanns Ásmundur Friðriksson hvatti mjög afdráttarlaust til þess að þing og þjóð hætti viðskiptum við Símann. Hann kveðst ekki njóta stuðnings þingflokksins vegna þeirrar skoðunar sinnar. Mynd SigTryggUr Ari „Arion banki má eiga það að hann hefur þó viðurkennt mistök n Hvatti til sniðgöngu á Símanum n Fyrirtækið styrkt flokkinn talsvert Píratar stærstir með 35% Píratar mælast með 35,3% fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 23,7% borið saman við 21,7% í síðustu könnun MMR þann 16. október 2015. Framsóknarflokkurinn fékk Í könnuninni, sem var framkvæmd á tímabilinu 26. október til 4. nóv- ember, 10,8% fylgi samanborið við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist 10,5% og hefur því dregist saman um 0,8 prósentustig síðan um miðjan október. Vinstri græn mældust með 9,9% fylgi og Björt framtíð með 4,6%. Fylgi annarra flokka mældist undir 1%. Samkvæmt könnun MMR styðja 33,1% landsmanna ríkis- stjórnina. Þann 16. október mæld- ist stuðningur við samstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks 31,4% og 35,5% í lok september. Má heita Sushisamba Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði veit ingastaðinn Sus hi sam ba í Þing holts stræti af kröfum Samba LLC, eiganda vörumerkisins Sushisamba í nokkrum löndum, um að skráning vörumerk- isins sushi- samba hér á landi yrði ógilt. Samkvæmt dómi héraðs- dóms taldi Einkaleyfastofa merki Samba LLC ekki hafa öðlast vernd á Íslandi og að ósannað væri að eigendur veitingastaðarins í Reykjavík hefðu þekkt erlenda merkið við upphaf síns reksturs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.