Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Page 21
Helgarblað 28.–31. ágúst 2015 Umræða 21 Nú er kominn vetraropnunartími: Opið virka daga 10 - 18, laugard. 11 - 14 sunnud. 14 - 16 Rauðarárstígur 12 - 14 sími 551-0400 www.myndlist.is Einstök listasýning sem hefur hlotið frábærar viðtökur Sögur - málverkasýning 15. - 30. ágúst Gunnella og Lulu Yee Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð, sem verður 7. september Við leitum að ListavErkum Síðasta sýningarhelgiEgilsstaðir, Skriðuklaustur, Óbyggðasetur nógu fáfarið til að heimahundum á bæjunum þykir enn taka því að gelta að bílum, svo maður varð að slóa niðrúr öllu til að vera örugg- ur um að keyra þá ekki niður. All- ir voru hundarnir svipaðir, svart- ir og hvítir, og ég bar það undir gestgjafann í Óbyggðasetrinu á bænum Egilsstöðum í Norður dal, og hann sagði: „Já, það eru allir með border-collie, það eru bestu smalahundarnir.“ Tveir aðrir slíkir voru fyrir á staðnum, annar til- heyrandi „hinum bænum“ (tví- býlt) en gestgjafarnir áttu sinn, það eru hjónin Denni Karlsson, sem er þekktur kvikmyndatökumaður, og kona hans Arna Björg. Hann er ætt- aður af bænum, og dvaldi þar löng- um í æsku, en hún er úr Skagafirði, útlærð safnamanneskja og vann meðal annars við að koma upp Sögusetri íslenska hestsins á Hól- um. Þau hafa gert upp húsin þarna á frábærlega smekklegan hátt, með- al annars heila baðstofu, og bjóða upp á ferðaþjónustu á sumrin, mat, gistingu og leiðsögn, hestaferðir um héraðið og inn til fjalla. Þarna kom fólk og fór, fékk mat af svæð- inu, og kaffi og heimabakstur sem kom jafnóðum úr eldhúsinu. Sonur hennar mömmu Þarna innfrá hjá Óbyggðasetrinu í Norðurdalnum liðast falleg á fyrir neðan bæinn. Denni staðarhaldari sagði mér að það hefði minnkað nokkuð í henni vatnið eftir að virkjanastíflur voru gerðar uppi á hálendinu. Eitt sinn hafi hann ver- ið búinn að lofa að sýna gestum fal- lega fossa í ánni næsta dag, en svo uppgötvað um morguninn að áin væri næstum alveg vatnslaus, og það sama auðvitað fossarnir. Þá hafi komið sér vel að hann þekkti menn á fjöllum sem stjórna lónum og rennsli úr þeim og hann hringdi uppeftir og bað þá að skrúfa örlítið frá, og því var tekið svo ljúfmannlega að fossarnir urðu einmitt ágætlega vatnsmiklir og tígulegir um það bil sem Denni kom þangað með hópinn. Þarna voru hestar í túni, og meðal annars folald sem gekk um furðu státið, en reyndist bara vera fjögurra daga gamalt. Tveggja ára tvíburasystur voru á vappi, bentu á stórmerki og brostu. Þarna var svona átta ára strákur, lék sér við heimahundana sem voru greini- lega að góðu vanir hans félags- skap, þeir léku sér þrír í eindrægni og kæti. Ég spurði hvort hann væri sonur Denna og Örnu. „Ég er sonur mömmu,“ svaraði hann. Ég spurði hvort ekki væri erfitt að leika sér úti svona berfættur. „Hundarnir eru berfættir,“ sagði hann. Og sögurnar … Þarna á Egilsstöðum í Fljótsdal fæddist móðir Denna og átti ellefu systkini. Níu þessara systkina „pipr- uðu“ og urðu eftir saman heima á bænum, tvö-þrjú í hverju herbergi og urðu fjörgömul. Enn innar í dalnum eru tvö eyðibýli, og mig minnir að það hafi verið bóndinn á öðru þeirra, Kleif, sem heimamenn sögðu mér að hefði ætlað að grípa hreindýr á fæti að vetrarlagi í byrj- un síðustu aldar, og stökk á bak því. En dýrið reisti makkann og keyrði aftur hausinn svo að fætur bónd- ans festust undir hornunum, og þannig steypti dýrið sér út í jökulsá og sundreið yfir. Þetta atvik not- færði Halldór Laxness sér í Sjálf- stæðu fólki eins og flestir muna. Og þar sem fer saman fagurt land og góðar sögur, þar er gott að koma og gott að vera. n „Ég spurði hvort hann væri sonur Denna og Örnu. „Ég er sonur mömmu,“ svaraði hann. Ég spurði hvort ekki væri erfitt að leika sér úti svona berfættur. „Hundarnir eru berfættir,“ sagði hann. Egilsstaðir En margt hefur verið gert á Egilsstöðum, ekki bara bæjarhátíð heldur líka menningarmiðstöð í gamla sláturhúsinu í miðjum bænum, með samkomusal í gömlu frystiklefunum og málverkasýningu og alls konar fínheitum. Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSOn Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.