Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 66

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 66
6 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016 Heilsa Tvö 12 vikna námskeið hefjast í Hlíðasmára 15, Kópavogi, þriðjudaginn 12. janúar: kl. 16.30 og 17.30 Ef ekki næst full þátttaka verða námskeið felld niður eða sameinuð. Takmarkaður fjöldi Skráning og nánari upplýsingar: grindarbotn@gmail.com eða í síma 564-5442 Grindarbotn kvennaheilsa S J Ú N „Frá því ég stofnaði Skema árið 2011 hefur sá tími sem ég ver til heilsuræktar minnkað allsvakalega. en nú er ég að reyna að bæta úr því og hlusta á heilsuviðvar- anir sem eru allt of algengar í sprotaheim- inum,“ segir rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema. Hvers konar hreyfingu stundar þú? „varðandi almenna líkamsrækt þá er ég meira týpan sem fer að lyfta og í klifur heldur en að sprikla í eróbikki. annars elska ég fjallgöngur og var mjög dugleg við þær á sínum tíma. Ég byrjaði að dusta rykið af gönguskónum í sumar og hélt síðan upp á fertugsafmælið mitt á Kilim- anjaro í afríku í september. afmælisdagurinn var einn sá eftir- minnilegasti, í regnskógi á ?Kilim- anjaro?. þessir sjö dagar á fjalli voru mögnuð lífsreynsla – þvílíkt líkam- legt átak, þvílík andleg áreynsla, þvílík gleði og þvílík upplifun. Fékk að upplifa allt það sem háfjallaveik- in hefur upp á að bjóða; bullandi blóðnasir, gubberí og einn versta hausverk sem ég hef fengið síðustu þrjá dagana. því miður komst ég ekki alla leið á toppinn (5895m) þar sem ég þurfti að snúa til baka í 5350 metra hæð (vantaði bara 3,5 klukkustundir upp á) sökum hjartavesens, súrefnismettunar við hættumörk, púls í hættumörkum líka og helbláar varir. Fararstjórinn var með mæligræjur og fylgdist vel með og það var ekkert vit í að fara lengra miðað við aðstæður og ástand. lífið er mikilvægara en að toppa Kili undir þessum kringum- stæðum. Ég er samt ótrúlega stolt af sjálfri mér, ánægð með ferðina og sjúklega stolt af Kristrúnu og guðnýju, sem fóru með mér, fyrir að tækla toppinn. Maður veit aldrei nema maður prófi og maður öðlast aldrei þekkingu og reynslu nema setja sig í aðstæðurnar.“ Hefurðu sett þér einhver mark- mið varðandi heilsuna á nýju ári? „Ég og konan mín settum okkur markmið á nýársdag. við ætlum að fara á sjö fjöll á íslandi á þessu ári. Til að gera það þarf maður að vera í einhverju formi þannig að ræktin fær meiri tíma hjá mér þetta árið en undanfarin ár. það er líka frá- bært fjölskyldusport að fara í klifur og ég mun klárlega byrja að príla aftur á árinu. Borðarðu hvað sem er eða hugs- arðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég ét nú bara allt og fer eftir því að allt er gott í hófi. Til dæmis borða ég oftast svið á nýársdag, það er góð hefð sem ég missti því miður af í ár. Ég tek auðvitað mín öfgatímabil eins og margir. Sérstak- lega þegar ég er dugleg í ræktinni en það stafar nú mest af því að með aukinni hreyfingu fer líkaminn að kalla meira eftir heilbrigðara mataræði.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? „núna er það lgg og rude Health hafragratur. þessi grautur er það besta í heimi og hann er í upp- áhaldi hjá fjölskyldunni.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég er ekki týpa sem á auðvelt með að slaka á, mín slökun er meira að fá líkamlega útrás heldur en kyrr- staða.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „vinnan fer oft með manni inn í nóttina en það er slæmur vani. Ég er hins vegar nýfarin að hlusta á hljóð- bækur og það er algjör snilld. það væri afar ljúft ef þeim fylgdi skynjari sem myndi slökkva þegar maður sofnar svo maður þurfi ekki alltaf að finna hvert maður var kominn.“ Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? Ef svo er, hvernig? „Hún hefur breyst þannig að ég hef minna sinnt henni sökum tímaskorts. það er það versta sem maður gerir því með aukinni heilsurækt er maður með betri athygli, nýtir tímann betur og þarf minni svefn. Markmiðið er að laga þetta. það hefur því miður tekið of langan tíma fyrir mig að kveikja á perunni með þetta – ekki vænlegt til vinnings að kaffæra sig í vinnu og sleppa heilsuræktinni.“ Rakel Sölvadóttir á Kilimanjaro á fertugsaf- mælinu sínu í fyrra. Heilsuvenjur Rakelar Sölvadóttur - 40 ára Fagnaði fertugsafmælinu á Kilimanjaro ára 40 ára 45 Pétur á TT hjólinu í Hval- firðinum þegar hann keppti í hálfum Járnmanni í ágúst 2015. Ljósmynd/Arnold Björnsson Keppti átta sinnum í þríþraut í fyrra Heilsuvenjur Péturs Hannessonar – 45 ára PÉTur HanneSSon er 45 ára, kvæntur fjögurra barna faðir sem starfar hjá upphafi fasteignafélagi. Hann notar frítíma sinn til að æfa og keppa í þríþraut og járnmanni. Pétur byrjaði í þríþraut haustið 2014, þá nánast ósyndur, mætti á allar æfingar og keppti svo átta sinnum í þríþraut í fyrra. Hversu miklum tíma verðu í heilsurækt? „árið 2015 sem er árið sem ég tók minn fyrsta iron Man, þá varði ég um 11 klukkutímum á viku í æfingar að jafnaði. Ég reikna með því að í ár verði þetta á bilinu 8-10 klukkustundir á viku.“ Hvers konar hreyf- ingu stundar þú? „Ég syndi, hjóla og hleyp. Stunda sem sagt þríþraut. auk þess tek ég styrktaræfingar inn á milli.“ Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég myndi segja að ég fylgi hinni sívin- sælu súpermódel upp- skrift, þ.e. borða 80% hollt og 20% rusl.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? „nánast allt árið 2015 var það Chi- agrautur með banana, bláberjum og jarðarberjum en upp á síðkastið hefur það verði aB mjólk með grófu músli og bláberjum.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „geri klárt fyrir æfingar næsta dag og hangi svo of lengi í símanum.“ Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? „já, ég var lengi vel í lyftingum, svo BootCamp en er alveg farinn yfir í þríþraut og hjólreiðar.“ Færðu næga hreyfingu úr dag- legum störfum þínum eða þarftu að ætla þér tíma til að sinna hreyfiþörfinni? „Ég þarf að taka frá tíma fyrir hreyfinguna, sit við skrifborð stóran hluta dagsins.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „ekki varðandi heilsuna beint en myndi vilja hafa heilsu til þess að klára keppnina escape From alcatraz á undir þremur klukkutímum og Berlínar mara- þon á undir 3:25 klukkustundum.“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.