Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 28.–31. ágúst 201530 Sport stór- útsala allt að 70% afsláttur af vönduðum útihúsgögnum fyrir íslenskar aðstæður Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800 Opið: mán.-föS. 12-18 OG lau. 12-16 www.signature.is W ayne Rooney, fram- herji Manchester United, gerði þrennu fyrir Manchester United í vikunni gegn Club Brugge þegar ensku risarnir tryggðu sér farseðilinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Roon- ey hefur verið harðlega gagnrýnd- ur fyrir frammistöðu sína í fyrstu þremur leikjum Manchester United í deildarkeppninni og margir efast um að „nían“ sé hans sterkasta staða. Eflaust telja einhverjir að Rooney hafi sett „sokk“ upp í þá sem höfðu gagnrýnt hann. En þrenna gegn Club Brugge er ekki það sama og þrenna í ensku úrvalsdeildinni. Þeir Osc- ar Duarte og Carles Castelletto eru ekki jafn öflugir og Ashley Williams og Federico Fernandez sem Roon- ey mætir á sunnudag þegar United mætir Swansea. Stóra verkefni Rooneys bíður hans í sumar. Ef hann vill að enska þjóðin líti á hann sem besta leik- mann Englands fyrr og síðar þarf að hann lina 50 ára þjáningar ensku þjóðarinnar og vinna stóran titil fyrir landsliðið. Þangað til verður Bobby Charlton í efsta sæti hjá ensku þjóð- inni. n Er þrEnna það sama og þrEnna? n Er rooney kominn í gang eða var mótspyrnan engin? Hjörvars Hafliðasonar Hápressa B likastelpur eru svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar. Nú þegar þrjár umferðir eru eftir er liðið með 7 stigum meira en Stjarnan. Liðið þarf aðeins einn sig- ur til að gulltryggja titilinn. Breiða- blik er eina liðið sem hefur ekki not- að neinn erlendan leikmann, heldur eingöngu spilað á íslenskum leik- mönnum. Hins vegar hafa Blikar sótt flesta af heitustu bitunum á ís- lenska markaðnum og með ólíkind- um hversu margir leikmenn eru ekki Blikar í Íslandsmeistaraliðinu miðað við þá sterku yngri flokka sem Blikar hafa yfir að ráða. En enn eina ferðina lýkur Íslands- mótinu hjá stelpunum snemma. Ég held að réttast væri að setja upp 8 liða úrvalsdeild og spila þrefalda um- ferð. Fjölga góðum leikjum og losa deildina við slökustu liðin. Neðstu tvö liðin, Afturelding og Þróttur, eru bæði fallin, Afturelding með 4 stig en Þróttur með 3 stig að loknum 15 leikj- um og báðir innbyrðis leikir búnir. Þá væri hægt að búa til 12 liða 1. deild og 2. deild sömuleiðis. n Útlendingalausir Blikar með 9 putta á Íslandsbikarnum Átta liða úrvals- deild hjá konum Hvað þýða tölurnar? Hvað er að vera sexa á knattspyrnuvellinum, eða nía? Við sem vinnum við að tala um leikmenn gerum það í tölum. En hvað þýða tölurnar? Ótrúlegur Romero V irtasti markmannsþjálfari heims er Frans Hoek sem starfar hjá Manchester United. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann sótti Argentínumanninn Sergio Romero til félagsins. Í þær 450 mínútur sem Sergio Romero hefur spilað hjá United hefur hann fengið á sig eitt mark. Nú skilur maður að Romero er aðalmarkvörður besta landsliðs heims, samkvæmt styrkleikalista FIFA. n Sex milljarðar fyrir Stones? Ég les í enskum fjölmiðlum að Chelsea sé tilbú- ið að borga sex milljarða króna fyrir enska mið- vörðinn Everton John Stones. Ef sú sala gengur í gegn þá verð ég að ráða þann sölumann strax í vinnu. Hef til sölu 28 tommu Grundig-sjónvarp, Samsung Galaxy S2-síma og Billy-hillu úr Ikea. Ef Stones kostar 6 milljarða þá vil ég 4 kúlur fyrir þessa hluti! Lykilleikur við Kasaka FC Astana tryggði sér sæti í riðla- keppni Meistaradeildarinnar í vik- unni með því að slá Apoel Nicosia frá Kýpur úr leik. Flestir leikmenn Astana eru landsliðsmenn frá Kasakstan en við Íslendingar mætum þeim í næsta mánuði. Þó að við Íslendingar ætlum að fjölmenna til Hollands þá er leik- urinn á móti Kasakstan fyrir mér lykilleikurinn. Leikmenn Astana mæta fullir sjálfstrausts, orðnir meðlimir í bestu deild í heimi. Stórt verkefni bíður Þó að Rooney hafi skorað þrennu gegn Club Brugge þá er það ekki það sama og þrenna í ensku úrvalsdeildinni. Hans bíður stórt verkefni á EM næsta sumar. Mynd ReuteRS 1 2 4 5 6 87 11 9 10 3 Markmaður Vinstri bakvörður Miðvörður Djúpur miðjumaður Vinstri kantmaður Miðjumaður sem fer teig í teig Á milli miðju og fremsta manns Fremsti maður. Liggur í öftustu línu Hægri kantmaður Miðvörður Hægri bakvörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.