Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 11
L a t i b æ r e r s k y n d i b i t i
TMM 2006 · 4 11
urnar eru eins og þeir. Undantekning frá því er Tína fína sem er stöðluð
pjattrófa og Stína símalína sem er sígild kjaftakerling. Kynleysi bókanna
skýrist ef til vill af því að persónurnar standa fyrir siðferðilega eiginleika
sem geta tengst báðum kynjum. Hins vegar er samband margra
barnanna við líkama sinn ruglað og brenglað. Siggi sæti er svo feitur að
hann sér ekki niður á ofurmennisbuxurnar „því bumban lá yfir þeim.“
(I,25) Maggi mjói er svo vannærður að sokkarnir hanga ekki upp um
hann og hann er kríthvítur í framan. (I, 38) Solla stirða stendur ein og
grætur af því að hún er orðin bækluð af hreyfingarleysi, vöðvarnir eru
orðnir svo stuttir að hún getur ekki beygt sig áfram. (I, 46) Lýsingarnar
á vandamálum barnanna eru nánast gróteskar.
Holdafarsvandamál sem hrjá æ fleiri nútímabörn leysast hins vegar
auðveldlega þegar börnin fara að fylgja ráðum íþróttaálfsins sem gegnir
hlutverki afa, föður, kennara, fyrirmyndar og vinar barnanna. Einföld
lausn mála af þessu tagi birtist á öllum sviðum bókanna. Söguþráður er
einfaldur og ekkert tvöfalt ávarp (dual address)15, engir bak- eða undir-
textar og stíllinn mjög einfaldur og flatur. Myndhverfingar eru klisju-
kenndar og málvillur alltof margar. Samtöl eru stirðleg og bókleg. Staða
sögumanns er ákaflega flöktandi, oftast er hann alvitur og ópersónu-
legur en stundum er talað valdslega og hinn ungi lesandi ávarpaður
beint. Þetta getur orðið til þess að lesendur rugli saman sögumanni,
íþróttaálfinum og jafnvel höfundinum Magnúsi Scheving.
Í ritdómi á Kistunni lýsir Jökull Valsson persónum Latabæjar sem
hann telur að séu
… úrkynjaðir holdgervingar alls þess sem Scheving hefur óbeit á, steríótýpur af
fólki sem hann sér í kringum sig sem er frábrugðið honum; feitt fólk, bókabusar,
skopparar o.s.frv. Þetta fólk er ekki eins og Magnús. Það lítur ekki út eins og
Magnús. Það hagar sér ekki eins og Magnús. Það hefur ekki sömu skoðanir og
Magnús. Það klæðir sig ekki eins og Magnús. Þetta er ekki gott fólk. Magnús
verður að breyta því.
Og það gerir hann! Hann kemur til Latabæjar í formi íþróttaálfsins, vöðva-
stæltur, bláeygur, ljóshærður og eiturhress aríi sem ákveður að kippa ástandinu
í lag, koma hreyfingu á liðið og fá það til að aðhyllast lífsspeki sína, hina einu
sönnu. Íbúar Latabæjar fagna nýja foringjanum og ákveða að fylgja honum og
fara eftir leiðbeiningum hans í einu og öllu. Lengi lifi heilsufasisminn! 16
Halldór Baldursson teiknaði myndirnar í allar Latabæjarbækurnar og
mótaði þannig ímynd bæði Latabæjarbarnanna og íþróttaálfsins. Mynd-
irnar eru stórar og fremur grófgerðar og greinilega ætlast til að börnin
liti þær. Í fyrstu bókinni er mannsmynd íþróttaálfsins fremur óræð. Lík-