Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 47
V í s n a b ó k i n s e x t u g
TMM 2006 · 4 47
barnæsku. Það er helst að Einar Ólafur sé óánægður með að sum kvæð-
in séu stytt. Hann kallar líka eftir frekari útgáfu á sambærilegu efni
fyrir börn á ýmsum aldri.
Báðir eru þeir Jakob og Einar Ólafur ánægðir með myndir Halldórs
Péturssonar. Jakobi finnst þó litirnir í sumum myndunum heldur
glannalegir og Einar Ólafur nefnir að miðað við efni bókarinnar hefðu
myndirnar mátt vera með meiri sveitarbrag.
Til marks um vinsældir Vísnabókarinnar þurfti að endurútgefa hana
strax tveimur árum síðar, 1948. Kápa og titilsíða eru eins og í fyrstu
útgáfu. Þótt bókin lengdist ekki nema um eina opnu var talsvert fleiri
vísum bætt við og síðurnar betur nýttar. Leiðréttingar voru gerðar og
höfundum bætt við vísur eða tilgreint hverjum þær væru eignaðar. Á
nýju opnunni er gátan ‚Hvernig flutt var yfir á/ úlfur, lamb og heypok-
inn‘ og fylgdi henni mynd. Eins og þeir sem þekkja gátuna vita mátti
ekki flytja nema eitt yfir ána í einu, en á myndinni eru bæði lambið og
heypokinn um borð í bátnum með bónda. Ekki voru gerðar stórvægi-
legar breytingar á myndefni bókarinnar. Þó var myndin af Grýlu lag-
færð, settir á hana hófar í stað sauðskinnsskóa til samræmis við texta
þulunnar. Skipt var um mynd með upphafi ‚Heilræða‘ séra Hallgríms
Péturssonar og er þar nú sama mynd og á titilsíðu, mynd af dreng við
skriftir.
Árið 1955 kom þriðja útgáfa Vísnabókarinnar út. Þá höfðu orðið tals-
verðar breytingar á henni. Nú blasir við ný kápa sem er eins að framan
og aftan. Grunnlitur hennar er ljósgrænn. Sama mynd af móður og
börnum og á fyrri útgáfum er á kápunni, en örlítið breytt og bakgrunn-
urinn er rauðbrúnn. Titillinn er bogadreginn fyrir ofan myndina með
sama letri og áður en hvítur og skyggður með sama rauðbrúna litnum.
Nokkrar litlar myndir sóttar í efni bókarinnar, meðal annars af höfði
Grýlu, dýrum og fuglum, eru utan með á allri kápunni. Komin er teikn-
ing í einum lit, hér gráum, sem nær yfir innanverða kápuna og saurblað,
bæði fremst og aftast. Þar má sjá ýmislegt sem fjallað er um í bókinni.
Grýla er þar á harðaspani með fullan poka sinn og Valka litla hlaupandi
á eftir henni með skæri, Sigga mjólkar ána sína og Runki þeysir á Sokka,
svo eitthvað sé nefnt. Þessi sama mynd er í öllum síðari útgáfum bók-
arinnar, aðeins er skipt um lit á milli útgáfna. Titilsíða er óbreytt, en
aftan á saurblaði, gegnt titilsíðunni, er komin vísan ‚Vertu í tungunni
trúr‘ og gegnt lokasíðu bókarinnar er komin vísan ‚Fagurt syngur svan-
urinn‘. Komið er betra og læsilegra letur á vísurnar og einnig eru ráðn-
ingar á gátum nú prentaðar á hvolfi með smærra letri.
Enn bættust við nokkrar vísur og lagfærðar voru upplýsingar um höf-