Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 7
L a t i b æ r e r s k y n d i b i t i
TMM 2006 · 4 7
síðari tímum en þeim mun meira sögum af hinu rómantíska barni,
„náttúrubarninu“ upphafna og saklausa. En dæmi- og viðvörunarsögur
fyrir börn voru óhemjuvinsælar á sínum tíma og allt fram á okkar tíma
þó í ólíkum myndum sé og upp á síðkastið oft sem skopstælingar á
gömlu sögunum. Þannig skopstæla verk Hugleiks Dagssonar viðvörunar-
sögurnar, og Sóða-Pétur hefur slegið í gegn í Bretlandi og Bandaríkj-
unum í nýlegri leikgerð leikhópsins Tiger Lilies.6
Ljóðasögur Heinrich Hoffmann (1809–1894) um Sóða-Pétur (Struwwel-
peter) með myndum hans sjálfs slógu svo í gegn þegar þær komu út árið
1844 að þær voru gefnar út aftur og aftur og þýddar á fjölmörg tungu-
mál. Þar er kynntur sóðinn Pétur sem þvoði sér ekki, klippti hvorki
neglur né hár og allir fyrirlitu hann. Þar er svo sögð sagan af Friðrik sem
sparkar í soltinn hund og er refsað fyrir það með óbærilegum magakvöl-
um sem leggja hann í rúmið en hundurinn sem óréttinum var beittur
étur matinn hans. Wilhelm, Lúðvík og Kaspar hæðast að svörtum strák
og er dýft ofan í stóra blekbyttu í refsingarskyni fyrir það en skradd-
arinn klippir þumalfingurna af Konráði af því hann vill ekki hætta að
sjúga þá. Kaspar veslast upp af því að hann vill ekki borða súpuna sína.
Filipp eirðarlausi er næstum drukknaður vegna þess hve viðutan hann
er og Róbert fýkur út í buskann af því að hann óhlýðnast og fer út í
rokið. Pálína brennur til ösku af því að hún fiktar við eldinn. Þessar sjö
skemmtilegu sögur eiga það sammerkt að það er líkami barnsins sem er
vettvangur glæpsins. Það hefur verið troðið of miklu í hann eða of litlu,
puttar sognir og laðast að hinu forboðna.7 Þó að nútímalesanda blöskri
kvalalostinn og grimmdin í þessum sögum er nauðsynlegt að hafa í
huga að þær voru settar fram í gamansömu formi í ákveðnum tilgangi.
Barnabókafræðingurinn Jack Zipes segir: „Það er tvíræð spenna milli
hins skondna ríms vísnanna og þeirra ýktu skopstælinga sem gera
Struwwelpeter svo merkilega bók, curio, og þessi spenna var upphafið á
vinsældum hennar. Harðræðið og refsingarnar sem foreldrar beittu
börn voru gerð rökrétt og þeir gátu haft hreina samvisku þess sem er
aðeins að ala börn sín upp. Það er mjög trúlegt að bókin hafi slegið á
einhverja strengi hjá millistéttarlesendum á öllum aldri, og leyft þeim að
sjá regluharkið úr ákveðinni fjarlægð og hlæja að sjálfum sér – en vel að
merkja án þess að breyta því hvernig þeir fóru með og héldu áfram að
fara með börnin.“8
Latabæjarbækur Magnúsar Scheving eru tvímælalaust skrifaðar inn í
bókmenntahefð fyrirmyndar- og viðvörunarsagna átjándu og nítjándu
aldar þar sem afar neikvæð mynd af barninu er lögð til grundvallar sög-
unum sem sagðar eru.