Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Síða 15
Kynningarblað
Kynningarblað
Skreytum húsið
Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is
17. nóvember 2015
F
öndurlist er verslun í versl-
unarmiðstöðinni Holtagörð-
um 104 í Reykjavík. Versl-
unin sérhæfir sig í vöru
til skreytinga og föndurs
auk gífurlegs úrvals af myndlist-
arvöru. Þar er einnig fjölbreytt úr-
val af hannyrðavöru. Enn fremur
selur Föndurlist efni í skartgripa-
gerð og nýtur það mikilla vinsælda.
Í jólavertíðinni ber mikið á efni til
jólaskreytinga en fyrir fólk sem vill
búa til jólagjafir sjálft er Föndurlist
án vafa staðurinn því í versluninni
fæst afar margt til að gera persónu-
legar og einstakar jólagjafir.
Meðal þess sem fólk gerir til
jólagafa úr vöru frá Föndurlist eru til
dæmis sápur og kerti auk skartgrip-
anna áðurnefndu. Til jólaskreytinga
er keypt efni til að skreyta jólakúlur,
kerti, poka og margt annað en allt laust
skraut, tilbúin kerti, stafir og fleira er til
í miklu úrvali hjá Föndurlist.
Í Föndurlist er mikið úrval af efni í
handgerð jólakort – sjón er sögu ríkari!
Nú þegar jólin nálgast eykst að-
sókn sífellt í verslunina og börn hafa
ekki síður gaman að koma í Fönd-
urlist en fullorðnir enda er þar margt
afar heillandi að skoða og til að vinna
með í föndri og gjafagerð. n
Jólaföndrið og jólagjafirnar
Föndurlist í Holtagörðum
Dönsk hönnun og fegurð heilla
Söstrene Grene í Kringlunni og Smáralind
Í
versluninni Söstrene Grene
í Kringlunni og Smáralind er
hægt að fá smekklegar
hönnunarvörur til jólagjafa,
jólaskreytingar og margs
konar föndurvörur. Að auki er
boðið upp á leikföng, matvör-
ur, eldhúsáhöld, kerti, ritföng og
veisluvarning. Söstrene Grene
er dönsk keðja og selur mikið
af rómaðri danskri hönnun en
einnig sækja hönnuðir áhrifa til
Spánar og Austurlanda.
Verslanirnar eru byggðar upp
eins og austurlenskur markað-
ur og viðskiptavinurinn upplifir að
hann sé staddur á slíkum stað. Mik-
ið er lagt upp úr uppstillingum á vör-
um, litum og notalegri tónlist, ásamt
sterkri og ljúfri angan af tei og kertum.
Á boðstólum er ætíð mikið úrval
vinsælla vara sem eru ávallt fáanlegar
en jafnframt koma reglulega nýjar og
spennandi vörur og eru þær mismun-
andi frá einni viku til annarrar. Mikl-
ar kröfur eru gerðar til gæða og nota-
gildi vörunnar en ýmsar vörur eru
sérstaklega hannaðar af listhneigð-
um hönnuðum sem starfa einungis
hjá Söstrene Grene í Danmörku.
Söstrene Grene opnaði fyrstu
verslun sína á Íslandi í desember
2005 og aðra í Kringlunni í maí 2012.
Þrátt fyrir að verslanirnar séu á höf-
uðborgarsvæðinu eiga þær stóran og
dyggan hóp viðskiptavina af lands-
byggðinni. n