Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 52
A n n a Þ o r b j ö r g I n g ó l f s d ó t t i r
52 TMM 2006 · 4
almenns söngs í þessari bók en í Vísnabókinni og hún er betur sniðin að
þörfum nútímabarna. Brian Pilkington gerði myndirnar en ekki kemur
fram hver valdi ljóðin. Báðar eru þessar bækur Ljóðabók barnanna og
Vísnabók Iðunnar góðar og vandaðar bækur og er miður að þær skuli
ekki lengur vera fáanlegar, því þær bættu Vísnabókina upp.
Guðrún Hannesdóttir hefur gefið út þrjár vísnabækur fyrir börn á
ýmsum aldri. Þær eru Gamlar vísur handa nýjum börnum (1994), Fleiri
gamlar vísur handa nýjum börnum (1995) og Eina kann ég vísu: Skrýtinn
kveðskapur frá ýmsum tímum (1999), sem eins og titlarnir gefa til kynna
geyma gamlan kveðskap, þulur og þjóðvísur af fjölbreyttu tagi og ein-
staka vísur eftir nafngreinda höfunda. Fátt af því efni er í Vísnabókinni
og eru bækurnar því kærkomin viðbót við hana. Þær eru í stóru broti,
allar líflega og fallega myndskreyttar af Guðrúnu.
Þórarinn Eldjárn er drýgstur þeirra sem yrkja fyrir börn nú um
stundir og hefur hann gefið út fjórar snjallar ljóðabækur sem Sigrún
Eldjárn systir hans hefur myndskreytt af mikilli list. Þær eru Óðfluga
(1991), Heimskringla (1992), Halastjarna (1997) og Grannmeti og átvext-
ir (2001). Þrjár fyrstnefndu bækurnar voru síðan gefnar út í einni árið
2004 og nefnist hún Óðhalaringla. Við ljóð Þórarins um Grýlu og
Leppalúða í Heimskringlu vísar Sigrún af snilld í Grýlumynd Halldórs
Pétursonar í Vísnabókinni. Böðvar Guðmundsson hefur líka gefið út
bráðskemmtilega ljóðabók fyrir yngri börn Krakkakvæði (2002) með
mjög fínum myndum Áslaugar Jónsdóttur. Davíð Þór Jónsson gaf út
fyndna ljóðabók fyrir aðeins þroskaðri börn, Ljóð fyrir vonda krakka
(2004) með prakkaralegum myndum Lilju Gunnarsdóttur. Ljóð þeirra
þremenninganna einkennast af orðaleikjum, fyndni og ærslum og eru
þau því alls ólík flestum vísunum í Vísnabókinni.
Áhrif og framtíð Vísnabókarinnar
Víst er að Vísnabókin varðveitir og miðlar hluta af menningararfi
íslensku þjóðarinnar og sjálf er hún líka orðin hluti af þeim sama arfi.
Það er óumdeilt að kveðskapur, hvort sem er sunginn eða mæltur fram,
er góð málörvun fyrir börn (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2005) og ekki
má heldur gleyma skemmtigildi bókarinnar sem er talsvert. Gildi Vísna-
bókarinnar fyrir menntun ungra barna felst meðal annars í öllu þessu.
Það er þó ekki auðvelt að meta áhrif bókarinnar á nútímabörn sem alast
upp við miklu fjölbreyttari bókakost og ríkara myndefni af margvíslegu
tagi en fyrri kynslóðir gerðu. Bókin býr samt enn yfir þeim mætti að
sameina kynslóðir. Dótturdóttir mín, sem fædd er árið 1999, deilir í ein-