Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2015, Page 46
Helgarblað 28.–31. ágúst 201538 Menning Mynd BenjaMin ealovega Konungur sönghópanna The King's Singers með tónleika og vinnustofu í Hörpu H inn margverðlaunaði breski sönghópur The Kings's Singers heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu 16. september næst- komandi. Hópurinn hefur starfað frá árinu 1968 en af þeim sex sem skipa hópinn hefur David Hurley, fyrsti ten- ór, sungið lengst með hópnum, eða frá árinu 1989. Á þeim fimmtíu árum sem hópur- inn hefur verið starfræktur hefur hann sent frá sér yfir 150 diska og hlotið tvenn Grammy-verðlaun, árin 2009 og 2012, og sungið á yfir hundrað tón- leikum um allan heim árlega. „Þeir eru mjög fjölhæfir og efnis- skráin þeirra er gríðarlega fjölbreytt. Þarna er allt frá klassík, endurreisn- artónlist, barokk og yfir í popp. Árið 2013 sendu þeir frá sér Great Amer- ican Songbook og eru því með djass- slagara á efnisskránni. Á tónleikun- um í Hörpu verða þeir svo með eitt íslenskt lag á efnisskránni. Það er Kvöldvers eftir Tryggva Baldursson sem hann útsetti fyrir þá að þessu til- efni,“ segir Pétur Oddbergur Heimis- son, skipuleggjandi tónleikanna. Auk þess að halda tónleika munu meðlimir hópsins kenna Masterclass- námskeið fyrir íslenska sönghópa, kammerkóra, og kóra samdægurs. Sex hópar hafa verið valdir til þátttöku í námskeiðinu – en það eru Kvennakór Garðabæjar, oktettinn Einn tvöfaldur, Barbörukórinn, Kalmanskórinn af Akranesi, Raddbandafélag Reykjavík- ur og Skuggamyndir. Námskeiðið verður haldið í tveim- ur sölum Hörpu frá klukkan 11.00 til 13.30 en almenningur getur einnig fylgst með kennslunni. „Hver og einn hópur fær 40 mínútur og það fer eft- ir stærð hópanna hversu margir með- limir King's Singers verða með. Þeir hjálpa sönghópnum eða kórnum að bæta framkomu, hvernig hann byrjar, andar saman og ýmsir litlir hlutir sem skipta mikla máli. Ég held að þetta geti verið mjög fróðlegt og áhugavert að sjá hvernig þeir vinna,“ segir Pétur. n kristjan@dv.is Hljóðbylgjur og Hættulegar skissur É g veit hvað gerist þegar ég læt ákveðna tíðni vinna á móti annarri, hvernig munstur verð- ur til. En þó ég þekki virknina veit ég samt aldrei nákvæm- lega hvernig verkið verður hverju sinni,“ segir Finnbogi Pétursson um hljóðskúlptúra sína en einn slíkur, Infra/ Supra, er sýndur um þessar mundir á sýningunni Listería sem fer fram í hálfkláruðu safnahúsi á Seltjarnarnesi. Finnbogi mun leiða gesti um sýninguna klukkan 15.00 á laugardag. Ef fólk ætlar að gera sér ferð út á Seltjarnarnes til að upplifa list Finn- boga má einnig benda á að önn- ur sýning á verkum listamannsins fer fram um þessar mundir í bæn- um, sýningin Sjólag í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi. dansað fyrir ofan og neðan línu Finnbogi hefur um árabil starfað á mörkum listforma og fundið frjóan skurðpunkt raftónlistar og myndlist- ar. Á áttunda áratugnum byrjaði hann að vinna með sjónræna eiginleika hljóðbylgna. Árið 1991 sýndi hann fyrst verkið hringur þar sem hann lætur hljóðgjafa hanga rétt fyrir ofan vatnsflöt. Hljóðbylgjurnar mynda gárur sem er svo speglað upp á vegg með ljóskösturum. Um miðjan síðasta áratug var verkið svo sett upp til frambúðar í kjallara höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur. Finnbogi hefur í kjölfarið sett upp innsetningar í sama stíl í munkaklaustri frá 13. öld, sjöundu aldar vatnsbóli í Marokkó, í Pitts- burgh í Bandaríkjunum og nú síð- ast í hálfkláruðu læknaminjasafni á Seltjarnarnesi. Verk Finnboga eru ávallt mótuð sérstaklega fyrir tiltekið sýningarrými og nefnist verkið sem hann sýnir nú í dimmum og köldum steinsteyptum kjallara hússins, Infra/ Supra, eða fyrir ofan og neðan. „Eina beina pottþétta línan sem maður getur fengið á jörðinni er vatn- ið. Hljóðbylgjurnar í verkinu dansa fyrir ofan og neðan þessa beinu línu. Sínusbylgjurnar ferðast fyrir ofan og neðan slétta flötinn og það er það sem við sjáum. Hvítu línurnar á veggnum er sá hluti bylgjunnar sem er fyrir ofan vatnsflötinn og þær svörtu fyrir neðan. Þetta er dans milli negatífu og pósitífu, yin og yang.“ Skapandi augnablik „Það er betra að þessi verk séu í góðu myrkri og það sé ekki mikil utanaðkomandi truflun. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að þú komir inn og verk- ið grípi þig strax – það skiptir ekki máli hvort það séu fjór- ar sekúndur eða tveir tímar. Best er ef þú læsir þig við það, látir hugann reika og náir að fara eitthvað annað en hing- að. Að þú farir út með aðrar hugsanir en þú komst inn með.“ Þessi ósk Finnboga um að kveikja nýjar hugsanir hjá áhorfandanum endurómar svo í þeirri ákvörðun að nota þriggja riða rafstraum í verkinu. „Skapandi augnablikið í heilanum á sér stað þegar hann starfar á þremur riðum. Þess vegna hef ég mikið notað frá tveimur til fjórum riðum í verkum mínum.“ Skissur og ný mið Finnbogi segir að í gegnum tíðina hafi hann öðlast betri skilning á sam- spili bylgnanna og vatnsins og öðl- ast tæknilega færni til að stjórna því. Áður notaðist hann við tölvu- forrit til að gera skissur og sjá nákvæmlega fyrir sér hvernig mynstur myndi skapast. „Hætt- an við að nota svona herma er að skissan getur farið að gefa þér sama „kikk“ og þú færð þegar þú ert búinn að skapa verkið. Það er rosalega hættuleg staða fyrir mig sem listamann, þegar skissan er orðin það góð að þú sérð nákvæmlega hvern- ig virknin er – þá ertu kominn út á hættulegar brautir.“ En skissan getur verið listaverk í sjálfu sér. Á sýningunni Sjólag sem stendur yfir í Gallerí Gróttu leyfir hann tölvugerðum skissum – sem voru svo hættulegar fyrir hljóðverkin – að njóta sín einum og sér. Verkin voru upphaflega gerð fyrir sýningu sem fór fram á Eskifirði síð- asta sumar. Í verkunum nýtir hann sér nöfn og gamlar lýsingar á því hvern- ig veiðimenn komust á gjöful fiskimið úti fyrir Austfjörðum. Hann stillir svo ákveðin veðurskilyrði inn í tölvuforrit sem formar tölvugert landslag. „Ég byrja með ládauðan eða slétt- an sjó í þrívíddartölvuforritinu, svo stilli ég inn í það ölduhæð, vind- stefnu og –styrk, þar til ég er kominn með ákveðnar upplýsingar sem búa til þetta sjávarlandslag,“ segir Finn- bogi. n n Finnbogi Pétursson tekur þátt í tveimur sýningum á seltjarnarnesi n rabbar við gesti um verk sín Kristján guðjónsson kristjan@dv.is „Skapandi augna- blikið í heilanum á sér stað þegar hann starfar á þremur riðum. Fyrir ofan og neðan Hvítu línurnar á veggnum er sá hluti bylgjunnar sem er fyrir ofan vatnsflötinn og þær svörtu fyrir neðan. Mynd þorMar vignir gunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.